30.03.2009 07:52

Vatnsnesingar og menningarferðir.

   Núna er tíminn fyrir allskonar menningarferðir og til marks um það komu þrír hópar í Hestamiðstöðina á laugardaginn, sauðfjárbændur af Vatnsnesinu voru  þar um kl 11 og kl. 2 og 5 mættu síðan sinn hvor hestamannahópurinn.

                       
                 Einar hefur trúlega þurft að bæta nokkrum sinnum á þennan yfir daginn.

  Ég og frúin komu aðeins að móttökunni á rollubændunum enda nýbúin að sækja nokkra þeirra heim svo sem frægt er orðið.



  Þetta var tæplega 30 manna  hópur og skemmtilegt að sjá hvað mikið er af ungu fólki búandi á Vatnsnesinu.
 Þar sem væntanlega var erfiður dagur framundan hjá fjárbændunum var boðið upp á kraftmikla Snæfellska kjötsúpu að hætti Dalsmynnis. Þar sem þarna var álitlegur markhópur fyrir fjárhundaræktendur á ferðinni, var tilvonandi ræktunartík gripin með, ásamt nokkrum kindum.


 
 Það gekk ágætlega að sýna gríðarlegan vinnuáhugann og ýmsa ágæta takta en þegar sýna átti takmarkalausa hlýðnina kom í ljós að þetta var ekki góður dagur hjá okkur Snilld svo spurning er hvernig markaðsátakið tókst?

                             Hvað skyldi Snilld hafa verðið að bralla þarna?

   Eftir að hafa skoðað dótakassann hjá Einari, húsmæðrunum til mikillar hrellingar var haldið niður í byggþurrkun þar sem hópurinn komst í annan dótakassa. Þar fræddi þurrkunarstjórinn, Þverárbóndinn, ferðalangana um leyndardóma byggþurrkunarinnar.

  Þau héldu síðan áfram á vit sauðfjárbænda í Kolbeinstaðarhreppnum og ráðgerðu að ljúka ferðinni með fjósaskoðun í Hraunhreppnum.

Gaman að þessu.emoticon 

Það eru svo fleiri myndir í albúmi.

Flettingar í dag: 571
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 402312
Samtals gestir: 36586
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 15:53:17
clockhere