02.11.2013 21:29

Að kenna gömlum hundi að sitja. - Táta frá Brautartungu.

 Mér finnst best að fá hundana í tamningu áður en farið er að nota Þá.

Átta til  tólf mán. meðan vinnuáhuginn er á fullu og Þeir eru vel móttækilegir fyrir leiðsögninni.

Ágætt ef Þeir hafa alist upp við aga, teymast, kunna að hlusta og öll grunnvinna er góð ef menn vita hvað Þeir eru að gera.

 Táta frá Brautartungu var orðin 5 ára Þegar hún kom til mín í vetur.



 Ég hafði reyndar verið beðinn að taka hana fyrr en varðist Þá fimlega, leist ekkert á að taka 4 ára hund í tamningu sem hafði verið haldið frá kindavinnu að mestu.

 Eftir að hafa kynnst tveim afkvæmum hennar býsna vel, Korku og Smala stóðst ég Þó ekki freistinguna að vita hvað ég kæmist með hana svona gamla.

 Þar sem ég var fullbókaður hvað pláss varðaði, var ákveðið að Táta mætti til mín  Þrisvar í viku árla dags, yrði tekin í tvær kennslustundir og sótt aftur um kl 1.

 Þannig átti að nást ígildi mánaðartamningar á rúmum mánuði.

  Eins og ég reiknaði með var Þetta ekki einfalt mál. Táta var greinilega sjálfráð um býsna margt Þó að hún hlýddi öðru, mjög sjálfstæð að eðlisfari og bar minni en enga virðingu fyrir Þessu gamalmenni sem átti að gera hana að nothæfum fjárhundi.

 Það kom Þó fljótt í ljós að áhuginn fyrir kindavinnunni var enn fyrir hendi, meira að segja verulegur en orðinn talvert heftur. Ég orða Þetta oft Þannig Þegar ég er að skoða hunda sem eru orðnir nokkurra ára og hefur verið haldið frá kindavinnu með góðu eða illu að meðfæddir hæfileikar, hafi Þeir verið fyrir hendi, séu komnir inn í skáp.

 Hvort að hægt sé að opna skápinn og ná Þeim út, sé alltaf spurning, stór spurning.

 Hún var samt eldfljót að átta sig á að hjá mér væri bara gaman, og beið óÞreyjufull eftir að komast í tímana sína um leið og mætt var á svæðið .

 Og tamningarplanið var einfalt. Ná samkomulagi um stoppskipunina og innkallið til að byrja með. Það prógramm náðist fljótt í innivinnu og svo var haldið út á tún.


 Vinstri skipun æfð.

 Eins og við var að búast gekk á ýmsu að fá Tátu til að bregðast við skipunum um að fara af stað.  Það Þurfti að vera með lítið tamið, hreyfanlegt fé og áhuginn sem lifnaði stöðugt við, eftir Því sem leið á mánuðinn var driffjöðrin sem gerði Þetta mögulegt.

Ef féð stoppaði, Þá var allt stopp.

 Eins og ég hafði reiknað með var vinnulagið frábært, mjög örugg að fara fyrir hóp sem var kominn á góða siglingu og meðfædd vinnufjarlægð fín. Yfirvegunin sem hafði eflaust verið frábær í upphafi, var orðin ýkt mikil eftir að hafa Þurft að láta sér nægja að horfa á kindur í Þessi ár, án Þess að fá að spreyta sig á Þeim að nokkru gagni.

 Tamningarprógrammið var einfalt, gera Tátu sem öruggasta í útsendingu, koma með hópinn og byrja með hægri/vinstri skipanir Þegar aðstæður buðu upp á Það.


 Og hægri skipunin.

 Þó mér fyndist ganga hægt var ég persónulega mjög ánægður með árangurinn í lok mánaðarkennslu.  Það var búið að ná Því útúr skápunum sem Þurfti til að hægt væri að hafa verulegt gagn af Tátu.

Áhuginn var mikill, Þó hann væri óÞarflega agaður, ákveðnin frábær eftir að hún fór að beita sér og Þegar hún fer að slípast aðeins í alvöruvinnu eru engar líkur á að hún skilji eftir Þó úthlaupin verði löng
  
 
 Eins og ég hef alltaf sagt. Ekkert mál að kenna gömlum hundi að sitja :) .

Svo er bara að tryggja mér tík úr næsta goti emoticon .

28.10.2013 21:18

Að setja sér markmið,- og svo fer allt í klessu.

 Markmiðslaus maður fer trúlega áreynslulítið gegnum lífið, eða hvað ?

 Ég er ekki í Þeim hópi, Þó ég reyni nú ákaft að komast sem áreynsluminnst gegnum lífsins táradal.

 En ég er samt alltaf að setja mér einhver heimskuleg markmið sem ganga svo yfirleitt aldrei, eða seint og illa upp.

 Þegar ég set stefnuna á got hjá afbragðstíkunum mínum á útkoman úr Því að vera mun betri en síðast.

 Hún er Það líka undantekningarlaust. - Þar til kemur að tamningu hvolpanna.

 Meðan ég var í hrossaræktinni kom undantekningarlítið í heiminn á hverju vori folald sem myndi örugglega verða öðrum hrossum betra. Þau komust samt aldrei með framhófana sem gömlu reiðhestarnir mínir höfðu afturhófana.

 Gömlu reiðhestarnir mínir voru nátturulega ræktaðir útaf vinnuhrossunum og tamin af vitleysing sem vissi akkúrat ekkert um tamningar.

Ekkert 200.000. kr. dæmi að koma folaldi í hryssu.

