05.09.2009 20:02

Vatnshrædd folöld og fleira skemmtilegt.


  Seinnipartur gærdagsins var helgaður hrossaræktinni að hluta, en þá var öðlingurinn hann Sigur frá Hólabaki rekinn heim  ásamt kvennabúri sínu.

 Þegar kom að Núpánni leist nokkrum folöldum ekki á blikuna og þo áin líkist nú læk enn meira en vanalega, hefur þeim eflaust þótt þetta rennandi vatn ógnvekjandi fyrirbrigði, enda ekki kynnst neinu slíku á þessu þurrkasumri.


 Þau létu sig nú samt hafa það nema eitt, hann Blossi litli frá Fjalli. Hann óð á töltinu fram og aftur um eyrina gamla bóndanum til óblandinnar ánægju.


  Svo heyrði mamman angistahneggin.


 Og meira að segja ég skildi hneggið sem hann fékk til baka um að láta ekki svona og drífa sig yfir.



 Þegar rétti tónninn er notaður þá er betra að hlýða strax og þetta vita bæði folöld og gömlu bændurnir.
 Það átti að sóna frá Sigur, slatta af merum en þar sem hann er enn í þeim, voru þær skildar eftir sem grunur lék á að hefðu verið aftarlega í röðinni.
 Af 19 sónuðum hryssum  voru 15 pottþétt með fyli og þessar 4 + þær ósónuðu fá því að skemmta sér  enn um sinn og nú í nýju hólfi.

 
  Hryssuhópurinn af Hestamiðstöðinni sem sónuðust með fyli voru settar niður í flóa og Katla skellti sér á Fjólu frá Árbæ svo hún þyrfti nú ekki að labba niðureftir.


 Hér leggur hersingin af stað við áköf hvatningarhróp afastelpunnar sem þótti alltof rólega farið.

 Það er svo alveg magnað að hversu afdráttarlaus sem rigningarspáin er þá rignir barasta ekkert eða sáralítið.emoticon 
 
Flettingar í dag: 1407
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 2486
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 448708
Samtals gestir: 41422
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 19:09:29
clockhere