03.04.2009 20:22
Góðir dagar og slæmir.
Stundum kemur alveg meiriháttar gott veður hér á Nesinu.
Þar sem dálítið vantar á að það sé ríkjandi hér 365 daga á ári, kunnum við afar vel að meta þessa daga sem falla undir þá veðurlýsingu.
Svona var fjallasýnin á sunnudaginn í stafalogni um hádegisbil.
Það var ekki mjög erfið ákvörðun fyrir Dalsmynnisbændur eftir að ljúka við rúning tvævetlanna fyrir hádegi, að fresta því að klippa þær 50 kindur sem áttu að liggja seinnipartinn og skella sér á fjöll.
Núpáin var frekar slök þar sem hún dólaði til sjávar, alauð frá upphafi til enda.
Veðurspáin hafði verið dálítið ógnandi fyrir seinnipartinn svo gamli bóndinn var athugull á skýjafarið.
Skýjabólstrarnir sem voru að hellast yfir Svörtufjöllin og Skyrtunnuna sögðu okkur að þarna uppi væri veðrið að snarversna.
Þegar kom upp í Brekkurnar þyngdist færið. Greinilega ekki náð að slakna nóg þarna uppi til að gefa gott fjórhjólafæri,
Með því að fara austar í brekkurnar komumst við upp og þar var skafrenningur og lágskýjað.
Enda ekki slugsað lengi þar.
Það var ennþá blíða niðri en það átti eftir að breytast.
Tveim tímum seinna var kominn blindbylur og síðan búið að vera drullufúlt veður alla vikuna.
Ekki hundi/kindum út sigandi.
Já svona er lífið.
02.04.2009 08:52
Nettengingin á sunnanverðu Nesinu.
Það hrúgaðist inn pósturinn hjá mér þegar nettengingin hrökk í samband fyrir stuttu.
Sambandið er búið að vera afar þungt og meira og minna úti síðustu dagana. Það er ljóst að samningurinn sem gerður var um þessa þjónustu, er ekki efndur og kominn tími á að verksalinn leggi fram, hvaða lausnir koma til greina til að leysa þetta varanlega, og í líkingu við það sem samningurinn hljóðar uppá.
Á svæðinu er búið (að sögn) að koma upp góðu, öflugu tengineti og vandamálið er að koma nógu öflugri tengingu inn á þetta net.
Og það duga okkur ekki útskýringar á því hversvegna þetta er svona.
Nú er tíminn og þolinmæðin einfaldlega endanlega þrotin, og verksalinn verður að sýna fram á lausnir á vandamálinu.
Annars verður verkkaupandinn að skoða með hvað hætti hann tryggir best hagsmuni notendanna vegna vanefnda á samningnum.
30.03.2009 07:52
Vatnsnesingar og menningarferðir.
Núna er tíminn fyrir allskonar menningarferðir og til marks um það komu þrír hópar í Hestamiðstöðina á laugardaginn, sauðfjárbændur af Vatnsnesinu voru þar um kl 11 og kl. 2 og 5 mættu síðan sinn hvor hestamannahópurinn.
Einar hefur trúlega þurft að bæta nokkrum sinnum á þennan yfir daginn.
Ég og frúin komu aðeins að móttökunni á rollubændunum enda nýbúin að sækja nokkra þeirra heim svo sem frægt er orðið.
Þetta var tæplega 30 manna hópur og skemmtilegt að sjá hvað mikið er af ungu fólki búandi á Vatnsnesinu.
Þar sem væntanlega var erfiður dagur framundan hjá fjárbændunum var boðið upp á kraftmikla Snæfellska kjötsúpu að hætti Dalsmynnis. Þar sem þarna var álitlegur markhópur fyrir fjárhundaræktendur á ferðinni, var tilvonandi ræktunartík gripin með, ásamt nokkrum kindum.
Það gekk ágætlega að sýna gríðarlegan vinnuáhugann og ýmsa ágæta takta en þegar sýna átti takmarkalausa hlýðnina kom í ljós að þetta var ekki góður dagur hjá okkur Snilld svo spurning er hvernig markaðsátakið tókst?
Hvað skyldi Snilld hafa verðið að bralla þarna?
Eftir að hafa skoðað dótakassann hjá Einari, húsmæðrunum til mikillar hrellingar var haldið niður í byggþurrkun þar sem hópurinn komst í annan dótakassa. Þar fræddi þurrkunarstjórinn, Þverárbóndinn, ferðalangana um leyndardóma byggþurrkunarinnar.
Þau héldu síðan áfram á vit sauðfjárbænda í Kolbeinstaðarhreppnum og ráðgerðu að ljúka ferðinni með fjósaskoðun í Hraunhreppnum.
Gaman að þessu.
Það eru svo fleiri myndir í albúmi.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334