09.05.2012 04:57

Byggið og búsældin.

 Tvisvar til þrisvar í mánuði er farið niður í byggskemmu, valsað, sekkjað og vigtað út 2 - 3 tonn af byggi fyrir búið.


                                                                          Gömul auglýsing úr skólablaðinu Jökli.

Það eru fyrst og fremst kýrnar sem " njóta " þessarar heimaframleiðslu en byggið er notað eins og hægt er, sem kjarnfóður fyrir þær.

Það er hinsvegar þannig samansett að bæta þarf við það steinefnum og þegar kýrnar eru svo komnar í ákveðna nythæð fá þær til viðbótar próteinríkt kjarnfóður.



 Það er stór afkastamikill valsari aftan í dráttarvél sem sér um völsunina en hér er valsað niður í móttökuna og byggið síðan sett aftur uppí síló sem það er svo sekkjað úr.



 Í upphaf byggræktunar var þetta skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum bústörfum, en þegar við vorum á tímabili, farnir að valsa , sekkja og afhenda til sölu nokkur hundruð tonn af byggi, fór af þessu glansinn.  
Nú er þetta með leiðinlegri bústörfum allavega hjá mér.


                                                      Tveggja vikna skammtur eða svo klár í heimkeyrsluna.

 Þessi ræktun er alltaf dálítið mikið lotterí og þegar eru undir 20 - 30 ha. er ekki lengur hægt að tala um þetta sem tómstundargaman.
Ef næst sáðbygg úr heimaræktun og menn geta nýtt búfjáráburðinn í ræktuninni er hægt að minnka tilkostnaðinn talsvert, en þau árin eru samt fleiri sem allt stendur í járnum með afkomuna.


                                                                            Heimabygg spíruprófað.

Þá er bara að gæta þess að vera ekki að skoða tölur með of mikilli smámunarsemi.



 Jarðræktarstörfin eru oftast skemmtileg og fátt gleður augað meira en fallegur velþroskaður akur.
Og ekki skemmir ef uppskeran næst af honum áður en hún fýkur niður.

 En þá eru það gæsir  og gæsaskyttur sem kætast þó skytturnar reyni oftast að leyna gleði sinni..



 Nú er það sáðbygg sem fyrst fór niður farið að kíkja upp í vorkuldana og það verður jafn spennandi nú og ævinlega að fylgjast með því og spá í uppskeruhorfur fram á haustið.



 En þá byrja skemmtilegheitin fyrir alvöru.
Flettingar í dag: 739
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423135
Samtals gestir: 38529
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 08:10:53
clockhere