21.10.2009 22:59
Tími eftirleitanna í sveitinni.
Það er nokkuð öruggt að hversu vel sem Núpudalurinn smalast í leitum þá eru komnar þar kindur í eftirleitum.
Eflaust halda einhverjir því fram að við Vaskur séum orðnir gamlir og blindir og sjáum ekki rollurnar.
Sumir eru kannski þeirrar skoðunar að þó við sæjum þær, litum við bara undan til að forðast óþarfa umstang.
En við Vaskur erum ekki þannig.
Hinsvegar virðist Núpudalurinn vera vinsælt athvarf hjá rollum sem lenda á " vafasömum " smölum og sleppa frá þeim, hvort heldur er inni á Strönd eða á Austurfjöllunum.
Það var því ákveðið að kíkja inneftir á sunnudaginn og allavega telja hvað sæist.
Það var frekar lágskýjað og þarna er skýjaröndin í sömu hæð og snjólínan í Þverdalnum.
Þar sem betri helmingurinn hafði aldrei prófað þessa útgáfu af fjórhjóli var henni boðið með.
Snilld sem er vön að hreiðra um sig á pallinum fékk að skokka með í þetta sinn og fór létt með það. Vaski er hinsvegar ekki boðið upp á slíka meðferð og sat því vonsvikinn og vælandi eftir heima.
Dalurinn er löngu kominn í haustlitina og það sáust strax kindur innanvið Selgilið sem er neðarlega á dalnum. Það var síðan brunað upp á Dalsmynnisfellið( til hægri hér) en þaðan er hægt að sjá um svo til allt, sem máli skiptir í þetta sinn.
Það voru síðan 7 kindur innvið Rauðgil en ekkert sást í Brekkunum og austar. Rollurnar léku dálítið á mig þegar þær stormuðu niðureftir og virtust ætla að fara rétta leið niður á dal.
Þegar þær voru komnar niður að Núpánni gjörbreyttu þær um stefnu og settu á fulla ferð inneftir.
Snilld sem er ágætlega fljót í förum brást hratt við og hvarf á eftir hópnum inn í Hvítuhlíðina.
Þar mætti ég henni síðan með hópinn, þegar ég hafði klöngrast á hjólinu niðureftir og elt þær innmeð ánni.
Hér er búið að koma þessu öllu saman, niður á dal og bara rólegheit eftir síðasta spottann.
Útúr þessu hafði ég þessa veturgömlu með lambinu og nú er spurningin hvar gamla tvílemban heldur sig.
19.10.2009 22:59
Kúablogg októbermánaðar.
Hún Rúrý Fontsdóttir sem opnaði á þessa lotu í síðustu viku var að eiga fyrsta kálfinn sinn. Þetta var afturfótafæðing og kálfurinn andvana fæddur. Sem betur fer eru dauðfæddir kálfar undantekningar hér.
Randalín frá Álftavatni kom svo með kvígu ( Kappadóttur ) í þetta sinn, til mikillar ánægju fyrir aðalfjósafólkið.

Júgrið á Randalín er svona týpískt íslenskt, en úr því eru samt að flæða um 9000 l. á mjaltaskeiði.
Vanja Vöndu/Hræsingsdóttir bar í nótt stóru skjöldóttu nauti sem er hennar fyrsti kálfur og það var ennfremur fyrsti kálfurinn sem hún Tina hin sænska tekur á móti, og svo rekur hver aðra þar til 15 til viðbótar eiga að vera bornar fyrir áttunda nóv. Það eru 6 fyrsta kálfs kvígur í þeim hóp.

Nú eru til nægar birgðir af hálmi til að láta kálfum og kindum líða vel í vetur. Það er að segja ef Söðulsholtsbóndinn verður ekki búinn að breyta honum í gull og gersemar fyrr en varir. Hann hefur mjög einbeittan brotavilja í þeim efnum.
Ófengnar og fengnar kvígur sem enn eru úti, verða teknar inn um leið og þær hafa lokið við síðustu rúlluna sem gæti orðið á morgun.
Annars er bara allt á góðu róli í fjósinu og árlegt júgurbólgufár sem brast yfirleitt á um það leiti sem kýrnar voru teknar inn kom ekki við þetta haustið.
Einangrun og klæðning utan á veggina hefur síðan ótvírætt góð áhrif á andrúmsloftið sem var nú reyndar ágætt fyrir.

Alla jafna er þetta svo ákaflega stresslaus vinnustaður og bændurnir löngu búnir að gefast uppá því að kenna kúnum að sýna af sér röskleika við að koma sér í og úr mjaltabásnum.
Enda hárrétt hjá þeim að flas er ekki til fagnaðar.

17.10.2009 21:59
Tvöföld veisla.
Annars vegar vel útilátin matarveisla. og hinsvegar algjör hrútaveisla með héraðsýningu á lambhrútum vestan girðingar.

Þarna var boðið uppá alvöru sveitakaffihlaðborð og svo kjötsúpu. Allt að hætti Jóns Bjarna. (Að hans sögn.)
Það verður síðan að viðurkennast að ræktunin er bara í góðu lagi vestan girðingar og óþarfi að keyra norður á Raufahöfn til að kaupa góðan lambhrút.

Hér er verið að raða upp hyrndu hrútunum og eru þeir hæst metnu næstir.
Það var erfitt fyrir dómarana að lenda dómunum og neyddist ég til að yfirgefa svæðið áður en úrslitin lágu fyrir.
Svo missti ég líka af lambauppboðinu. en þarna átti að bjóða upp bæði gimbrar og hrúta að lokinni sýningu.

Aðstaðan í reiðhöllinni á Bergi var virkilega fín fyrir þetta og létt yfir mannskapnum.

Hér er svo verið að raða upp mislitu hrútunum sem voru hver öðrum álitlegri.

Hér er svo formaður Sauðfjárræktarfélagins Búa með viðeigandi höfuðfat í tilefni dagsins.
Mér skildist að til stæði að bjóða það svo upp að lokum til fjáröflunar fyrir félagið.
Nú er búið að opna fyrir sölu á sauðfé suðurfyrir girðingu svo það er bara að sækja um leyfi til hrútakaupa í tíma næsta sumar.

Kannski verður girðingin bara opin aftur næsta sumar, svo rollurnar geti séð um milliferðirnar sjálfar.
Allt nánar um sýninguna með því að smella hér. Suðfjárræktarfélag Helgafellsveitar og nágrennis eða hér. Búi fjárræktarfélag
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334