17.04.2010 07:47
Fröken forseti..
Ég lenti ungur í allskonar félagsmálavafstri og á tímabili taldi ég mér trú um það væri skylda hvers manns að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og ég væri góður í því.
Síðan hefur gríðarlegt magn af vatni runnið til sjávar og ég er löngu búinn að átta mig á því að laun heimsins eru vanþakklæti og það eru oft einu launin sem félagsmálatröllin bera úr býtum.
Reyndar uppgötvaði ég það svo í framhaldinu að ég var náttúrulega alls ekki ómissandi, þegar ég eftir fyrri uppgötvunina fór með markvissum hætti og koma mér útúr þessu félagsmálavafstri.
Það komu þó vissulega góðar stundir þegar manni fannst eitthvað gott hafa áunnist, sérstaklega á ákveðnu tímaskeiði ævinnar þegar peningarnir voru algjört aukaatriði og aldurinn í Wiskýinu skipti ekki nokkru máli.
Það voru því blendnar tilfinngar þegar yngri dóttirin sagði mér frá því að hún væri komin í framboð til forseta í MH en þar stefnir hún að námslokum næsta vetur.

Halla Sif á Þrym sínum að æfa spænska sporið.
Þegar ég áttaði mig síðan á því að í þessum 1000 manna skóla, voru 4 mótframbjóðendur á móti sveitastelpunni úr 40 nemenda skólanum vestur á Snæfellsnesi fylltist ég meiri kosningarskrekk en ég hafði nokkurtímann fundið fyrir í félagsmálabröltinu á árum áður.
Reyndar vissi ég að sveitastelpan var að sjálfsögðu best og klárust í þetta djobb en reynslan hefur fyrir löngu kennt mér það, að þeir sem fara með kosningarréttinn eru ekkert frekar að kjósa besta og klárasta fólkið eða þannig. Út á það gengur lýðræðið.

Mamman , frænkan og tilvonandi forseti MH. Að sjálfsögðu er gengið í takt í sveitinni.
Það var semsagt kosið í MH í dag og lungann úr deginum var ég að velta fyrir mér hvernig standa skyldi að áfallahjálpinni þegar að dóttirin myndi hringja og segja mér niðurstöðuna.
Og nú er hún búin að hringja og maður er pínulítið stoltur inni í sér og fullur bjartsýni á þetta gáfaða unga fólk sem kann að greina kjarnann frá hismninu.

15.04.2010 00:07
Skeljasandskeyrsla, og óhemju umhverfisvæn náma.
Það er stefnt að því að ljúka skeljasandsakstri frá Skógarnesi á morgun.
Það voru farnar 3 ferðir á fjörunni í gær en ekki náðist nema 1 ferð í dag vegna ýmissa frávika frá alvörunni.
Þó ég sé náttúrulega mikill umhverfissóði og landníðungur eins og flestir sem eru að nýta fósturjörðina sér( og öðrum) til framfæris, finnst mér alveg sérlega skemmtilegt hvernig hægt er að ná skeljasandinum án nokkurra varanlegra ummerkja.
Farið er af góðum vegi beint niður í fjöruna og dólað eftir henni suðurfyrir Skógarnesið þar sem sandurinn er tekinn í fjöruborðinu.
Farið er þvert yfir nesið eftir sandgeil þar sem sjávarmöl er í botninum og öll för horfin eftir næsta sandbyl.
Sandurinn er tekinn úr flæðarmálinu og eftir nokkur flóð eru öll ummerki horfin . Bæði eftir sandtökuna og förin eftir vélarnar á fjörunni.
Ég reikna með að ef einhver umhverfisvænn kæmi að mér við þetta akstursbrölt utanvegar yrði ég í slæmum málum, en sem betur fer er háttvirtur umhverfisráðherra algjörlega upptekin við að upphugsa lög svo öll nýju hraunin verði ekki " eyðilögð " um leið og þau verða til.
Reyndar finnst mér að hún mætti nú líka hafa í huga öll gömlu hraunin sem hljóta að vera í stórhættu víðsvegar um landið ef svo heldur sem horfir.
En ég vona það að verða svo heppinn í sumar, að geta einhverntímann lagt á með Skóganesbóndanum og riðið þarna um nesið.
Þá verða öll verksummerki eftir níðingsverkið örugglega á bak og burt.
Og kannski kominn nýr umhverfisráðherra.
13.04.2010 06:27
Ný borholudæla við Laugargerðisskóla.
Það var allt brjálað að gera hjá undirrituðum í gær og m.a. var skotist niður í Laugargerði og skipt um dælu í orkuveri skólans.
Þetta gekk fljótt og vel enda vanir menn á ferðinni og þegar við Atli yfirgáfum svæðið átt Hilmar rafvirki eftir að setja upp og tengja hraðastýringuna en forverar nýju dælunnar hafa fengið að snúast án slíkra tæknifyrirbrigða.

Hreppstjórinn á Þverá er greinilega að sannfæra rafvirkjann um hvað þetta sé alveg dj. góð dæla.
Það hefur gengið á ýmsu í dælumálum skólans gegnum tíðina en síðast þegar ný dæla fór niður í holuna gekk hún ekki nema í tæpt ár.
Söluaðilinn úrskurðaði bæði dæluna og mótorinn ónýt og þar með taldi hann sínum hlut að málinu lokið.
Nú var sem sagt dælunni sem reddað var til bráðbirgða þá, skipt út og ný sett niður.
Seljandi ónýtu dælunnar sem átti hér góða viðskiptavini, mun að öllum líkindum ekki fá meiri viðskipti hér á svæðinu, enda hafa menn fundið annan aðila til að þjónusta borholurnar, en hin hitaveitan var búin að gefast upp á viðskiptum við hann áður.
Það var keypt dæla af ungu fyrirtæki, Ásafli ehf. sem er m.a. að hasla sér völl í þessum geira og nú er bara að vona að þeir standi sig, en þetta er önnur dælan sem þeir selja hingað vestur.
Megi svo sá sem öllu ræður láta dæluna ganga, sem lengst.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334