25.05.2008 23:07

Smala, ferða eða keppnishestar??



           Stígandi frá  S. Skörðugili  F. Prins  M. Gríma ,bæði frá Syðra Skörðugili.

  Það voru teknir tveir tímar í að taka út tilvonandi ferðahross í dag . Fjörureiðinni var hinsvegar sleppt sem betur fer, því eitt hrossið veiktist og það setur strik í móralinn í svona ferð. Ég byrjaði á honum Stíganda mínum sem hefur verið í sér meðferð hjá dótturinni. Þetta er enginn smalaklár staðhæfir dóttirin, hann er fínn fyrir mig í fjórgangskeppnir. Ég gef hinsvegar ekkert fyrir fjórgangskeppnir. Ég vil bara mína fjalla og ferðaklára sem komast svo með ásættanlegu móti um fjöruna á hátíðar og tyllidögum. Þeir verða að vera rúmir á tölti og brokki og ég vil alls ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að passa uppá písk í reiðtúrum. Það verður að viðurkennast að Stígandi hefur haft mjög gott af því að vera laus við mig í vetur. Dótturinni hefur tekist að létta taumhaldið og töltið er alltaf að rýmkast og hægatöltið er líka að koma. Það fór því ágætlega á með okkur félögunum, en ég sá það í hendi mér að þó taumhaldið væri fínt hjá okkur einum í heiminum yrði annað uppi á teningnum í samreið því Stígandi er með sömu genin og Auðun félagi minn, að vilja vera fyrstur í hópnum. Hann töltir hinsvega miklu , miklu betur og er meðfærilegri þrátt fyrir mikinn vilja, enda Auðun eins og hann er.

  Síðan lagði ég á Dögg frá Kjarnholtum í fyrsta skipti. Hún kom skemmtilega á óvart og var umsvifalaust munstruð í túrinn. Allur gangur ,ágætur vilji og rúmt og einstaklega mjúkt brokk sem hægt væri að sitja allan daginn. Fimmti gangurinn sem ég ætla ekki að nefna til að æsa ekki upp tengdasoninn, mætti hinsvegar vera betur falinn eða yfirhöfuð ekki fyrir hendi.

  Aðalhesturinn, Oturssonurinn Hyrjar frá Dalsmynni er hinsvegar útigenginn og ekki kominn á járn. Þó hann sé kominn á aldur stendur hann fyrir sínu og ég hef aldrei beðið um meira rými í brokki og tölti ,eða meiri vilja en hann hefur boðið upp á í gegnum tíðina.

  Já þetta lítur bara ágætlega út með sleppitúrinn.
   


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 745
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 421047
Samtals gestir: 38401
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 17:38:34
clockhere