02.11.2013 21:29

Að kenna gömlum hundi að sitja. - Táta frá Brautartungu.

 Mér finnst best að fá hundana í tamningu áður en farið er að nota Þá.

Átta til  tólf mán. meðan vinnuáhuginn er á fullu og Þeir eru vel móttækilegir fyrir leiðsögninni.

Ágætt ef Þeir hafa alist upp við aga, teymast, kunna að hlusta og öll grunnvinna er góð ef menn vita hvað Þeir eru að gera.

 Táta frá Brautartungu var orðin 5 ára Þegar hún kom til mín í vetur.



 Ég hafði reyndar verið beðinn að taka hana fyrr en varðist Þá fimlega, leist ekkert á að taka 4 ára hund í tamningu sem hafði verið haldið frá kindavinnu að mestu.

 Eftir að hafa kynnst tveim afkvæmum hennar býsna vel, Korku og Smala stóðst ég Þó ekki freistinguna að vita hvað ég kæmist með hana svona gamla.

 Þar sem ég var fullbókaður hvað pláss varðaði, var ákveðið að Táta mætti til mín  Þrisvar í viku árla dags, yrði tekin í tvær kennslustundir og sótt aftur um kl 1.

 Þannig átti að nást ígildi mánaðartamningar á rúmum mánuði.

  Eins og ég reiknaði með var Þetta ekki einfalt mál. Táta var greinilega sjálfráð um býsna margt Þó að hún hlýddi öðru, mjög sjálfstæð að eðlisfari og bar minni en enga virðingu fyrir Þessu gamalmenni sem átti að gera hana að nothæfum fjárhundi.

 Það kom Þó fljótt í ljós að áhuginn fyrir kindavinnunni var enn fyrir hendi, meira að segja verulegur en orðinn talvert heftur. Ég orða Þetta oft Þannig Þegar ég er að skoða hunda sem eru orðnir nokkurra ára og hefur verið haldið frá kindavinnu með góðu eða illu að meðfæddir hæfileikar, hafi Þeir verið fyrir hendi, séu komnir inn í skáp.

 Hvort að hægt sé að opna skápinn og ná Þeim út, sé alltaf spurning, stór spurning.

 Hún var samt eldfljót að átta sig á að hjá mér væri bara gaman, og beið óÞreyjufull eftir að komast í tímana sína um leið og mætt var á svæðið .

 Og tamningarplanið var einfalt. Ná samkomulagi um stoppskipunina og innkallið til að byrja með. Það prógramm náðist fljótt í innivinnu og svo var haldið út á tún.


 Vinstri skipun æfð.

 Eins og við var að búast gekk á ýmsu að fá Tátu til að bregðast við skipunum um að fara af stað.  Það Þurfti að vera með lítið tamið, hreyfanlegt fé og áhuginn sem lifnaði stöðugt við, eftir Því sem leið á mánuðinn var driffjöðrin sem gerði Þetta mögulegt.

Ef féð stoppaði, Þá var allt stopp.

 Eins og ég hafði reiknað með var vinnulagið frábært, mjög örugg að fara fyrir hóp sem var kominn á góða siglingu og meðfædd vinnufjarlægð fín. Yfirvegunin sem hafði eflaust verið frábær í upphafi, var orðin ýkt mikil eftir að hafa Þurft að láta sér nægja að horfa á kindur í Þessi ár, án Þess að fá að spreyta sig á Þeim að nokkru gagni.

 Tamningarprógrammið var einfalt, gera Tátu sem öruggasta í útsendingu, koma með hópinn og byrja með hægri/vinstri skipanir Þegar aðstæður buðu upp á Það.


 Og hægri skipunin.

 Þó mér fyndist ganga hægt var ég persónulega mjög ánægður með árangurinn í lok mánaðarkennslu.  Það var búið að ná Því útúr skápunum sem Þurfti til að hægt væri að hafa verulegt gagn af Tátu.

Áhuginn var mikill, Þó hann væri óÞarflega agaður, ákveðnin frábær eftir að hún fór að beita sér og Þegar hún fer að slípast aðeins í alvöruvinnu eru engar líkur á að hún skilji eftir Þó úthlaupin verði löng
  
 
 Eins og ég hef alltaf sagt. Ekkert mál að kenna gömlum hundi að sitja :) .

Svo er bara að tryggja mér tík úr næsta goti emoticon .
Flettingar í dag: 1459
Gestir í dag: 142
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 403200
Samtals gestir: 36639
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 23:21:17
clockhere