11.12.2011 22:57
Rúnar Gíslason. Dýralæknir Snæfellinga í 30 ár + .
Ég held líka að það sé alveg óumdeilt að snæfellingar séu trúlega allir sem einn sammála um að hann Rúnar dýralæknir sé góður dýralæknir.
Nú er hann hættur eftir rúmlega 30 ára giftusamlegan feril hjá okkur.
Þar sem þetta er ekki minningarblogg og því síður gleðiblogg yfir ótímabærum starfslokunum ætla ég nú ekkert að hæla honum frekar.
Hann kom til okkar hokinn af reynslu eftir að hafa praktiseraði í Þýskalandi, með viðkomu á Egilstöðum. Þar endaði hann með því að upplifa vorið ' 79 með austfirskum bændum. Væntanlega fer enn hrollur um þá sem minnast þess vors bæði þar og annarstaðar.

Búnaðarfélög héraðsins tóku sig saman um að halda honum starfslokahóf á Breiðabliki í dag og komu þar saman á annað hundrað þakklátt búandfólk.

Rúnar er gamall baráttujaxl og skilur vel við okkur, með héraðið flokkað sem dreifbýli og ágætlega nothæfan eftirmann.

Enda lá vel á þeim, honum og Brynju sem er bæði búin að þola hann og okkur öll þessi ár af miklu umburðarlyndi.

Og Kristján á Ölkeldu flutti honum hátíðarræðuna sem var akkúrat eins og hátíðarræður eiga að vera. Ekkert væl og starfslokamaðurinn tekinn hæfilega á beinið , enda ekki seinna vænna.

Rúnar þakkaði fyrir sig og leiðrétti nú eða bætti við ýmsar staðreyndarvillur sem komið höfðu fram og rifjaði upp þær miklu breytingar sem orðið hefðu á samgöngum og öllu umhverfi starfsins á þessum árum.

Að lokum var hlaðið á hjónin blómum og veggskildi sem -

leit svona út. Ég er ekki frá því að Rúnar hafi metið laxana neðst á þessu listaverki mest.
Sem betur fer eru þau hjónin orðin rótföst í Hólminum og hann fékk gott klapp þegar hann lýsti því yfir að hann myndi nú leysa eftirmann sinn af um næstu helgi. Ekki væri svo ólíklegt að hann myndi sinna afleysingum í héraðinu næstu 15 ár eða svo.
Þar sem ég þekki hann ákaflega vel. margfaldaði ég þá tölu umsvifalaust með 2.
09.12.2011 23:51
Hyrjar frá Dalsmynni. In memorian.
Í endurminningunni eru það sérstaklega 3 klárar sem standa algjörlega uppúr, þó þeir væru hver með sínum hætti. Allir áttu þó sameiginlegt að vera örviljugir, úthaldsmiklir og flugrúmir.
Hyrjar var fæddur 20 júlí 1988 undan Gjóstu frá Dalsmynni og Otri frá Sauðárkrók. Það var engin önnur en mín heittelskaða sem átti Gjóstu og þar með litla brún sem reyndar var næstum svartur.
Hann gekk undir folaldsveturinn og þroskaðist vel en varð strax ljónstyggur og var um sig þegar mannskepnan var annarsvegar. Hans aðalgangur var skrefmikið brokk þegar niður af stökkinu kom.
Á fjórða vetur tók ég hann á hús enda sýndist mér að talsvert þyrfti að dúlla í honum áður en sest yrði í hnakkinn. Hann var ákaflega var um sig á húsi enda ljónstyggur enn. Það kom svo í ljós þegar átti að lauma á hann múl og síðar beisli að eyrun voru algjört bannsvæði og varði hann þau af mikilli útsjónarsemi.
Hann var fljótlega færður á þann bás sem gengið var framhjá við ýmis störf og var þá gjarnan laumast upp í básinn hjá honum.
Það var komið vel fram á veturinn þegar allt í einu náðist samkomulag um að létta banninu af eyrunum og kúvendingin var slík að í stað þess að snúast til varnar kom hann með höfuðið á móti manni í beislið.
Að öðru leyti hafði tamningin gengið vel , fljótur að teymast og var taugasterkur og góður í umgengni þó styggðin væri alltaf til staðar. Hann var mikið teymdur og hnakkvanur í marslok, tilbúinn að taka við manninum í hnakkinn. Þá hefur líklega kjarkinn brostið hjá bóndanum því Hyrjari var komið til ungs tamningarmanns sem þennan vetur var hjá Sigrúnu í Hömluholti.
Sléttum mánuði seinna kom Toni ( Anton Níelsson) svo ríðandi í hlaðið á þeim brúna, sagði mér aðspurður að hann væri algjörlega hrekklaus og ekki myndi ég verða fótgangandi á honum þegar fram liðu stundir.
Hyrjar kom fljótt með viljann, kannski of fljótt. Hann varð flugrúmur á bæði brokki og tölti og ákaflega mjúkur á brokkinu. Skipti mig litlu í ferðum eða vinnu á hvoru hann fór.

