13.12.2009 09:39
Aðventukvöld. Tvöföld veisla.
Hið árlega Aðventukvöld var haldið á fimmtudagskvöldið.
Eins og ávallt var hörkumæting, enda um tvöfalda veislu að ræða. Meiriháttar söngveislu og síðan kaffiveisla í boði Kvenfélagsins Liljunnar í Eyja og Miklaholtshrepp.
Það var nemendakórinn í Laugargerði sem byrjaði söngveisluna undir röggsamri stjórn Steinunnar Pálsdóttur, eða hennar Steinku.
Síðan hún tók Laugargerði í fóstur eru ávallt miklir gítarsnillingar tilbúnir í svona slag og hér eru þeir Jenni á Jörfa og Magnús á Snorrastöðum að sýna okkur hvernig á að gera þetta.
Og hann Óskar P. Álftagerðisbróðir skaust í kaffi til okkar frá Akureyri og söng með báðum kórunum og kóralaust við mikinn fögnuð áhorfenda. Reyndar sagði hann okkur " jólasögur" milli atriða og gerði sér greinilega vel ljóst að ekki má sannleikurinn verða til þess að spilla góðri sögu.
Kirkjukórinn mætti þarna alveg karlmannslaus, enda var söngurinn alveg frábær, bæði með og án Óskars.
Og hún Ingibjörg á Snorrastöðum söng einsöng. Flott hjá henni.
Veislan hjá Kvenfélagskonunum mínum var svo mjög fín.
Engar heilsufæðisfóbíur í gangi enda orðið tímabært að taka góða neysluæfingu fyrir hátíðina sem er að bresta á fyrr en varir.
Alveg meiriháttar alltsaman .
10.12.2009 23:34
Ósnortið votlendi. - Enginn mófugl??
Það var meiri spenningur í loftinu á leiðinni á greni þetta kvöld en oft áður.
Það var ekki nóg með að það væri á nýju grenjavinnslusvæði (fyrir okkur) heldur var þetta fyrsta láglendisgrenið sem við myndum kynnast ef á annað borð væri á því.
Við þekktum bara til fjallagrenjanna í Eyjarhreppnum en nú var ferðinni heitið í flóana sem lágu milli Laxár í Miklaholtshreppi og sjávar. Þarna var vitað um tvö greni, annað vestur við Straumfjarðará hitt neðan Miklholts.
Þetta var í okkar augum gríðarlegt flæmi sem skiptist í flóa og holt sem stóðu mismunandi hátt uppúr landinu.
Þetta mátti kallast algjörlega ósnortið land að langstærstum hluta.
Einungis reiðgatan með sjónum að sunnanverðu og slóði með Laxánni að norðanverðu.
Um meginhluta þessa svæðis kom ekki nokkur sála, nema eftirlegukindur voru sóttar að hausti ef þær skiluðu sér ekki sjálfar.
Engin tilraun hafði verið gerð til þurrkunar langstærsta hluta þessarar víðáttu.
Skyggða svæðið hér, tekur yfir stóran hluta þessa svæðis, sem er komið á náttúrumimjaskrá.
Vegurinn vestur á Nes sést fyrir ofan miðju á kortinu.
Það var logn og hljóðbært, þungur sjávarniðurinn heyrðist vel þegar við höfðum komið okkur fyrir við Miklaholtsgrenið, þar sem var búskapur þetta vorið sem endranær.
Við höfðum þó ekki legið lengi þegar við áttuðum okkur á því að hér væri eitthvað mikið að.
Það var nánast ekkert fuglalíf þarna svo langt sem við sáum og heyrðum.
Þarna var þó greinilega töluvert af kjóa sem greinilega var á hreiðrum víðsvegar um flóana.
Síðan sáum við og heyrðum í nokkrum spóum sem virtust þó ekki á hreiðrum og jafnvel stakir.
Einn stelk sáum við síðan flögra þarna um.
Enda var kjóinn eini fuglinn sem agnúaðist í lágfótu þar sem hún var á ferðinni um svæðið.
Það er skemmst frá því að segja að áður en sumri lauk, höfðu unnist á þessu svæði 5 greni, en þrjú ný fundust til viðbótar þeim tveimur sem vitað var um.
Sjötta grenið fannst árið eftir og tvö hafa fundist síðan.
