11.05.2014 04:13
Vorið góða grænt og .....
Vorið er ekkert að læðast að okkur í þetta sinn heldur kemur á svona hraða eins og manni fannst það alltaf hafa komið í gamla daga.
Áttum það náttúrulega inni eftir veturinn.
Allri sáningu lokið fyrir 10 maí sem er skemmtilegur viðsnúningur frá því í fyrra og akrarnir voru í óskastöðu í sáningunni sem er alltof sjaldgæft.
Yngri bóndinn er á þessu úthaldi Hestamiðstöðvarinnar sem tætir, sáir og kemur niður áburði, allt í sömu ferðinni. Þar sem hann sá um plæginguna þetta vorið hef ég varla komið nálægt akuryrkjunni sem er nú bæði gott og slæmt.
Hér er verið að strekkja netið í um km. langri girðingu sem lenti inni í vetrinum en þarf að klára áður en féð fer út.
Ekkert mál að gera það.
Þetta er þó bara hluti af um 2.5 km. nýgirðingu sem mun halda utanum um féð á niðurlandinu en það hefur haft óþarflega mikið umleikis af ökrum og nýræktum vor og haust.
Sauðburðurinn gengur bara nokkuð vel .
Það sem helst slær á ánægjuna er að nokkrar einlembur voru fullbráðar á sér með burðartímann og fóru framúr þrílembunum sem áttu að redda þeim viðbótarlambi.
Nú verður þeim hent út ásamt hrútum því fæðingardeildin er að fyllast .
Þessi tveggja daga mynd er orðin úrelt og ótrúlegt hvað hægt er að setja margt inn í svona stíur um leið og lömbin er 1 - 2. sólahringa gömul.
Ég stóðst ekki freistinguna að smella á þessar tvævetlur sem voru að næra sig fyrir tilvonandi móðurhlutverk. Sýnist að þessar hafi staðist 18 stiga læramarkmiðið ásetningshaustið.
Reyndar var kominn mikill óhugur í okkur eftir að 5 fyrstu tvævetlurnar komu með seinna lambið dautt, hver á fætur annarri.
3 fyrstu alveg nýdauð en í hinum tveim hafði annað fóstrið drepst fyrir nokkru.
Ekki álitlegt, en aldrei þessu vant höfðu verið talin 2 fóstur í nánast öllum tvævetlunum.
Sem betur fer virðist þetta verið komið í rétta gírinn og þær skila sínum tveim lömbum sprelllifandi . 7 -9-13.
Það er svo skemmtileg nýbreytni að mega keyra framleiðslugetu kúnna og fjóssins í botni án þess að hafa nokkrar áhyggjur af kvóta....... .
Enda féllu dagsframleiðslumetin hvert á fætur öðru í síðasta mánuði.
Já, nú er svo bara beðið eftir því hvað vorhretið í maí verður kröftugt til að ná manni niður á jörðina. Hehe.
05.05.2014 05:25
Allt að gerast í sveitapólitíkinni + gömul spakmæli.
25.04.2014 20:49
Alltaf til gleðigjafar endalaust.
Árstíðirnar leggjast misþungt á okkur bændaskarfana .
Nú er annasamasti hluti ársins brostinn á fyrir nokkru og það verður allt á útopnu út maímánuð.
Botnlaus blíðan síðustu dagana gerir þetta enn skemmtilegra og það að fá hvern logndaginn á fætur öðrum í mykjudreifinguna er eins og að vinna í lottóinu.
Þessi 18 t. mykjudreifari barst líka upp í hendurrnar á okkur eins og hver annar lottóvinningur og það var alveg sérstaklega ánægjulegt að eiga viðskipti við Skeiðamenn. Fá 10,5 fyrir sanngirni og orðheldni.
Kom mér reyndar ekki á óvart því konan sem hefur komið mér gegnum lífsins ólgusjó síðustu, tæpu 40 árin er einmitt fædd og uppalin á Skeiðunum.
Já, þannig að mykjudreifingu lýkur vonandi á morgun.
Vorboðinn í áburðarsekkjunum er samt ekki ókeypis og nú fer ég að verða búinn að kanna notkun næstum allra áburðartegunda sem í boði eru. Enginn hefur þó slegið út þjónustuna sem þessi flutningsaðili bauð, BB og synir Stykkishólmi. Ég gerði ekkert nema vísa honum á staðinn fyrir áburðinn og hann sá um losunina sjálfur.
Það er óskaplega langt síðan hér hafa verið hross á húsi en nú er loksins búið að gera stíurnar klárar í fjárhúsinu og komnir inn 4 snillingar . Tveir margreyndir og tveir verðandi, verða teknir til kostanna af verknemanum og yngri dótturinni.
Óþarft að taka fram að ég mun ekki verma hnakkinn fyrr en að loknum sauðburði.
Næst á dagskrá er að koma upp burðarstíum , klára girðingarvinnu sem lenti inní vetrinum og taka á móti tæplega 300 lömbum.
Yngri bóndinn mun hinsvegar tvíhenda sér í akuryrkjuna um leið og sígur úr ökrunum.
Í þeim málaflokki er þó hægt að hugga sig við það, að útkoman úr þeirri búgreininni getur ekki orðið lakari en í fyrra.
Alltaf hægt að finna eitthvað sem kætir mann.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334