07.12.2011 23:44

Já,já, alltaf verið að bardúsa eitthvað í sveitinni.

  Eftir að yngri bóndinn kom til vits og ára yfirtók hann alla járnsmíðavinnu á búinu.

 Að sjálfsögðu bráðhagur,enda örstutt að sækja það og talsvert nettari í smíðinni en sá eldri, sem lagði öllu meira uppúr endingu en útliti.

 Það er búið að vera algjört forgangsmál síðustu 6 árin að smíða gjafagrind í flatgryfjuhúsnæði sem hluti sauðfjárins hefur til afnota og nú var ekki undan því vikist lengur.

 Þessi ár hef ég notað til að útskýra fyrir smiðnum hvernig best sé að gera grindina úr garði svo hún virkaði almennilega með algjöru lágmarkseftirliti.

 Fyrir nokkrum vikum áttaði ég mig loksins á því að það var nákvæmlega ekkert verið að hlusta á ráðgjöfina svo ég hætti henni en setti hins vegar því meiri pressu á því að ljúka þessu forgangsmáli síðustu ára.

 Það var því stór dagur þegar gjafagrindin var vígð þrátt fyrir að smiðurinn tæki mjög skýrt fram að hér væri bara um tilraunaeintak að ræða.



 Þar sem traktorinn er notaður til að koma með rúlluna og skera hana í grindinni þurfti sérstaka hönnun og hér er hún klár í áfyllinguna.



 Önnur hliðin lögð niður og hinni hallað frá meðan skorið er.

 Og þetta gekk nú bara ágætlega enda vanir menn á ferðinn þaulvanir gamla fúskinu sem hafði nú dugað öll þessi ár þó hún hefði nú verið drifin upp fyrir einn vetur max.



 Svona leit þetta svo út þegar gjöfinni var lokið þennan daginn.



 Ærnar byrjuðu strax að snyrta kantana svo fyrsta borðinu yrði lyft fyrir þær.

 Svo er bara að bíða  og sjá hvernig næsta gjafagrind lítur út þegar útkoman af
 " tilraunaeintakinu " hefur verið gaumgæfð nákvæmlega.

 

 

Flettingar í dag: 388
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 2486
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 447689
Samtals gestir: 41389
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 03:28:38
clockhere