03.10.2009 20:43
Lambi bjargað úr ótrúlegu ævintýri.
Ég hef of oft séð kindur hrapa í klettum og það er alltaf jafn skelfilegt.
En það var fyrst í dag sem ég sá kind í ógöngum, hverfa ofan í sylluna sem hún var nýbúin að lenda niður á eftir stutt hrun.

Þetta byrjaði sakleysislega við smölun í Geldingadalnum sem liggur nokkuð hátt í Hafursfellinu.
Hér sést efsti hópurinn á gil eða gjáarbarminu og Snilld sést óljóst vera að komast hægramegin við þær til að ná þeim frá brúninni. Það tókst en..

Þarna var síðasti séns fyrir þessar fjallafálur eða þverhausa að komast í kletta þetta haustið.

Grá gimbur í hópnum hafði hrapað niður á næstu syllu og lent beint fyrir neðan þessa gráu, þar horfði ég á hana hverfa afturábak ofan í sylluna.
Hafa skal það sem klauf er næst hefðu þær eflaust hugsað ef þær gætu það( rollur hugsa ekki)
en allavega voru aðstæður notaðar til hins ýtrasta.
Í troðningunum þarna lenti eitt lambið niður á næstu syllu og allt einu sé ég hvar það hverfur afturábak hægt og rólega niður í sylluna. Þaðan sem ég stóð sáust engin verksummerki ofanfrá.

Búið að fjarlægja rollubrjálæðingana og Atli mættur til að vita hvað orðið hefði af lambinu. Þetta er trúlega fyrsta alvöru aðgerðin hjá björgunarsveitarformanninum.

Þarna hafði stórt bjarg sprungið frá klettaþilinu og lambið lent þar ofaní en það er víst svona sem ævintýrin gerast.

Ekki nóg með það, heldur hafði 20- 30 kg steinn fylgt á eftir og skorðast rækilega framan við lambið og læsti það þannig niður í sprungunni.
Það var heilmikill barningur að ná því upp, og á endanum var komið bandi um framfæturnar og það dregið upp framhjá þessari náttúrulegu læsingu. Þetta var svona eins og nokkuð erfið fæðingarhjálp á sauðburði.

Kannski gerir Grána sér vonir um að komast aftur í Hafursfellið og er að segja Snilld að þetta verði enn erfiðara fyrir hana næst.
Hér er svo Grána litla frá Lækjarbug komin niður á gróna jörð úr hremmingunum ,hornbrotin á öðru horni og trúlega eitthvað meira tjónuð.
Stundum býr maður til skemmtileg ævintýri að lenda í, en svona uppákomur er eitthvað sem best er að vera laus við.
En allt er gott............

Fleiri myndir hér. Björgunaraðgerð.
30.09.2009 19:59
Gæsaveiðin á fullu.
Nú er gæsaharkið í algleymingi og við akuryrkjubændurnir erum engir hálfdrættingar í því frekar en öðru.
Það var löngum þannig í sveitinni, að vinir og kunningjar eða jafnvel einhverjir alókunnugir fengu að laumast um skurðakerfin og plaffa niður gæsir eftir hentugleikum, án þess að nokkrum heilvita manni/bónda dytti í hug að ætlast til greiðslu fyrir.
Nú eru breyttir tímar og illþýðið í sveitinni er farið að selja mönnum aðgang að túnum, ökrum eða svæðum sem líkleg eru til þess að virka til gæsaveiði.
Og rétt eins og í veiðimannahópnum er misjafn sauður í mörgu fé í bændastéttinni þegar kemur að veiðiharkinu.
Svona veiðisvæði er mikils virði ef verðið væri ekki jafn ókristlega lágt eins og hjá okkur.
Verðið er nokkuð mismunandi eftir innræti viðkomandi bónda og hugsanlegum veiðilíkum og ýmist miðað við byssu eða morgunflug með tilteknum max byssufjölda.
Hér er haldið utanum akurlendið á þremur jörðum og ekki hleypt í veiði nema sést hafi fugl á akrinum í einn til tvo daga áður. Þetta þýðir nokkuð örugga veiði, og ef hver veiðimaður fer með 4-5 fugla eftir morgunflugið þá er ég ánægður. Oft eru þeir að fá meira og þó þeim sé gert að yfirgefa svæðið klukkan 10 þá hefur enginn kvartað yfir því.
Þetta þýðir þó, að oftast er ekki veitt nema 3- 4 morgna í viku. Vegna þessa eru menn ekki bókaðir ákveðið einhverja tiltekna daga heldur eru skráðir niður og síðan látnir vita þegar er nokkuð örugg veiðivon.
Þeir eru síðan gædaðir á veiðistað að morgni til að tryggja þetta allt eins og hægt er.
Þessum leist ekki á móttökurnar og reyndu að forða sér hver sem betur gat.
Þeir sem geta mætt á virkum dögum eru betur settir í biðröðinni en hinir sem eru bundnir við helgarnar sem eru umsetnar.
Það var fyrst í dag sem þreskt var á þriðju jörðinni og nú mun væntanlega vænkast hagur þeirra sem eru í bið með að ná sér í villibráð í kistuna.
Það getur verið napurt að bíða eftir bráðinni kaldan haustmorgun en það fylgir veiðiskapnum.
Stundum er allskonar prútt í gangi og menn bjóða margsskonar verðmæti í stað veiðileyfis. Sjómennirnir fiskmeti ýmiskonar, iðnaðarmennirnir vinnu við e.h. o. svo. frv.
Reyndar er hópurinn sem enn er á gömlu kunningjakjörunum nokkuð fyrirferðamikill en kannski eru nú mestu verðmætin í því.
Morgunflugið á fullu og blóðið fer að renna hraðar hjá veiðimönnunum.
Staðreyndin er samt sú að afkoman í byggræktinni er þannig, að halda þarf vel utanum hlutina ef allt á að ganga upp. Þar á veiðin og nýtingin á hálminum eftir að skipta mun meira máli en í dag og laga afkomuna umtalsvert.
Það er samt ljóst að veiðimennskan er alltaf lotterí og ekki alltaf jólin.
29.09.2009 20:59
Gamalt og nýtt dót og ofurþung hrútlömb.
Já, nú er árið 2007 löngu liðið og veislunni miklu lokið.
Sumt af nýja fína dótinu hefur verið flutt aftur úr landi fyrir alveg fullt af krónum en lítið af gjaldeyri.
Og gamla dótið sem ekki var þegar farið út er alveg hætt að safnast upp en gengur að kaupum og sölu og er allt í einu orðið vel nothæft.
Nágranninn sem keypti gömlu þreskivélina í lok veislunnar við mikinn hlátur okkar félaganna er nú hinn kampakátasti og allur hlátur þagnaður.
Reyndar vannst ekki tími til að ljúka því að koma lakkinu á hana fyrir vertíðina en að öðru leiti er hún eins og ný og svínvirkaði í þreskingunni.
Ekki kannski alveg sú afkastamesta en eigandinn er mjög hamingjusamur og hlær bara ef minnst er á handvirku og fótstignu græjuna.
Hér er verið að losa afurðina í hitt dótið sem er kannski ekki alveg í stíl.
Og byggið er náttúrulega fyrsta flokks fullþroskað og hreint og fínt.
Hann Óttar sandari sem átti þunga lambhrútinn í kvöldfréttum sjónvarpsins, hefði alveg getað viðurkennt það, að þessi gríðarlegi vænleiki væri ekki síst að þakka bygginu sem ég seldi honum í vetur.
Hann hefði þá fengið enn betri díl en vanalega, þegar hann hringir í mig fljótlega.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334