17.11.2015 08:18

Mánaðartamning. Hvað þýðir það ?


 Stundum er ég spurður að því hverju mánaðartamning á hundi skili.

 Því get ég ekki með nokkru móti svarað .

 Það eru engir tveir hvolpar eins og þessi mikla breidd í ræktuninni kemur held ég hvergi skýrar fram, en í tamningum hjá þeim sem stunda þær..


 Annarsvegar er t.d. hvolpurinn sem er strax með það innbyggt að fara fyrir hópinn, halda honum saman og jafnvel koma með hann til smalans, stútfullur af vinnuáhuga.


Korka frá Miðhrauni var fljóttamin með allt innbyggt í upphafi.

 Í hinum endanum er kannski hvolpur sem er frekar áhugalítill og sýnir engan áhuga á að fara fyrir eða hringfara kindurnar.

 Það er alveg hægt að gefa sér að mánaðartamning á þeim fyrrnefnda skili hundi sem er tilbúinn í vinnu með eigandanum.

 Hann á að sjálfsögðu eftir að slípast í vinnu og læra talsvert í viðbót en ætti að vera kominn með góðan grunn að hliðarskipunum, vera öruggur að sækja hóp styttri vegalengdir og byrjaður að reka frá smalanum.

 Það er svo undir eigandanum komið hversu mikið hann leggur á sig til að koma hundinum í alvöru gæðaflokk þar sem hann gerir einfaldlega allt sem þarf.  

  Sumt get ég allavega,  aldrei kennt ef það  vantar í genapakkann.

 Kjarkurinn / ákveðnin skiptir verulegu máli og stundum segi ég að það eigi ekki að leggja vinnu í að temja kjarklausan hund emoticon


 Sallaróleg og yfirveguð . Þarna var kjarkurinn fyrir hendi frá upphafi og bara að smella fingri til að farið væri í kindina.

 Reyndar er óþarfi að afskrifa kjarklítinn hund of fljótt. ef margt annað er í lagi. sjálfstraustið getur aukist ef hann lendir ekki í því að verða buffaður illa. 

 Þó það sé pirrandi að vera stöðugt að gæta þess að láta linan hund ekki lenda í erfiðleikum veit ég nokkur ( bara nokkur ) dæmi þess að það hafi skilað sér  og sá lini  hafi endað sem vígreifur ribbaldi .

 Hundi sem þarf að kenna að fara fyrir, hringfara og koma með, þarf oftast að laga vinnufjarlægðina líka.

 Ef vinnuáhuginn er svo í minna lagi, gengur þetta svo allt með hraða snigilsins.

 Erfiðast finnst mér að vera með hvolp í höndunum sem er ekki alveg ómögulegur, svo maður freistast til að vera bjartsýnn og halda áfram með hann.

 Ég verð þó að viðurkenna að ég þekki engin dæmi þess að úr slíkum tilvikum komi góður vinnuhundur.

 En oftast til einhvers gagns samt emoticon .

 En svona til að draga saman svarið við spurningunni efst.

Tveggja til þriggja vikna tamning með lélega eintakið skilar því kannski í svipaða stöðu og það góða var í eftir  2 - 3 daga tamningu emoticon.


 

09.11.2015 20:48

Að lesa hundinn rétt, - nú eða ???


Svona 10 mínútur, - svaraði ég hiklaust .

 Útlenda fjölskyldan sem ég var að sýna hunda í kindavinnu, hafði spurt  hvað ég væri fljótur að sjá hvort hundarnir yrðu góðir fjárhundar.

  Þetta var að sjálfsögðu talsvert utan við hinn þráðbeina veg sannleikans en hvað gerir maður ekki til að hressa upp á ímynd landsins ?emoticon
  
   Staðreyndin um spádómshæfileika mína er sú að þegar ég  horfi á unghund sem sýnir góða takta í upphafi spái ég vel, - misvel að vísu fyrir honum og það er mjög sjaldgæft að hann standi ekki undir því.

 Þ.e.a.s. ef ég tem hann emoticon .

