24.12.2011 15:23
Jólabloggið .
Hér eru búin að vera hin margvíslegustu veður í dag og ákaflega misgóð.

Svona var það í birtingunni og reyndar ágætt þá stundina en svo brast " hann " á.

Reyndar tók ég þessa mynd af garði húsmóðurinnar áður . Hér sést að trampólín heimilisins hefuir lagst á grúfu yfir vetrarmánuðina svo Söðulsholtsbóndinn fær það vonandi ekki á rekann þetta árið. Skaflinn sem áður var mikill leikvöllur barnanna minna, bæði sem gott snjóhúsaefni og rennibraut er orðinn ónýtur til slíks, vegna þessarar skógræktar...... .

Óveðrið gekk hratt yfir og hin árlega ferð bóndans í kirkjugarðinn var drifin af.

Það var mikill snjór kringum Rauðamelskirkju og allt hið jólalegasta. Það er búið að leggja gríðarlegar fjárhæðir í umhverfi kirkjunnar á síðustu árum og nú er komið að því að ljúka dæminu og mála hana að utan.

Þar sem ég sveik systkini mín um hinn árlega annál í jólakortinu í þetta sinn, ætla ég að leiða þau þeirra sem heimsækja mig hingað, í kirkjugarðinn á Rauðamel.
Megið þið svo kæru lesendur mínir hafa það gott um hátíðina og að sjálfsögðu framvegis.

Svona var það í birtingunni og reyndar ágætt þá stundina en svo brast " hann " á.

Reyndar tók ég þessa mynd af garði húsmóðurinnar áður . Hér sést að trampólín heimilisins hefuir lagst á grúfu yfir vetrarmánuðina svo Söðulsholtsbóndinn fær það vonandi ekki á rekann þetta árið. Skaflinn sem áður var mikill leikvöllur barnanna minna, bæði sem gott snjóhúsaefni og rennibraut er orðinn ónýtur til slíks, vegna þessarar skógræktar...... .

Óveðrið gekk hratt yfir og hin árlega ferð bóndans í kirkjugarðinn var drifin af.

Það var mikill snjór kringum Rauðamelskirkju og allt hið jólalegasta. Það er búið að leggja gríðarlegar fjárhæðir í umhverfi kirkjunnar á síðustu árum og nú er komið að því að ljúka dæminu og mála hana að utan.

Þar sem ég sveik systkini mín um hinn árlega annál í jólakortinu í þetta sinn, ætla ég að leiða þau þeirra sem heimsækja mig hingað, í kirkjugarðinn á Rauðamel.
Megið þið svo kæru lesendur mínir hafa það gott um hátíðina og að sjálfsögðu framvegis.
Skrifað af svanur
19.12.2011 21:05
Tamningatryppin. Nei nei hundarnir.
Það small allt saman.
Tímann þraut,allt fór á kaf í snjó og rest af kindum voru teknar inn og rúnar.
Þannig lauk hundatamningunum þetta árið í nóvemberlok.

Píla (á Minni Borg) frá Dalsmynni ( undan Snilld og Tinna) er komin í tveggja mán. jólafrí í það minnsta eftir að vera komin vel af stað í kennslunni. Hún á vonandi eftir að gera það sæmilegt vestan Hafurfellsins í framtíðinni.

Korka frá Miðhrauni verður vonandi tilbúin í kindavinnuna svona í janúarlok en það vantar aðeins á áhugann hjá henni ennþá. Hún er lifandi eftirmynd föður síns, Tinna frá Staðarhúsum sem mér finnst ekki vont, en það er ennþá spurning um innrætið og smalagenin.

Spes frá Dalsmynni var ekki tilbúin í tamninguna í haust en nú kemur áhuginn hratt. Ég reikna með að hún fái ekki að koma með mér í fjárhús mikið oftar, fyrr en grunntamning er hafin því hún er að verða ansi ítæk þar.
Spes er undan Dáð frá Móskógum og Glókolli frá Dalsmynni og það er ekki spurning um hvort hún verður nothæf í smalið heldur hversu góð hún verður ( svona hlutlaust álit).

Hér eru svo þær Fjóla frá Skörðugili og Æsa frá Dalsmynni,(systir Spes ) sem verða báðar í námi hjá mér í vetur.
Ég er búinn að vera dálítið duglegur í tamningunum þetta árið og þó ég eigi nú talsvert eftir á þeirrri hundabraut sem ég ætla mér kannski að ganga á allra næstu árum hefur þó miðað vel.
Hundatamningar vetrarins ráðast samt alfarið af tíðarfari og snjóalögum.
Það styttist trúlega í að ég verði að koma mér upp nokkrum kindum sem eingöngu verða notaðar í þjálfunarvinnuna því rúningur, fengitími og sauðburður eru að setja þessari vinnu of miklar skorður. Þ.e.a.s. ef ég ætla að sinna þessu eins og stefnan er sett á í dag.
Já, svona gengur þetta þegar maður er endanlega kominn í hundana.
Tímann þraut,allt fór á kaf í snjó og rest af kindum voru teknar inn og rúnar.
Þannig lauk hundatamningunum þetta árið í nóvemberlok.

Píla (á Minni Borg) frá Dalsmynni ( undan Snilld og Tinna) er komin í tveggja mán. jólafrí í það minnsta eftir að vera komin vel af stað í kennslunni. Hún á vonandi eftir að gera það sæmilegt vestan Hafurfellsins í framtíðinni.