 Síðustu Þrjú árin hafa Þau markmið verið uppi í sauðfjárræktinni að lífgimbrarnar skuli uppfylla lágmarksgæði í holdafari og byggingu.



  Bakvöðvinn sé ekki undir 30 og lærastigunin ekki undir 18. allt annað svo í réttu gæðahlutfalli við Þetta.

 Krafan um blubb móðurinnar var svo að sjálfsögðu ofar öllu öðru.

Þrátt fyrir hátæknibúnað við matið auk fingramats ráðunautsins að viðbættum gríðarlegum upplýsingum í tölvuveri búsins gengur Þessi stefna hægt og rólega.

 Sá áfangasigur náðist Þó í haust að engin gimbur var sett á með lærastigun undir 17.5.

Þær voru svo reyndar fáar með bakvöðva undir 30 svo Þetta er nú kannski allt að koma.

Kannski, eða bara örugglega  Þetta skítasumar sem klúðraði ræktunarmarkmiði sauðfjárræktarinnar Þetta árið.emoticon 

 Nú eru gimbrarnar komnar á hús ásamt Þeim veturgömlu og fengu haustsnyrtinguna sína í dag.


 Baldur og Steinar Haukur  mættu galvaskir og rúðu Þær á mettíma.



 Þeir voru svo snöggir, að Þessir gemsar hér eru ekki búnir að átta sig á hvað er í gangi.

Að sjálfsögðu eru svo engar efasemdir uppi um Það að ásetningsmarkmiðin náist með glans næsta haust.

 Og got vetrarins  skili öflugri smalahundum en nokkru sinni.

Nema hvað ? emoticon



 

20.10.2013 21:20

Super símaraddir og villimennska.

 Konan í símanum var akkúrat með Þessa símarödd sem getur fengið mig til að samÞykkja næstum allan andskotann, ef henni er rétt beitt.

 Sem betur fer, var var hún hvorki að velta fyrir sér tamningu, hvolpakaupum eða að losna við hund sem væri orðinn ofnæmisvaldur.

 Hún var hinsvegar í vandræðum með tíkina sína sem henni fannst ekki fóðrast nógu vel.

 Hún væri að gefa henni nokkurnveginn eftir leiðbeiningum  miðað við Þyngd.

Hvernig ég færi að Þessu.

  Þegar svona rödd er í hinum enda símans er ég ekki með neina útúrsnúninga eða fíflalæti, er hinn orðprúðasti og hvika hvergi af örmjóum vegi sannleikans.

 Og sagði sem satt var, að ég hefði aldrei á æfinni vigtað fóður ofan í hund.

Þetta Þótti konunni firn mikil og vildi vita hvernig ég færi Þá að Því að fóðra hundana rétt.

 Jú , ef mér fyndist Þeir Þola meira fóður bætti ég við Þá, en minnkaði skammtinn ef stefndi í hina áttina .
 Reyndar væru hundarnir mikið lausir hjá mér , væru mikið á hreyfingu og fengju afbragðsfóður og Það eiginlega gerðist bara af sjálfu sér að ég væri mjög ánægður með fóðurástandið á Þeim.

Ekki alveg hlutlaus í málinu en skítt með Það.

 Þá vildi konan vita hvaða fóður ég væri að gefa.

Nú kom í fyrsta sinn dálítið hik á mig, Því ég hafði á tilfinningunni að konan yrði ekki mjög hrifin af fóðrinu mínu, Þ.e.a.s, hundanna.

 Viðurkenndi Þó með semingi að ég fóðraði að langmestu leiti með hráfóðri.

Það varð drjúglöng Þögn og svo vildi konan vita hvernig hráfóðri.

 Nú játaði ég greiðlega að aðaluppistaðan væri hrátt kjöt, oftast innmatur úr stórgripum og svo væri sótt hross í stóðið Þegar færi að lækka í kistunni.

 Verða Þeir ekki grimmir af Þessu spurði konan andaktug og mesti ljóminn horfinn úr röddinni góðu yfir Þessari villimennsku.

 Ég fullvissaði konuna um Það að grimmdin kæmi úr  ræktuninni, nema í einhverjum undantekningartilfellum Þar sem tækist að framkalla grimmd vegna einhverra  óhappa í uppeldinu.
 
Algjörlega útilokað að rekja grimmd til fóðursins.

 Ég held svei mér Þá að konan hafi trúað mér enda fór hún ekki frekar í Þessa sálma en vildi nú fá að vita hort ég gæti gefið henni góð ráð með tíkina sína.

 Ég mat stöðuna Þannig að ekki Þýddi að mæla með hráfóðurgjöf, sagði henni að hætta að vigta matinn og gefa tíkinni ríflega.

 Svo mætti gefa henni kjötafganga helst með fitunni, nú soðna eða hráa eftir smekk.

Ef hún færi að braggast óÞarflega væri bara slegið af aftur.

 Kannski væri Þó öruggast að fara yfir Það með dýralækni eð hundafóðurfræðing hvort hún væri að gefa alvörufóður eða eitthvað helv. hismi eða fyllifóður.

  Konan Þakkaði mér með virktum fyrir "fróðleikinn" og kvaddi síðan.

Komin aftur með Þessa eðalsímarödd.



 Ég fór hinsvegar og hleypti út hundunum mínum og annarra.
 
Já svei mér Þá, í nákvæmlega réttu holdafari og glansandi á feldinn.emoticon 
 
Og grimmd, hvað er nú Það ?emoticon 
  
Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803354
Samtals gestir: 65136
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:19:28
clockhere