13.04.2010 06:27

Ný borholudæla við Laugargerðisskóla.


 Það var allt brjálað að gera hjá undirrituðum í gær og m.a. var skotist niður í Laugargerði og skipt um dælu í orkuveri skólans.

 Þetta gekk fljótt og vel enda vanir menn á ferðinni og þegar við Atli yfirgáfum svæðið átt Hilmar rafvirki eftir að setja upp og tengja hraðastýringuna en forverar nýju dælunnar hafa fengið að snúast án slíkra tæknifyrirbrigða.


 Hreppstjórinn á Þverá er greinilega að sannfæra rafvirkjann um hvað þetta sé alveg dj. góð dæla.

 Það hefur gengið á ýmsu í dælumálum skólans gegnum tíðina en síðast þegar ný dæla fór niður í holuna gekk hún ekki nema í tæpt ár.

 Söluaðilinn úrskurðaði bæði dæluna og mótorinn ónýt og þar með taldi hann sínum hlut að málinu lokið.

  Nú var sem sagt dælunni sem reddað var til bráðbirgða þá, skipt út og ný sett niður.

Seljandi ónýtu dælunnar sem átti hér góða viðskiptavini, mun að öllum líkindum ekki fá meiri viðskipti hér á svæðinu, enda hafa menn fundið annan aðila til að þjónusta borholurnar, en hin hitaveitan var búin að gefast upp á viðskiptum við hann áður.

 Það var keypt dæla af ungu fyrirtæki, Ásafli ehf. sem er m.a. að hasla sér völl í þessum geira og nú er bara að vona að þeir standi sig, en þetta er önnur dælan sem þeir selja hingað vestur.


Megi svo sá sem öllu ræður láta dæluna ganga, sem lengst.emoticon


Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424618
Samtals gestir: 38825
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 08:47:36
clockhere