31.05.2008 08:45

Selir og sveitalubbar.

  Það varð uppi fótur og fit hjá selaþvögunni framundan Þórishamrinum þegar við Atli Sveinn komum fram á brúnina þar sem varnarlínan lokar fjörunni að hamrinum. Þeir lágu á sandinum við álinn sem næstur var, en undanfarin ár hafa þeir legið einum ál utar.
  Þeir voru heppnir að ég var með, því annars er óvíst að sá yngri hefði getað stillt sig með riffilinn í aftursætinu. Þegar við fórum að loka girðingunni komu þeir næstu  í  40 -50 m. fjarlægð og virtu þessa sveitalubba fyrir sér af mikilli athygli. Þeir eru í kindabyssufæri muldraði sá yngri og sló hamrinum í stálfiskikar sem stóð þarna sem kjölfesta í girðingunni. Umsvifalaust hvarf hver einasti haus undir yfirborðið og leið drykklöng stund þar til þeir birtust á ný hver á fætur öðrum. Þegar þeir komu úr kafinu litu þeir rannsakandi hringinn í kringum sig , líkt og þeir væru að telja félagana.

  Fjaran þarna er breytileg frá ári til árs og í fyrra leist mér ekkert á þróunina, því sandurinn hafði hækkað og állinn lá fjær berginu og var grynnri en undanfarin ár.
  Nú var skipt um og greinilega gengið á ýmsu í vetur. Grjóturðin lamist upp og hækkað við bjargið en sandfjaran lækkað og állinn dýpkað og lá nú nær bjarginu en ég hef séð áður. Þetta var til nokkurs hagræðis fyrir girðingarmenn sem luku verkinu á mettíma enda rigning og byrjað að falla að.  Nú er lokið að fara fyrstu umferð með varnarlínunni nema efst í fjallinu og hef ég aldrei lokið þessu í maí fyrr.

     Batnandi mönnum er best að lifa.
Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418017
Samtals gestir: 37954
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:54:31
clockhere