11.01.2018 20:08
Hundaannállinn 2017.
Ræktunarplönin sem voru í gangi fyrir árið 2017 gengu ágætlega eftir.
16 jan. skaust fyrsta gotið undan Sweep hérlendis, í heiminn.
Móðirin var Frekja frá Ráskukoti sem var leigð í verkið. Hún er undan Tinna frá Dalsmynni sem ég met mikils, þó eigandinn sé óþarflega hlédrægur þegar að hólinu kemur
.

Frekja hafði verið í námi hjá mér og ég stóðst ekki mátið að sjá hvað kæmu í ljós ef þau Sweep rugluðu saman genunum.

Sweep að urra á afkvæmin.
Útkoman var 4 tíkur og 3 rakkar.
4 hvolpanna voru seldir með mánaðartamningu eða meira.
Eiganda þess fimmta var treyst til að temja tíkina sína enda í hóflegri fjarlægð til þess að ég gæti haft puttana á verkinu.
Sá sjötti var keyptur af einni í topp 10 hópi bestu þjálfara landsins og er í kennsluprógrömmum sem eru víðsfjarri sauðkindinni ( ennþá ).

Bokki snillingur.
Sá sjöundi skaust aðeins í prufuferð til kunningja en kom svo aftur til föðurhúsanna. Það fer svo alveg prýðilega á með okkur.
Nú er ég búinn að taka viku til 10 daga prufu á þeim 6 sem fara í kindastússið. Þau eiga svo að hafa lokið mánaðarferlinu hjá mér í marslok.
Hvolparnir voru seldir með skilarétti til eins árs aldurs en það eru engar líkur á að reyni á það í þetta sinn


Korka gaut svo 10 ág. 4 tíkum og 3 rökkum.
Þau munu trúlega öll koma í tamningu til lengri eða skemmri tíma. Sumir strax og fyrra gotið verður afgreitt, aðrir í sumar.

Skessa
Úr gotinu hélt ég eftir einni tík .
Svo er það spurningin hversu mörgum systkinum hennar verður skilað af hundfúlum eigendum
.

Hérna er svo myndbrot af Skessu og Skálm systir hennar rétt að verða 5 mán. Skálm gæti verið klár í tamningu þó hún verði nú geymd eitthvað og Skessa er farin að grilla í ljósið. Smella hér.
Í næsta eða þarnæsta bloggi mun ég leggja ( algjörlega hlutlaust
) mat á hvernig þessi got koma mér fyrir sjónir.

Skrifað af svanur
22.09.2017 09:55
Fjárrögunardagurinn mikli.
Eftir að búið er að ná fénu saman ( þriggja daga leit) er tekinn dagur í rögunina.

Þar sem notast er við taðfjárhús er enginn afsláttur veittur á þurrviðrisdegi.
Lömbin eru tekin undan . Veturgamalt og sláturfé tekið frá .
Lömbin vigtuð og grófflokkuð fyrir ómskoðun og líflambaval.
Þó fjárbúið sé ekki stórt ( 150 vetrarfóðrað) og húsakosturinn velhannaður fyrir fjárragið þarf útsjónarsemi til að þetta gangi á einni dagstund.
Hópnum er rennt þrisvar í gegnum rögunarganginn. Fyrst eru ásetningsærnar skráðar og teknar úr. Síðan veturgamalt og þær ær sem ekki verða settar á.

Rögunargangurinn er að sjálfsögðu heimasmíðaður og svínvirkar náttúrlega.
Að lokum er svo lömbunum rennt í gegn,vigtuð og þau sem verða ómskoðuð og stiguð merkt. Þau eru fljót að læra og við vigtunina eru þau farin að renna greiðlega gegnum ganginn.

Úr vigtinni fara þau út í réttina og svo bíður hausthólfið eftir þeim.

Já , svo er það líflambavalið í næstu viku og síðan er ein sending í hvíta húsið aðra vikuna í okt.

Já. Þau ánægjulega umskipti fylgdu þessari aðstöðu að árlegir bakverkir steinhættu algjörlega að gera vart við sig.

Samkvæmt skilgreiningu sumra félaga minna í sauðfjárræktinni flokkast þetta víst undir hobbýbúskap en skítt með það

Tókuð þið svo nokkuð eftir því að það var bara ekkert minnst á hunda í þessu bloggi.

Skrifað af svanur
18.09.2017 20:00
Bokki til sölu.
8 mán. hvolpur Bokki frá Dalsmynni er til sölu.

Seldur

F. Sweep innfl. M. Frekja frá Ráskukoti.
Bokki er einstaklega yfirvegaður , rólegur og vandamálalaus í daglegri umgengni.
Hlýðinn og þægilegur.
Hann er kominn aðeins af stað í kindavinnunni.
Meðfylgjandi eru slóðir á 3 myndbönd af honum 5- 6 og 7 mán. í æfingartímum.
Þar sést hversu yfirvegaður en ágengur og vandamálalaus hann er og verður væntanlega í tamningu.
Þetta er hundur sem fyrst og fremst þarf að kenna að bregðast við skipunum.
Annað sem þarf til að gera hann að góðum fjárhundi er mestallt eða allt til staðar í kollinum á honum.
Og það er engin hætta á að hann forði sér heim þó þjálfaranum verði það á að hækka röddina verklega
.

Vegna þess hversu yfirvegaður hann er,gætu menn haldið að vantaði í áhugann.
Það er alls ekki og ef ég met hann rétt á eftir að bæta vel í hann.
Þetta er hundur sem gæti munað um næsta haust ef vel er haldið á spöðunum.
Verðið á honum í dag er aðeins kr. 160.000 + vsk.
Eftir 3 vikna frí er tamningavinnan að fara í gang aftur. Það mun þýða verðbreytingar sem gætu orðið nokkuð örar ef væntingar ganga eftir.
Slóðin á hann 5 mán. Smella hér.
Slóðin á hann 6 mánaða . Hér er hægt að spá í hversu
ákveðinn hann verður. Smella hér.
Slóðin á hann 7 mán. Smella hér.
Bokki ættartré.

Upplýsingar í s. 6948020 eða í skilaboðum á fésinu . ( Svanur H. Guðmundsson. )
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334