03.06.2008 00:00
Hvolpar og kindur.
Rétti liturinn og trúlega allir þrílitir í þokkabót.
Það standa öflugar ættir að þessum krílum. Móðirin undan Kát á Bergi, sem er að gefa afbragðs smalahunda, og faðirinn undan Skessu og Tígli margföldum Íslandsmeisturum í fjárhundakeppnum.
Getur þú ekki geymt Mýru fyrir okkur í nótt, við erum að fara með hross í bæinn í kynbótadóm spurði dóttir mín kæruleysisleg í röddinni. Ekkert mál sagði ég, á leiðinni út á hestbak, settu hana í endabúrið. Um leið og ég var að loka dyrunum bætti dóttirin við, það gæti svo aðeins verið að hún gyti í nótt!!... Og kl rúmlega 11(23) kom fyrsti hvolpurinn og sá áttundi kom um níuleytið í morgun. Ég ætla nú ekkert að leggja mat á þessi hvolpaskoffín en liturinn á þeim er fínn . Sumir eru meir að segja hreinkjömmóttir eins og góðir B C. eiga að vera. Pabbinn hann Skrámur frá Dalsmynni er dálítið glannalegur á litinn ,það erfðist ekki hér, en tilvonandi eigenda vegna vona ég að hvolparnir sæki sem mest í hann að öðru leiti. Enda finnst mér stundum að amman komi sterkar fram í barnabörnunum en afkvæmunum.
Nú eru kindurnar allar komnar út nema tvær .Önnur bar í kvöld en það er vika í hina.
Tvílembdu gemlingarnir og flestar þrílemburnar eru á vakki hér í kring því ekki þótti þorandi að sleppa þeim í sollinn neðan vegar strax. Nokkrar eru komnar í fjallið .Þær láta sig hverfa inneftir sem er góðs viti. Þessar neðan vegar eru orðnar órólegar þrátt fyrir lúxus beitilönd. Þær eru farnar að leita upp að hliði og láta sig greinilega dreyma um eitthvað annað en flatlendið. Bóndinn hefur fullan skilning á því, en ætlar að bíða í nokkra daga enn með að gefa húsfreyjunni upprekstrarleyfi. Þegar það er fengið fer hún að dunda við það að koma þeim í smáhópum uppeftir.
Og það er ljóst að gistinæturnar hennar Mýru verða fleiri en ein.

Skrifað af svanur
01.06.2008 09:32
Skólaslit í Laugargerði.
Þessir vinir mínir,Tumi í Mýrdal og Þórður í Laugargerði slógu í gegn á skólaslitunum.
Laugargerðisskóla var slitið með pompi og prakt í gær. Nýi skólastjórinn okkar , Kristín Björk stjórnaði þessu af mikilli röggsemi. Þarna voru m.a. mætt, fyrsti skólastjórinn , Sigurður Helgason og hún Jóhanna, sem vegna veikinda þurfti að hætta skólastjórn síðastliðið sumar mætti hin hressasta.
Þau voru síðan 9 sem mættu úr hópnum sem útskrifaðist fyrir 40 árum og rifjuðu upp gamlar minningar sem eru auðvitað bara góðar eftir þennan tíma. Sigurður leiddi okkur síðan inn í fyrstu ár skólans með um 130 nem. Þá var heimavist við lýði og nemendahópnum skipt upp í þriggja vikna tímabil . Þrjár vikur í skóla,þrjár vikur heima.
Það er alltaf gaman að komast innan um svona ungmenna og barnahóp hvort sem er á árshátíðum eða skólaslitum og maður fyllist bjartsýni á framtíðina. Við Kolbrún Katla áttum þarna góða stund sem var síðan toppuð með kökunum hennar Áslaugar matráðskonu.
Það er svo komið inn myndaalbúm með sýnishornum (teknum af Sig.Jóns.) af ræktunarstarfinu (mannræktinni) sem er í gangi hér á suðaustanverðu nesinu.
Skrifað af svanur
31.05.2008 08:45
Selir og sveitalubbar.
Það varð uppi fótur og fit hjá selaþvögunni framundan Þórishamrinum þegar við Atli Sveinn komum fram á brúnina þar sem varnarlínan lokar fjörunni að hamrinum. Þeir lágu á sandinum við álinn sem næstur var, en undanfarin ár hafa þeir legið einum ál utar.
Þeir voru heppnir að ég var með, því annars er óvíst að sá yngri hefði getað stillt sig með riffilinn í aftursætinu. Þegar við fórum að loka girðingunni komu þeir næstu í 40 -50 m. fjarlægð og virtu þessa sveitalubba fyrir sér af mikilli athygli. Þeir eru í kindabyssufæri muldraði sá yngri og sló hamrinum í stálfiskikar sem stóð þarna sem kjölfesta í girðingunni. Umsvifalaust hvarf hver einasti haus undir yfirborðið og leið drykklöng stund þar til þeir birtust á ný hver á fætur öðrum. Þegar þeir komu úr kafinu litu þeir rannsakandi hringinn í kringum sig , líkt og þeir væru að telja félagana.
Fjaran þarna er breytileg frá ári til árs og í fyrra leist mér ekkert á þróunina, því sandurinn hafði hækkað og állinn lá fjær berginu og var grynnri en undanfarin ár.
Nú var skipt um og greinilega gengið á ýmsu í vetur. Grjóturðin lamist upp og hækkað við bjargið en sandfjaran lækkað og állinn dýpkað og lá nú nær bjarginu en ég hef séð áður. Þetta var til nokkurs hagræðis fyrir girðingarmenn sem luku verkinu á mettíma enda rigning og byrjað að falla að. Nú er lokið að fara fyrstu umferð með varnarlínunni nema efst í fjallinu og hef ég aldrei lokið þessu í maí fyrr.
Batnandi mönnum er best að lifa.
Þeir voru heppnir að ég var með, því annars er óvíst að sá yngri hefði getað stillt sig með riffilinn í aftursætinu. Þegar við fórum að loka girðingunni komu þeir næstu í 40 -50 m. fjarlægð og virtu þessa sveitalubba fyrir sér af mikilli athygli. Þeir eru í kindabyssufæri muldraði sá yngri og sló hamrinum í stálfiskikar sem stóð þarna sem kjölfesta í girðingunni. Umsvifalaust hvarf hver einasti haus undir yfirborðið og leið drykklöng stund þar til þeir birtust á ný hver á fætur öðrum. Þegar þeir komu úr kafinu litu þeir rannsakandi hringinn í kringum sig , líkt og þeir væru að telja félagana.
Fjaran þarna er breytileg frá ári til árs og í fyrra leist mér ekkert á þróunina, því sandurinn hafði hækkað og állinn lá fjær berginu og var grynnri en undanfarin ár.
Nú var skipt um og greinilega gengið á ýmsu í vetur. Grjóturðin lamist upp og hækkað við bjargið en sandfjaran lækkað og állinn dýpkað og lá nú nær bjarginu en ég hef séð áður. Þetta var til nokkurs hagræðis fyrir girðingarmenn sem luku verkinu á mettíma enda rigning og byrjað að falla að. Nú er lokið að fara fyrstu umferð með varnarlínunni nema efst í fjallinu og hef ég aldrei lokið þessu í maí fyrr.
Batnandi mönnum er best að lifa.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334