06.09.2009 22:04
Fjallskil í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Nú styttist í göngur og réttir en því fylgir alltaf skemmtileg stemming hjá okkur í sveitinni.
Það er ekki fyrirhafnalaust og koma fénu á endastöð.
Svona líta fjallskilin út hjá okkur á Vesturbakkanum.
FJALLSKILASEÐILL
í Eyja- og Miklaholtshrepp 2009
Fyrri Langholtsrétt fer að þessu sinni fram mánudaginn 21. september og hefst kl. 16:00. en fjallskil eru ekki lögð á vegna fyrri leitar.
Niðurjöfnun fjallskila vegna síðari leitar laugardaginn 3. október,
útrétta og réttarviðgerðar fer hér á eftir:
Hjarðarfellsdalur Hjarðarfell 11 dagsverk leitarstjóri er:
og Seljafell Dalur/Vegamót 2 - Guðbjartur Gunnarsson
Austurfjall Minni - Borg 5 - Sigurbjörn Magnússon
Borg 1
Miðhraun II 3 -
Fáskrúðarbakki 2 -
Skógarnes 1 -
Hjarðarfell 1
Hofsstaðir 1
Lágafellsháls Hofsstaðir 10 - Eggert Kjartansson
Helgafellssveit Hofsstaðir 2 -
Arnarhólsrétt Hjarðarfell 3 -
fyrri Hofsstaðir 1 -
síðari Hjarðarfell 1 -
Ölkeldurétt fyrri Hofsstaðir 1 -
síðari Hofsstaðir 1 -
Viðhald á Langholtsrétt og girðingu fari fram fimmtudaginn 17. september.
Hofsstaðir 1 dagsverk
Hjarðarfell 1 -
Réttarstjóri í Langholtsréttum er Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli.
Til fyrri Þverárréttar skulu Rauðamelsfjall og Svínafell leituð laugardaginn 19. september. Réttað verður sunnudaginn 20. september kl. 13:00.
Önnur leit fer fram laugardaginn 3.október og réttað að lokinni leit um kl: 16:00.
Niðurjöfnun dagsverka: 1. leit 2. leit leitarstjóri er:
Rauðamelsfjall Þverá 2 1
Dalsmynni 1
Kolviðarnes 1 1 Jón Oddsson
Haukatunga I 4 4
Kolbeinsstaðahreppur 1 2
Svínafell Haukatunga syðri II 6 5 Ásbjörn Pálsson
Haukatunga I 1
Kolbeinsstaðahreppur 1 2
Hafursfell Dalsmynni 5 5 Svanur Guðm.
að Núpá Söðulsholt 1 1
Rauðkollsstaðir 1 1
Mýrdalsrétt Haukatunga I ½ ½
Viðgerð á Þverárrétt
Dalsmynni 1
Þverá 1
Haukatunga syðri II 2
Gæslu lögréttar annast Halla Guðmundsdóttir, Dalsmynni
Réttarstjóri í Þverárrétt er Halldór Jónsson, Þverá
Ábúendur jarða skulu smala sín heimalönd og koma óskilafé í tæka tíð til réttar eða í safngirðingar.
Því er treyst að landeigendur leysi ofangreind verk vel og samviskusamlega af hendi og stuðli þannig að því að fé komist í hendur réttra eigenda.
Fjallskilanefnd 6/9 2009
Svanur Guðmundsson.
Halldór Jónsson.
Sigurbjörn Magnússon.
Já þá er alltaf sól.
Þó að það sé rigning.
05.09.2009 20:02
Vatnshrædd folöld og fleira skemmtilegt.
Seinnipartur gærdagsins var helgaður hrossaræktinni að hluta, en þá var öðlingurinn hann Sigur frá Hólabaki rekinn heim ásamt kvennabúri sínu.
Þegar kom að Núpánni leist nokkrum folöldum ekki á blikuna og þo áin líkist nú læk enn meira en vanalega, hefur þeim eflaust þótt þetta rennandi vatn ógnvekjandi fyrirbrigði, enda ekki kynnst neinu slíku á þessu þurrkasumri.
Þau létu sig nú samt hafa það nema eitt, hann Blossi litli frá Fjalli. Hann óð á töltinu fram og aftur um eyrina gamla bóndanum til óblandinnar ánægju.
Svo heyrði mamman angistahneggin.
Og meira að segja ég skildi hneggið sem hann fékk til baka um að láta ekki svona og drífa sig yfir.
Þegar rétti tónninn er notaður þá er betra að hlýða strax og þetta vita bæði folöld og gömlu bændurnir.
Það átti að sóna frá Sigur, slatta af merum en þar sem hann er enn í þeim, voru þær skildar eftir sem grunur lék á að hefðu verið aftarlega í röðinni.
Af 19 sónuðum hryssum voru 15 pottþétt með fyli og þessar 4 + þær ósónuðu fá því að skemmta sér enn um sinn og nú í nýju hólfi.
Hryssuhópurinn af Hestamiðstöðinni sem sónuðust með fyli voru settar niður í flóa og Katla skellti sér á Fjólu frá Árbæ svo hún þyrfti nú ekki að labba niðureftir.
Hér leggur hersingin af stað við áköf hvatningarhróp afastelpunnar sem þótti alltof rólega farið.
Það er svo alveg magnað að hversu afdráttarlaus sem rigningarspáin er þá rignir barasta ekkert eða sáralítið.
04.09.2009 11:00
Sparkvöllurinn í Laugargerðisskóli vígður.
Sparkvöllurinn í Laugargerðisskóla var vígður á fimmtudaginn með miklum stæl.
Stjórnarformaður rekstrarstjórnarinnar Eggert Kjartansson setti vígsluna .
Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar og fulltrúi KSÍ, Jakob Skúlason tóku svo til máls áður en klippt var á borðann.
Það voru 5 ára börnin sem klipptu á borðann en síðan var völlurinn vígður með tveimur eldfjörugum fótboltaleikum .
Yngri stigin kepptu fyrst og síðan fengu gamalmennin að spreyta sig á móti unglingunum.
Það var og er seigt í þeim gömlu sem sýndu ungmennunum í tvo heimana þó sumir þeirra væru á blankskónum og úthaldið kannski ekki upp á 10, 5.
Myndir af því hér. http://laugargerdisskoli.is
En veðrið var auðvitað upp á 10,5 + eins og vanalega á Nesinu.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334