16.10.2014 08:22
Haustannállinn .
Það verða alltaf viss skil í haustinu þegar flutningabíllinn fer með sláturféð í hvíta húsið.
Slaknar á öllu, þó endalaus verkefnin séu alltaf fyrir hendi.

Eftir að stytti upp leikur veðrið við okkur þó gosmistrið slái aðeins á kætina. Bygguppskeran náði neðstu lægðum annað árið í röð og nú má passa sig á að fara alls ekki að reikna út " hagnað " og meðaltöl .

Ekkert svona í boði þetta árið.
Það gæti alveg eyðilagt góðu áhrifin frá betra tíðarfari. Meira að segja hálmuppskeran varð að einhverju pínulitlu í stórrigningunum. Meðalvigtin á eðallömbunum var kg. minni en í fyrra en þá var hún kg. minni en árið þar áður. Spurning hvernig það endar
.

Heimturnar eru orðnar ásættanlegar . Vantar nokkur stök lömb og eina veturgamla með lambi. Sú mætti gjarnan skila sér .
Ég á samt inni eftirleitaskrepp hér á fjallgarðinum því búið er að staðsetja 3 dilkær sem komið hafa inná svæðið eftir smalamennskur og eftirleitir.

Staðsetningin á þeim er auðvitað þannig að það munu fara 3 dagar í að ná þeim.
Og náttúrulega allar ókunnugar.
.

Á hverju hausti velti ég því fyrir mér að ef ég gæti sent eigendunum reikning fyrir mig, fjórhjólið og hundana við að ná þessum eftirlegukindum, myndu þær hætta að vera til á örfáum árum.
Langt síðan ég ræktaði út hjá mér kindur sem skila sér ekki í fyrstu smalamennskum.

Nú liggur svo fyrir að draga undan smala og ferðahestunum ásamt tamningafolunum og þeir verða síðan trúlega í fríi fram á næsta vor .
Og eins og vanalega mun ég trúlega lifa af skammdegið sem nú hellist yfir, í vissu þess að það sé ekki svo langt í að daginn taki að lengja á ný.
Þó ég verði nú trúlega lítill inni í mér eins og stundum gerist í skammdeginu.
En þá er bara að vona að vorið og sumarið sem væntanlega mun hellast yfir mann áður en lýkur muni verða aldeilis frábært.



Já nú er bara að sökkva sér niður í pælingar um ótroðnar slóðir, gamalla hestaleiða næstu vikurnar.

Skrifað af svanur
03.10.2014 08:40
Sýnishorn úr stuttri glímu í Hafursfellinu.
Ég hafði fylgst með einlembu í Þverdalnum nokkra daga og beðið eftir að það færi saman laus tími hjá mér og sú einlembda lækkaði sig í dalnum.
Svo var það einn sunnudagsmorguninn að komið höfðu í dalinn tvær tvílembur í viðbót. Voru rólegar framyfir hádegið svo hækkuðu þær sig uppundir kletta austan Þverdalsins þá var ákveðið að taka létta æfingu með hundana og tengdasoninn.
Þetta varð mikill sprettur inn hlíðina þar til hundarnir komust uppfyrir og inn fyrir hópinn.
Fénu lá svo mismikið á þegar hundarnir beindu þeim niður. Einlemban og önnur tvílemban fóru á fullri ferð . Aðrir tvílembingarnir voru hinsvegar búnir að fá nóg af spretthlaupum og lögðust báðir með um hundrað m. millibili.
Hin tvílemban , mórauð forystuær hafði hinsvegar tekið upp nýja varnaraðferð frá síðasta hausti þegar hún kom í fyrri leitinni og stoppaði ásamt lömbunum hvar sem hún fann barð eða stein sem hún sá skjól í.
Þegar búið var að koma forystunni og lömbunum tveim niður á jafnsléttu var farið að huga að þeim sem undan höfðu komist.
Svona gengur þetta allt haustið . Svæðið dauðhreinsað í leitinni eins og núna en síðan kemur fé inná það einhverstaðar af fjallgarðinum , Sumt langt að komið.
Skrifað af svanur
28.09.2014 21:47
Smaladagur með hefðbundnum ævintýrum.
Það var niðaþoka og rigning. Smölunarverkefnið þennan daginn var vestanverður Núpudalurinn. Spáin var samt ákaflega jákvæð, lofað að létta myndi til um kl. 10 - 11 samkvæmt fleiri en einum spámiðli.













Hér erum við Iðunn að taka smá pásu áður en lagt er upp í Eyjalágarnar. Og það stóð á endum að þegar kom að gangnaskilum varð smalaljóst og þó þokan lægi niður í hlíðarnar var skyggnið þó í góðu lagi.
Allt fullt af fé í Þórarinsdalnum en mæðgurnar Korka og Ronja náðu strax tökum á því og það rann mótþróalaust réttar götur yfir í Seljadalinn.
Þar kom strax babb í bátinn.
Þegar ég var að þvera hann mun ofar en venjulega, kem ég auga á kindur fyrir ofan mig.
Neðst í þokunni alveg upp undir klettum .
Með viðeigandi munnsöfnuði snerum við Stígandi við, komum okkur í hvarf frá rollunum og lögðum á brattann upp skriðuna, upp á efsta hjallann í dalbotninum. Til að sjá kindurnar þurfti ég að koma tíkunum yfir hæð fyrir ofan mig en þar var svo gil milli kindanna og þeirra.
Þar sem kindurnar höfðu séð mig tók ég ekki sénsinn á að tapa þeim upp í þokuna en sendi mæðgurnar út í þeirri von að þær myndu koma auga á féð um leið og þær sæu yfir hæðina.

Það stóð á endum að þegar hæðinni var náð sá ég engar kindur en mæðgurnar hverfa í þokuna.
Auðséð að þær höfðu náð að staðsetja kindurnar því báðar voru á fullri siglingu, Ronja sem fer aðeins þrengra út var í trúverðugri stefnu og Korka talsvert meira til hægri.

Það var ekki leiðinlegt að sjá þær birtast með dilkærnar á hárréttum hraða og með fulla stjórn á aðstæðum.

Mæðgurnar stýrðu þeim svo af miklu öryggi niður á götu og segir ekki meira að þessum fénaði.
Til að gera langa sögu stutta er ævintýrunum frá þessu þokudæmi til innrekstursins sleppt, en ævintýrið á lokakaflanum á þjóðveginum var allavega myndað mjög rækilega af vel græjuðum asíubúum . Örugglega verið þeim dýrmætt myndefni
.


Hér er Hrossholtsmæðgur á síðustu metrum smalamennskunnar.

Og Aron Sölvi að koma lagi á eitthvað sem er komið útaf götunni.

Einhvernveginn tókst að hanna réttina þannig að það gengur alveg einstaklega vel að koma safni inn í hana. Engin brjálæðisköst tekin við það.


Restin að koma sér innfyrir.

Hér er Svandís Svava komin með smalastafinn og lögð af stað að finna hana Bíldu.

Já, og þarna er hún út við grindina.

Það tók rúma tvo tíma að renna safninu um 500 fjár gegnum rögunarganginn en ein umferð dugði til að flokka þennan daginn. Sleppt úr honum í 3 áttir.
Hér fyrir ofan er síðan verið að vigta og merkja það sem sleppur gegnum nálaraugað og verður ómskoðað og stigað.
Það er næsta sauðfjárverkefni hér, Síðan förgun, en allt sláturfé er tekið sama daginn.
Svo byrjar nýr árhringur í sauðfjárbúskapnum
.


Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334