03.10.2014 08:40

Sýnishorn úr stuttri glímu í Hafursfellinu.

  Ég hafði fylgst með einlembu í Þverdalnum nokkra daga og beðið eftir að það færi saman laus tími hjá mér og sú einlembda lækkaði sig í dalnum.


 Svo var það einn sunnudagsmorguninn að komið höfðu í dalinn tvær tvílembur í viðbót.  Voru rólegar framyfir hádegið svo hækkuðu þær  sig uppundir kletta austan Þverdalsins þá var ákveðið að taka létta æfingu með hundana og tengdasoninn.


 Þetta varð mikill sprettur inn hlíðina þar til hundarnir komust uppfyrir og inn fyrir hópinn.
 Fénu lá svo mismikið á þegar hundarnir beindu þeim niður. Einlemban og önnur tvílemban fóru á fullri ferð  .  Aðrir tvílembingarnir voru hinsvegar búnir að fá nóg af spretthlaupum og lögðust   báðir með um hundrað m. millibili.

Hin tvílemban , mórauð forystuær hafði hinsvegar tekið upp nýja varnaraðferð frá síðasta hausti þegar hún kom í fyrri leitinni og stoppaði ásamt lömbunum hvar sem hún fann barð eða stein sem hún sá skjól í.
Þegar búið var að koma forystunni og lömbunum tveim niður á jafnsléttu var farið að huga að þeim sem undan höfðu komist.


  Svona gengur þetta allt haustið . Svæðið dauðhreinsað í leitinni eins og núna en síðan kemur fé inná það einhverstaðar af fjallgarðinum , Sumt langt að komið.
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418156
Samtals gestir: 37985
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 21:54:01
clockhere