Veturinn eftir frumtamninguna gaf frúin mér svo klárinn, enda trúði tengdafaðir hennar henni fyrir því að hann myndi nú ekki henta henni sérlega vel.

Hyrjar sætti sig ákaflega illa við að hafa aðra á undan sér í samreið sem skapaði aftur ákveðin vandamál sérstaklega þegar ég lenti í ferðum með hestamanni sem þoldi alls ekki að hafa einhvern á undan sér í forreiðinni.
Klárinn var einstakur karakter og þó hann væri oftast styggur og stundun ljónstyggur gat hann allt eins átt það til að standa eins og klettur þegar ég gekk að honum.
Í smölun var hann frábær, því fyrir utan dugnaðinn og úthaldið fór hann einfaldlega það sem honum var beint á og í taumi fylgdi hann eins og hundur á hvað sem var farið, án þess að maður vissi af honum.

Snilld, Assa og Hyrjar en það var hans helst galli í smalamennskum að ekki var gefið að hann næðist ef hlaupið var frá honum lausum.
Hér er smá pása í erfiðri leit á Rauðamellsfjallinu, sökkvandi aur í öllum holtum og leiðinda veður.

Dokað eftir rekstrinum við Ytra Skógarnes á leið austur Löngufjörur.

Bára frá S. Skörðugili. Þrymur frá Dalsmynni og Hyrjar.
Hér er Selsfjallið að baki en þetta var fyrsta og síðasta smalamennskan sem annar en ég smalaði á Hyrjari. Ég held að Tengdadóttirin hafi verið nokkuð sátt við öldunginn þó mesti ofurkrafturinn væri úr honum þarna.
Hann átti til ýmsar tiktúrur m.a. að taka svo miklu ástfóstri við einhverja hryssu að hann mátti ekki af henni sjá. Í upphafi ferðalaga nældi hann sér undantekningarlaust í eina slíka í fyrsta næturhólfi og hélt henni fyrir sig út ferðina. Varði hana á áningarstöðum og fylgdi henni eins og skugginn í rekstri.

Meðan Von var notuð undir hnakk var hún sú eina sanna og í rekstri var hann alltaf næstur á eftir henni og síðan lestuðu aðrir Dalsmynnishestar sig á eftir þeim.
Ég sætti því lagi ef ég var einn með hóp að leggja á Von eða teyma hana en láta Hyrjar hlaupa, þá lestaði restin sig fallega á eftir mér.
Nú er Hyrjar allur og eitthvað klikkað í keðjunni, því ekkert er í hendi til að fylla í skarðið.
Trúlega hefur bóndinn eitthvað hrakist af leið í ræktuninni.
07.12.2011 23:44
Já,já, alltaf verið að bardúsa eitthvað í sveitinni.
Eftir að yngri bóndinn kom til vits og ára yfirtók hann alla járnsmíðavinnu á búinu.
Að sjálfsögðu bráðhagur,enda örstutt að sækja það og talsvert nettari í smíðinni en sá eldri, sem lagði öllu meira uppúr endingu en útliti.
Það er búið að vera algjört forgangsmál síðustu 6 árin að smíða gjafagrind í flatgryfjuhúsnæði sem hluti sauðfjárins hefur til afnota og nú var ekki undan því vikist lengur.
Þessi ár hef ég notað til að útskýra fyrir smiðnum hvernig best sé að gera grindina úr garði svo hún virkaði almennilega með algjöru lágmarkseftirliti.
Fyrir nokkrum vikum áttaði ég mig loksins á því að það var nákvæmlega ekkert verið að hlusta á ráðgjöfina svo ég hætti henni en setti hins vegar því meiri pressu á því að ljúka þessu forgangsmáli síðustu ára.
Það var því stór dagur þegar gjafagrindin var vígð þrátt fyrir að smiðurinn tæki mjög skýrt fram að hér væri bara um tilraunaeintak að ræða.
Þar sem traktorinn er notaður til að koma með rúlluna og skera hana í grindinni þurfti sérstaka hönnun og hér er hún klár í áfyllinguna.
Önnur hliðin lögð niður og hinni hallað frá meðan skorið er.
Og þetta gekk nú bara ágætlega enda vanir menn á ferðinn þaulvanir gamla fúskinu sem hafði nú dugað öll þessi ár þó hún hefði nú verið drifin upp fyrir einn vetur max.
Svona leit þetta svo út þegar gjöfinni var lokið þennan daginn.
Ærnar byrjuðu strax að snyrta kantana svo fyrsta borðinu yrði lyft fyrir þær.
Svo er bara að bíða og sjá hvernig næsta gjafagrind lítur út þegar útkoman af
" tilraunaeintakinu " hefur verið gaumgæfð nákvæmlega.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334