17.11.2015 08:18

Mánaðartamning. Hvað þýðir það ?


 Stundum er ég spurður að því hverju mánaðartamning á hundi skili.

 Því get ég ekki með nokkru móti svarað .

 Það eru engir tveir hvolpar eins og þessi mikla breidd í ræktuninni kemur held ég hvergi skýrar fram, en í tamningum hjá þeim sem stunda þær..


 Annarsvegar er t.d. hvolpurinn sem er strax með það innbyggt að fara fyrir hópinn, halda honum saman og jafnvel koma með hann til smalans, stútfullur af vinnuáhuga.


Korka frá Miðhrauni var fljóttamin með allt innbyggt í upphafi.

 Í hinum endanum er kannski hvolpur sem er frekar áhugalítill og sýnir engan áhuga á að fara fyrir eða hringfara kindurnar.

 Það er alveg hægt að gefa sér að mánaðartamning á þeim fyrrnefnda skili hundi sem er tilbúinn í vinnu með eigandanum.

 Hann á að sjálfsögðu eftir að slípast í vinnu og læra talsvert í viðbót en ætti að vera kominn með góðan grunn að hliðarskipunum, vera öruggur að sækja hóp styttri vegalengdir og byrjaður að reka frá smalanum.

 Það er svo undir eigandanum komið hversu mikið hann leggur á sig til að koma hundinum í alvöru gæðaflokk þar sem hann gerir einfaldlega allt sem þarf.  

  Sumt get ég allavega,  aldrei kennt ef það  vantar í genapakkann.

 Kjarkurinn / ákveðnin skiptir verulegu máli og stundum segi ég að það eigi ekki að leggja vinnu í að temja kjarklausan hund emoticon


 Sallaróleg og yfirveguð . Þarna var kjarkurinn fyrir hendi frá upphafi og bara að smella fingri til að farið væri í kindina.

 Reyndar er óþarfi að afskrifa kjarklítinn hund of fljótt. ef margt annað er í lagi. sjálfstraustið getur aukist ef hann lendir ekki í því að verða buffaður illa. 

 Þó það sé pirrandi að vera stöðugt að gæta þess að láta linan hund ekki lenda í erfiðleikum veit ég nokkur ( bara nokkur ) dæmi þess að það hafi skilað sér  og sá lini  hafi endað sem vígreifur ribbaldi .

 Hundi sem þarf að kenna að fara fyrir, hringfara og koma með, þarf oftast að laga vinnufjarlægðina líka.

 Ef vinnuáhuginn er svo í minna lagi, gengur þetta svo allt með hraða snigilsins.

 Erfiðast finnst mér að vera með hvolp í höndunum sem er ekki alveg ómögulegur, svo maður freistast til að vera bjartsýnn og halda áfram með hann.

 Ég verð þó að viðurkenna að ég þekki engin dæmi þess að úr slíkum tilvikum komi góður vinnuhundur.

 En oftast til einhvers gagns samt emoticon .

 En svona til að draga saman svarið við spurningunni efst.

Tveggja til þriggja vikna tamning með lélega eintakið skilar því kannski í svipaða stöðu og það góða var í eftir  2 - 3 daga tamningu emoticon.


 
Flettingar í dag: 286
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418949
Samtals gestir: 38072
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:26:38
clockhere