01.06.2014 22:46

Sauðfé á fjall og sveitarstjórn kosin

Hlíðin tók vel á móti undanfarahópnum í dag í þokusudda en hlýju veðri.

 Þetta er með alfyrsta móti sem ég prófa að setja hóp uppfyrir en svo ræðst framhaldið af því hvort þær tolla innfrá eða leita til baka óánægðar með hvað í boði er.


 Mér finnst gróðurinn vera kominn mun lengra en um 12 júní í fyrra þegar ég byrjaði að setja uppfyrir.

 Enda líst mér ekkert á hvað styttist í slátt.

 Það voru svo framdar sögulegar kosningar í Eyja - og Miklaholtshrepp í gær eða alvöru listakosningar í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.


 Kjörstjórnin frá v. Jón í Kolviðarnesi formaður. Ingunn í Holti og Guttormur í Miklaholtsseli.

Hér tekur Valgarð í Gröf, kosningarstjóri F listans við seðlinum sínum í byrjun kosningar að öllum formlegheitum loknum.

  Kjörstjórnin þurfti að kynna sér rækilega hvernig standa ætti að þessu og gerði þetta allt með miklum sóma.

   H listinn Betri byggð fékk 55 atkvæði og 3 menn.

 Eggert Kjartansson á Hofstöðum sem er oddvitaefni listans. Atli Sveinn Svansson Dalsmynni og Katrín Gísladóttir á Minni Borg.

L listinn Sveitin, fékk 43 atkvæði og tvo menn.

Þröst Aðalbjarnason Stakkhamri og Sigrúnu Erlu Eyjólfsdóttir á Vegamótum.


Þarna var trúlega slegið þátttökumet því 95 % kjósenda mættu á kjörstað.  99 gr. atkvæði og var 1 atkvæði úrskurðað ógilt.

 Þetta verður öflug sveitarstjórn og ætti að geta unnið vel saman að framgangi góðra mála í sveitinni. 


Til hamingju með þetta öllsömul.



Skýringin í tilurð listakosningar er í bloggi hér neðar síðan 5 maí.

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 417730
Samtals gestir: 37913
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 07:58:46
clockhere