29.05.2010 19:19

Niðurstöður kosninga í Eyja- og Miklaholtshreppi.


Fyrstu tölur birtar án ábyrgðar.

Á kjörskrá voru 97. Alls kusu 90 eða 92.8  %
 
 Eftirtalin hlutu kosningu í sveitarstjórn..

Halldór Jónsson           61 atkv.

Guðbjartur Gunnarsson 49 atkv.

Hrefna Birkisdóttir         45. atkv.

Þröstur Aðalbjarnason   39 atkv.

Sigurður Hreinsson        38 atkv.

27.05.2010 07:30

Sauðburðarlok.

Síðasta ærin bar í nótt og er þetta trúlega í fyrsta sinn í búskaparsögunni sem sauðburði lýkur fyrir maílok.

 Þessi sauðburðarhrota fær góð eftirmæli, enda farið saman velgengni í lambahöldum og frábært vor.
Ekkert lamb hefur misfarist svo vitað sé sem hefur komist almennilega á lappirnar.

 Spáin mín um mikla frjósemi þetta vorið gekk ekki eftir, þó þetta endaði nú ásættanlega.

Það voru reyndar 10 þrílemdar af þessum rúmu 100 fullorðnu en 16 einlembdar sem er óvanalega dapurt.




Greinilega hefði þurft að taka tvævetlurnar fyrr í haust og dekra aðeins við þær svo þetta yrði í lagi.

Þar sem sú síðasta sem bar var tvílemd, er ljóst að síðasta þrílemban verður að ganga með þremur eins og tvær þær fyrstu en það tókst að venja undan hinum þrílembunum og tvílemdu gemsunum svo einlembuhópurinn var nú ekki alvondur.



 Þessar hér voru á leið í fjallið fyrir rúmu ári síðan og ekki verður sleppt seinna í ár.



  Vorverkin eru á fínu róli og aðeins eftir að bera á nokkur " rollutún" og síðan tún hestamiðstöðvarinnar.

 Það er reiknað með morgundeginum í það, og búið að panta smárigningu í framhaldinu.

Reyndar er orðið býsna þurrt um eftir langan þurrkakafla en ég vorkenni okkur vestlendingunum ekkert, en bændurnir á öskusvæðunum þyrftu hinsvegar að fá alvöru rigningar í smá tíma til bæta eitthvað ástandið þar.

Og það er aðeins að lifna yfir kosningarumræðunni í sveitinni. emoticon  

23.05.2010 21:53

Hvanneyri. 40 ára útskriftarafmæli.

Já, það eru liðin 40 ár síðan við kvöddumst á Hvanneyri  nýútskrifaðir búfræðingar og héldum glaðbeittir út í lífið.

 Ég var þarna í síðasta hópnum sem hafði tekið tvo vetur í námið og var fyrri veturinn þá ígildi landsprófs sem var einn námsáfanginn þá.

 Við vorum 17 sem vorum í þessum hóp , 3  eru fallnir frá langt fyrir aldur fram.

 Það var semsagt blásið til hittings, komið saman á hótel Hamri um hádegi á laugardaginn og tekin rúta uppá Hvanneyri til að rifja upp gömul bellibrögð.

Síðan var borðað á Hamri um kvöldið.



 Það var hann Óli Sig. sem átti heiðurinn að þessu en hann býr í Borgarnesi.


 Guðmundur Hallgríms. leiddi okkur um Hvanneyri og sagði okkur margar söguna. Hann gætir þess vel að láta sögurnar ekki gjalda sannleikans hvort sem hann er með helgistund í kirkjunni eins  hér, eða utan hennar.

 Sumir okkar höfðu nú ekki sést þessi ár og því verður nú ekki neitað útlitið hafði breyst dálítið.

Það kom hinsvegar í ljós eftir því sem leið á kvöldið, að þetta voru allt sömu vitleysingarnir og í gömlu góðu dagana á Hve.



 Óli og Svenni (nær) sáu um skipulagninguna og það að hóa okkur saman. Maggi í Kjarnholtum í þungum þönkum á eftir þeim að rifja upp einhver hrekkjabrögðin.



 Maggi í Kjarnholtum, Jökull Vald og Solfrid. (búa í Noregi) og Bensi á Bergstöðum fyrir aftan.



Ása Bergsstöðum. Bergrós og Svenni Sveins ( búa í Mosó). Johnny Símonar og frú, Selfossi.



 Sigurjón frá Torfum (Dalvík) og Óli Eggerts á Skarði voru alveg sömu æringjarnir og í gamla daga.



 Þráinn og frú í Miklholti og Óli og frú í Borgarn.



 Siggi og Bára í Lyngbrekku mættu að sjálfsögðu.

Þetta var þrælskemmtilegt en þeir voru þrír félagarnir sem komust ekki í þetta sinn, en nú er stefnt að því að endurtaka leikinn eftir 5 ár.

Sem sagt aðeins farnir að láta á sjá, en sömu grallararnir enn, og það rifjaðist upp mörg sagan  þarna um kvöldið og við skoðunina á Hvanneyri um daginn.
Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803354
Samtals gestir: 65136
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:19:28
clockhere