21.10.2009 22:59

Tími eftirleitanna í sveitinni.

 Það er nokkuð öruggt að hversu vel sem Núpudalurinn smalast í leitum þá eru komnar þar kindur í eftirleitum.

 Eflaust halda einhverjir því fram að við Vaskur séum orðnir gamlir og blindir og sjáum ekki rollurnar.
Sumir eru kannski þeirrar skoðunar að þó við sæjum þær, litum við bara undan til að forðast óþarfa umstang.

 En við Vaskur erum ekki þannig. 

 Hinsvegar virðist Núpudalurinn vera vinsælt athvarf hjá rollum sem lenda á " vafasömum " smölum og sleppa frá þeim,  hvort heldur er inni á Strönd eða á Austurfjöllunum.

 Það var því ákveðið að kíkja inneftir á sunnudaginn og allavega telja hvað sæist.


 Það var frekar lágskýjað og þarna er skýjaröndin í sömu hæð og snjólínan í Þverdalnum.

 Þar sem betri helmingurinn hafði aldrei prófað þessa útgáfu af fjórhjóli var henni boðið með.
Snilld sem er vön að hreiðra um sig á pallinum fékk að skokka með í þetta sinn og fór létt með það. Vaski er hinsvegar ekki boðið upp á slíka meðferð og sat því vonsvikinn og vælandi eftir heima.

 Dalurinn er löngu kominn í haustlitina og það sáust strax kindur innanvið Selgilið sem er neðarlega á dalnum. Það var síðan brunað upp á Dalsmynnisfellið( til hægri hér) en þaðan er hægt að sjá um svo til allt, sem máli skiptir í þetta sinn.



 Það voru síðan 7 kindur innvið Rauðgil en ekkert sást í Brekkunum og austar. Rollurnar léku dálítið á mig þegar þær stormuðu niðureftir og virtust ætla að fara rétta leið niður á dal.

 Þegar þær voru komnar niður að Núpánni gjörbreyttu þær um stefnu og settu á fulla ferð inneftir.
Snilld sem er ágætlega fljót í förum brást hratt við og hvarf á eftir hópnum inn í Hvítuhlíðina.

 Þar mætti ég henni síðan með hópinn, þegar ég hafði klöngrast á hjólinu niðureftir og elt þær innmeð ánni.



 Hér er búið að koma þessu öllu saman, niður á dal og bara rólegheit eftir síðasta spottann.

 Útúr þessu hafði ég þessa veturgömlu með lambinu og nú er spurningin hvar gamla tvílemban heldur sig.emoticon

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423842
Samtals gestir: 38576
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 05:05:41
clockhere