  Það er öllu verra að eiga við hina sem sýna lítið eða eru í ruglinu á einhvern hátt. 
 Ég er löngu hættur að vera með einhverja dómhörku  því nokkrum sinnum hef ég upplifað dæmi um að ógæfulegur hvolpur hafi séð ljósið og gjörbreyst , kannski á stuttum tíma.

  Mér finnst það kannski eiga helst við um vinnuáhugan en það er svo ekki heldur auðvelt að meta hvort vanti á andlega þroska til að vinna hlutina rétt eða að þetta sé vonlaust fífl. 

 Svona til að fylla þá ekki óþarfa bjartsýni sem hafa efasemdir um meðfædda smalahæfileika  hvolpsins síns,  er þó rétt að taka fram að þau dæmi sem ég hef upplifað um lasarusinn sem reis upp úr öskustónni eru nú kannski sárgrætilega fá miðað við hin.

 Í svona vangaveltum skiptir það svo að sjálfsögðu heilmiklu máli hvort ég er að horfa á 7mán. hvolp eða 12 mán. +

 
Þessa dagana er ég að vinna í siðasta hvolpinum úr 6 hunda goti sem var selt með 1. mán. tamningapakka.

Þeir verða ársgamlir 16 nóv. n.k.

 Þó þessi hópur hafi verið óvenjulega jafn þá er alltaf um einhvern breytileika að ræða. Einn þeirra var orðinn tilbúinn í tamningu 7 mán. og þoldi vel að ég færi að vinna með hann á fullu. 

 Sá sem ég afhenti í dag fékk hinsvegar rétta vinnuáhugann fyrir nokkrum vikum og trúlega hefði verið rétt að bíða með allavega seinni hluta mánaðarpakkans í nokkrar vikur enn þó það hefði ekki verið gert.

 Hinir voru svo að koma inn þarna á milli en sumir fengu 2 - 3 vikna pásu í náminu.

  Mér finnst nokkurra vikna pásur koma mjög vel út þegar verið er með stíft tamningaprógramm á þessum aldri. 

 Það sé svo alveg bráðnauðsynlegt að gæta þess að fara ekki framúr því sem hvolpurinn er tilbúinn í.

 Þegar hann fer að geispa í kennslustundinni þá er eitthvað í gangi sem hann skilur ekki.

 Eitthvað stress á/í einhverjum emoticon.

Þá er ágætt að rölta heim í kaffi og íhuga hverju var verið að klúðra.

Og stundum koma slæmir dagar með mörgum kaffibollum emoticon
 

 

02.11.2015 09:05

Tamdir hundar og hundvant fé.


 Nú þegar styttist í að fé verði tekið á hús og sauðfjárhringekjan rúlli af stað á nýjan leik er hollt að hugsa um hringekjuna síðasta rolluárið.

 Ég á væntanlega eftir a.m.k. tvo fjallaskreppi til að ná fé sem vitað er um og reyna að útiloka að eitthvað sé enn á róli hér í fjöllunum.

 Nú eru síðustu forvöð fyrir þá sem ætla að koma sér upp hundi fyrir næsta haust að fara  á stjá og verða sér úti um nokkurra mánaða hvolp sem hægt yrði að vinna í seinnipart vetrar og næsta sumar.  

   Þeir sem þurfa að endurnýja gamla snillinginn ættu heldur ekki að draga það of lengi því þeir eru í vondu máli ef hann myndi nú fara að eldast hratt á lokametrunum og of seint að hringja í mig næsta sumar og spyrja hvort ég viti nokkursstaðar af grunntömdum hundi sem væri betri en ekkert í haustvinnunni.emoticon

 Framboðið af slíkum hundum er nánast ekkert.

 Reyndar er þeirri skoðun minni, að þeir sem þekkja góða hunda  og treysta á þá megi ekki  eiga færri en tvo tamda, aldrei haldið of oft fram  emoticon  . 

 Hér eru svo nokkur myndskot af tömdum hundum í heimasmali og innrekstri, með hundvant fé.   Smella hér
Flettingar í dag: 3062
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651160
Samtals gestir: 57993
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:36:02
clockhere