13.12.2009 09:39

Aðventukvöld. Tvöföld veisla.

 Hið árlega Aðventukvöld var haldið á fimmtudagskvöldið.

 Eins og ávallt var hörkumæting, enda um tvöfalda veislu að ræða. Meiriháttar söngveislu og síðan kaffiveisla í boði Kvenfélagsins Liljunnar í Eyja og Miklaholtshrepp.

 Það var nemendakórinn í Laugargerði sem byrjaði söngveisluna undir röggsamri stjórn Steinunnar Pálsdóttur, eða hennar Steinku.


 Síðan hún tók Laugargerði í fóstur eru ávallt miklir gítarsnillingar tilbúnir í svona slag og hér eru þeir Jenni á Jörfa og Magnús á Snorrastöðum að sýna okkur hvernig á að gera þetta.



 Og hann Óskar P. Álftagerðisbróðir skaust í kaffi til okkar frá Akureyri og söng með báðum kórunum og kóralaust við mikinn fögnuð áhorfenda. Reyndar sagði hann okkur  " jólasögur" milli atriða og gerði sér greinilega vel ljóst að ekki má sannleikurinn verða til þess að spilla góðri sögu.



 Kirkjukórinn mætti þarna alveg karlmannslaus, enda var söngurinn alveg frábær, bæði með og án Óskars. 



 Og hún Ingibjörg á Snorrastöðum söng einsöng. Flott hjá henni.

 Veislan hjá  Kvenfélagskonunum mínum var svo mjög fín.

Engar heilsufæðisfóbíur í gangi enda orðið tímabært að taka góða neysluæfingu  fyrir hátíðina sem er að bresta á fyrr en varir.

Alveg meiriháttar alltsamanemoticon .


 

Flettingar í dag: 975
Gestir í dag: 145
Flettingar í gær: 1246
Gestir í gær: 125
Samtals flettingar: 443400
Samtals gestir: 41153
Tölur uppfærðar: 16.5.2024 16:30:55
clockhere