Fyrstu tvö vorin leiddi út í þessu holti hér. Það er orðið þröngt um á svæðinu, þegar svona grenstæði er notað enda innan við km. í næsta greni.
Þegar holtin voru leituð, fundum við meðal annars 5 rústuð rjúpnahreiður þar sem rjúpan hafði greinilega verið étin við hreiðrið og eggin sömuleiðis.
Auðveld bráð. Mynd af Fuglar.is. Sig. Ægisson
Það fyllti okkur grunsemdum um það, að talsvert væri af gelddýrum á svæðinu, enda var á öllum þessum grenjum árið eftir.
Síðan hefur oftast verið á tveim grenjum á þessu svæði og a.m.k eitt óþekkt greni í framleiðslu.
Flottur, og óaðskiljanlegur hluti af náttúrunni, en ef íslenska lífríkið eitt og óstutt, á að takmarka fjölda íslenskra refa, munu þeir sem á annað borð hafa augu og eyru opin í íslenskri náttúru, sjá gríðarlegar breytingar.
Nú er hinsvegar orðin mikil breyting á fuglalífinu en það tók nokkur ár fyrir fuglinn á ná sér á strik.
Þetta var árið 2002 en 2006 voru a.m.k. 6 rjúpnapör sem komu ungum úr eggi þarna í holtunum.
Nú fer umhverfisráðherra í fararbroddi þeirra sem vilja gefa refnum eftir íslenska náttúru eins og hún þó er, eftir að fjölda dýra í refastofninum hefur verið haldið niðri öldum saman.
Og fræðingarnir sem héldu því fram áratugum saman að skotveiðar hefðu engin áhrif á rjúpnastofninn hafa nú snúið þeim fræðum upp á refinn og segja afföllin svo mikil á fyrsta árs dýrunum að óþarfi sé að vera að skipta sér af lágfótu.
Ætli þeir trúi því sjálfir???
08.12.2009 09:02
Sauðfjárblogg fyrir rollunördana.
Eftir rokbeljanda í fleiri vikur en ég vil muna, er nú brostin á bongóblíða á Nesinu.
Þó sólin mætti nú vera talsvert mikið lengur á lofti.
Það eru miklir bölsýnismenn sem trúa því ekki staðfastlega í dimmasta skammdeginu, að vorið verði alveg meiriháttar gott.
Lambakóngarnir í vor.
Þó Dalsmynnisbændur fái sín bölsýnisköst öðru hvoru, þá vitum við að vorið verður gott og þá er auðvitað í lagi að sauðburðurinn byrji snemma.
Við erum nú samt trúlega töluvert raunsærri í þeim efnum en frúin á Garðskagatánni.
Hrúturinn er semsagt kominn í gemlingana og sæðingar byrjuðu í gær.
Sá gamli er sallarólegur þó hann sé nú bara hafður í að plata þær kindur að, sem eru að ganga.
Enda mun hans tími koma.
Það er stefnt á að sæða allar ær sem ganga, meðan sæði fæst frá BV og síðan mun tími hrútanna koma í framhaldinu.
Nú er frúin búin að prenta út uppgjörið fyrir síðasta rolluár og þó við séum nú ekki að slá út Skjaldfannarbændur ( enn) unum við sátt við okkar.
Gemlingarnir sýna hvernig lærin eru í laginu.
Fullorðnu ærnar voru að skila 34.1 kg. eftir á með lambi. Meðalfj fæddra lamba 1.95 á kind.
Tvílemban 37.1.kg.
Einlemban 18.6.kg.
Eftir hverja á . 33. kg.
Veturgömlu gimbrarnar sem voru með flesta móti eða 40 voru með 1.20 fædd lömb á kind.
Tvílemburnar skiluðu 30.2 kg.
Einlemburnar. 18.7 kg.
Á með lambi. 20.7 kg.
Og eftir hverja veturgamla á. 17.5.kg.
Já, það er bara stutt í að lambám verði sleppt niðurfyrir. Þá er eins gott að hundarnir passi uppá biðskylduna.
Kindurnar eru nú hálfgerðar hornrekur í búskapnum hér, en nú eru betri helmingar bændanna orðnar fullar af eldmóði í sauðfjárræktinni.
Það mun væntanlega þýða mikið ris í afurðalínuritinu.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334