15.01.2009 20:58
Dalirnir og dótið.
Hvar er allt dótið spurði félagi minn, hvernig fer bóndinn að þessu?
Við vorum á leið vestur Dali og bóndabærinn sem við vorum að bruna framhjá var fádæma snyrtilegur, allt málað og ekkert að sjá utandyra sem ekki átti að vera þar.
Það hlýtur að vera einhversstaðar bakatil sagði ég hughreystandi, því þrátt fyrir að félaginn sé mikill snyrtipinni er hann jafnframt dótafíkill. Bakatil hjá honum er því dálítið búsældarlegt og mörg gersemin geymd.
Já það hlýtur að vera sagði hann , en mér fannst samt örla á vantrúarhreim í röddinni.
Þar sem hann er haldinn töluverðri fullkomnunaráráttu kæmi mér ekki á óvart að einhverju af gersemunum hans yrði hætt, næst þegar hann tekur til hendinni.
Stuttu seinna keyrðum við framhjá öllu eðlilegra bóndabýli. Þar var heyskap að vísu ekki lokið og talsverður rúllufjöldi dreifður um túnin. Þar verður gróðurþekjan eitthvað götótt í sumar.
Þetta var í hlýindakaflanum og Heydalurinn var mjúkur undir dekk. Félaginn hafði orð á því að trúlega yrði tæpt um olíuna en aftan ´í pikkanum var stór flatvagn, svo Dodsinn eyddi ekki eins litlu og vanalega. Það var því rennt við á Bíldhóli til að jarma út olíulögg. Þar vorum við upplýstir um að 37 km. væru í Búðardal og þar sem aksturtölvan taldi olíuna duga 45 km. var ákveðið að láta slag standa. Bílstjórinn var síðan orðinn svo strekktur í restina að að hann þorði varla að koma við olíugjöfina sem aftur hafði slæm áhrif á ferðahraðann. Þetta slapp þó til.
Ferðinni var heitið vestur í Saurbæ til að kíkja á dót til flutnings á lausu fóðri.
Þrátt fyrir nokkrar væntingar gekk það dæmi ekki upp og málið því enn óleyst.
En það munar ekkert um eitt vandamálið enn til að leysa.
13.01.2009 22:48
Hross í hrakningum.
Það er orðið ljóst að hrossin í Eyjarhrepp hinum forna lifa forvitnilegu og fjölbreytilegu lífi um áramót og jólaslit.
Það var á miðvikudag sem hrossahópur kom í Hömluholt. Þegar farið var að skoða málið kom í ljós að hrossin voru frá Kolviðarnesi og kom hópurinn af fjörunum, Þetta var hinsvegar minnihluti hrossanna þar og fundust hin hvergi.
Á fimmtudaginn sáust þau loksins og voru þá í Stórahraunseyjum. Þessar eyjar eru framaf Stórahraunsnesinu og voru hrossin í ytri eyjunni, enda hin ófær uppgöngu fyrir hross.
Ferðaslóðir hrossanna.
Til vinstri á myndinni er Kolviðarnesbærinn með Kolviðarnesvatnið nær okkur. Utar sést Stórahraunsnesið teygja sig til vesturs. Milli þess og Kolviðarness rennur Haffjarðará á fjörunni.Efst til hægri á myndinni er Suðurey og Stórahraunseyjarnar á móti henni.
Djúpir álar eru milli eyjanna og lands og ljóst að hrossin hafa verið á hrokasundi þegar þau náðu landi í eyjunni.
Erfitt er að ímynda sér hvernig ferðasagan hefur verið hjá hrossunum á þessa þrettándanótt.
Þó er talið að þau hafi lagt út frá Stórahraunsnesinu og lent í ós Haffjarðarár utarlega á fjörunum. Hópurinn sem kom í Hömluholt hefur komist vestur yfir ósinn og endað í Suðurey, en hin náð landi í Stórahraunseyjunni.
Allt eru þetta getgátur og t.d. ekki vitað hvernig stóð á fjöru meðan á þessu ferðalagi gekk.
Það voru félagar í björgunarsveitinni Elliða sem fóru á bát, ásamt eigendum hrossanna og komu þeim í land. Þau voru fljót upp Stórahraunsnesið , yfir Haffjarðarána á fjörunni og heim í rúlluna sína, klakasíluð eftir að synda í land.
Það er svo á tæru, að þessi hross eru ekki bráðfeig.
12.01.2009 09:03
Afadagarnir.
Leikskólinn í sveitinni er rekinn samhliða grunnskólanum og er opinn 4 daga í viku .
Afastelpan er því í tómarúmi á föstudögum, því allt er á fullu í hestamiðstöðinni þar sem foreldraómyndirnar eyða deginum.
Það er algjör meirihluti fyrir því innan fjölskyldunnar að afinn hafi ekkert þarfara að gera en stjana við litlu dömuna þennan dag. enda geri hann sjaldnast nokkuð af viti. Reyndar mætir amman úr kennslunni á hádegi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir verður það að viðurkennast, að það sem af er vetri hefur kallræfillinn haft svo mikið að gera að þeir eru átakanlega fáir föstudagarnir sem hann hefur sinnt þessari skyldu sinni .
Það hefur hinsvegar fylgt afanum alla tíð að bæta sig um áramót. Þau eru nú að verða nokkuð mörg, enda er kallinn ekki nærri eins slæmur og hann var.
Föstudagurinn var því afadagur( fram á hádegi ) og þetta gekk vel hjá okkur afastelpunni.
Ákveðin var hún í fyrra og hefur heldur bætt í með það eins og annað. Nú duga engin undanbrögð við skipulagningu dagsins. Byrjað var á að sækja bókina með vonda drekann og kallinn með síða skeggið og farið ýtarlega yfir þær skelfingar.
Næst var bókin um geiturnar þrjár, sótt í bókakassann. Því miður hefur einhver vondur kall komist í þá bók síðan ég las hana fyrir börnin mín og nú er hún ekki um kjarnafjölskylduna lengur og á allan hátt hundleiðinleg. Myndirnar eru hinsvegar nothæfar svo þær eru notaðar utanum söguþráðinn sem er spunninn jafnóðum.

Nú var komin kaffipása hjá afanum og dótakassinn því dreginn fram. Afastelpan er vön að dunda sér ein, rétt eins og afinn í gamla daga. Og eins og hann, talar hún hástöfum við sjálfa sig en á einhverri mállýsku sem ég skil ekki. Afinn talar enn mikið við sjálfan sig, en það er ákaflega langt síðan hann hætti að gera það upphátt. Þar sem kölkunin ágerist hratt má þó búast við að hann taki þó fljótlega upp á því aftur, en það er þá annarra vandamál.
Það sveif engin kreppa yfir Dalsmynninu þennan föstudagsmorgun.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334