Korka frá Miðhrauni verður vonandi tilbúin í kindavinnuna svona í janúarlok en það vantar aðeins á áhugann hjá henni ennþá. Hún er lifandi eftirmynd föður síns, Tinna frá Staðarhúsum sem mér finnst ekki vont, en það er ennþá spurning um innrætið og smalagenin.

Spes frá Dalsmynni var ekki tilbúin í tamninguna í haust en nú kemur áhuginn hratt. Ég reikna með að hún fái ekki að koma með mér í fjárhús mikið oftar, fyrr en grunntamning er hafin því hún er að verða ansi ítæk þar.
Spes er undan Dáð frá Móskógum og Glókolli frá Dalsmynni og það er ekki spurning um hvort hún verður nothæf í smalið heldur hversu góð hún verður ( svona hlutlaust álit).
Hér eru svo þær Fjóla frá Skörðugili og Æsa frá Dalsmynni,(systir Spes ) sem verða báðar í námi hjá mér í vetur.
Ég er búinn að vera dálítið duglegur í tamningunum þetta árið og þó ég eigi nú talsvert eftir á þeirrri hundabraut sem ég ætla mér kannski að ganga á allra næstu árum hefur þó miðað vel.
Hundatamningar vetrarins ráðast samt alfarið af tíðarfari og snjóalögum.
Það styttist trúlega í að ég verði að koma mér upp nokkrum kindum sem eingöngu verða notaðar í þjálfunarvinnuna því rúningur, fengitími og sauðburður eru að setja þessari vinnu of miklar skorður. Þ.e.a.s. ef ég ætla að sinna þessu eins og stefnan er sett á í dag.
Já, svona gengur þetta þegar maður er endanlega kominn í hundana.
Skrifað af svanur
14.12.2011 23:40
Arfurinn. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Afastelpan er á bráðskemmtilegum aldri nú um stundir.
Reyndar hefur hún verið það síðustu, svona 5 árin og verður það vonandi í lengstu lög.

Það er margt sem fer í gegnum kollinn á henni og hispursleysið er algjört hvort sem spurt er um eitthvað, eða verið er að upplýsa fáfrótt gamalmenni um lífið og tilveruna.
Amman og hún eru alveg í sérstöku dálæti hvor hjá annarri og má ekki á milli sjá þegar gagnkvæmar traustsyfirlýsingarnar falla, þó ekki fari milli mála hvor stjórnar þegar taka þarf ákvarðanir um ýmislegt bráðnauðsynlegt.
Afa/ömmustelpan hefur einhverntímann á lífsleiðinni áttað sig á því að allt er í heiminum hverfult og ástæðulaust að gera veður út af því þó einhver flytjiist yfir á annað tilverustig.
Þegar faðirinn sagði henni þau dapurlegu tíðindi að flekka hennar hana Kötlukollu vantaði og trúlega væri hún dauð, yppti sú stutta öxlum og sagði huggandi við sorgmæddan föðurinn.
Hún amma gefur mér bara aðra kind.

Það var fyrir nokkrum dögum að afinn og amman sátu við kaffiborðið ásamt dömunni sem var í heimsókn einu sinni sem oftar.
Henni varð eitthvað starsýnt á hring sem amma hennar bar og fór að hafa orð á því að þetta væri nú fallegur hringur. Þessi skoðun hennar fékk ágætar undirtektir og eftir nokkrar umræður og nánari skoðun spurði sú stutta hvort hún mætti bara ekki eiga hringinn.
Amman varðist fimlega og benti m.a. á að hann væri of stór o.sv.frv.
Ömmustelpan velti þessu nú öllu fyrir sér og spurði svo blátt áfram hvort hún mætti ekki eiga hann þegar "þú ert dáin amma mín ".
Nú kom talsvert á ömmuna sem fipaðist nokkuð vörnin, enda trúlega viðkvæmara umræðuefni fyrir hana en þá stuttu. Hún benti þó á að hún væri nú kannski ekki á förum á næstunni og tíndi fleira til, sem koma átti í veg fyrir einhverjar ótímabærar ákvarðanir.
Ömmustelpan lét samt ekki slá sig útaf laginu og lauk þessari umræðu með því að amman samþykkti að þetta gæti nú hugsanlega verið í lagi, allavega hennar vegna.
Nokkrum dögum seinna er amman að búa sig uppá til ferða á hljómlistagerning í Hörpunni
og var ömmustelpan enn gestkomandi og dáðist mikið að klæðnaði ömmunnar . Ömmunni þótti hólið gott enda frá miklum fatasérfræðingi komið.
Þar kom fataspjalli þeirra að ömmustelpunni kom í hug að rétt væri að tryggja sér þennan skrautfatnað þegar amman hætti að nota hann, minnug hringumræðunnar nokkrum dögum áður. Enn sem fyrr hafði amman ýmsa varnagla og mótbárur uppi og benti á að kannski vildi nú mamma hennar eða Halla frænka fá fötin.
Þegar sú litla sá fram á að þarna voru ýmsar hættur framundan herti hún sóknina. Til að reyna að stýra umræðunni í annan farveg og minnka glottið á afanum sem leiddist þessi umræða ekki mikið, spurði amman.
En afi. Hver á að fá fötin hans afa þegar hann hættir að nota þau??
Þetta kostaði mikil heilabrot og svipbrigði og fátt virtist í stöðunni sem gæti stýrt þeim fatnaði í réttar hendur enda erfitt að finna nothæf rök fyrir því.
Svo allt íeinu birti yfir svipnum og hún sagði fljótmælt. Strákur, það á strákur að fá þau. Strákurinn sem ég ætla að giftast.
Þá lét afinn sig hverfa inná skrifstofu og lokaði gætilega á eftir sér.
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334