07.09.2009 21:43

Góður gestur og 100 kílóin af hvítagulli á dag.


 Þó komi oft góðir gestir í sveitina fer ekki hjá því að sumir séu betri en aðrir.

 Byggræktunargúrúinn hann Jónatan tilheyrir þeim flokki.

 Hann kom til okkar á laugardaginn til að taka út akrana okkar og stútfylla okkur af margvíslegum fróðleik.

 

 Hér er hann við Judithakurinn í Dalsmynni.  Meiriháttar akur en ekki alveg tilbúinn til þreskingar.
(2.5 ha. = 250 kg + á dag.)

Hann var harður á því að ef dagshitinn næði 10 gr. og akrarnir væru ekki fullþroskaðir bættu 1 ha. við sig 100 kg. fræfyllingu á sólarhring fram að þroska. Þessir 80 ha óþresktu akrar á svæðinu væru því að bæta við sig 8 tonnum á góðum degi ef núllin eru í réttum fjölda hjá mér.

 Allflestir akrarnir okkar voru á því stigi svo við skyldum bíða í 7 - 10 daga með þreskingu.



 Þessi Olsokakur í Hrossholti var kominn það langt að rétt væri að taka hann strax.

Þumalputtareglan væri sú að eftir 15 sept. væri þessi dagshiti ekki að nást og hæpið að byggið bætti við sig eftir þann tíma. Ef ekki gerði næturfrost tæki það þó talsverðan tíma að gulna ef það væri illa þroskað.



 Hér er það Lómurinn á Rauðkollstöðum sem fékk góða einkunn hjá sérfræðingnum. Hann fullyrti að þess væru engin dæmi að Lómurinn tjónaðist í veðri en eftir að hafa heyrt um uppskerubrestinn s.l. haust vegna gæsanna tók hann fram að erfitt væri að rækta það út.



 Nú erum við að gjalda þess hversu seint var sáð í vor, og það er ljóst að Erkilyrkið mun ekki ná fullum þroska þetta árið.


 Þar sem við hjá Yrkjum ehf. viljum halda okkur við úrvalsframleiðslu, munum við bíða rólegir framundir miðjan mánuðinn og vonum okkar vegna og búpeningsins, allt frá rollunum á Brjánslæk til kanínanna suður við Garðskagavita að þetta fjúki nú ekki allt útí buskann fyrir þreskingu.



 Nú eru gæsirnar komnar á túnin hjá okkur og farnar að svifa ógnandi yfir ökrunum og mæla út lendingarstaðina.
 Og svona líta Rauðkollstaðir út frá gæsunum séð þegar þær kíkja í smakkprufu hjá
bóndanum þar.emoticon




 

Flettingar í dag: 2210
Gestir í dag: 486
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427275
Samtals gestir: 39400
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 08:54:18
clockhere