16.09.2012 20:32

Þverárrétt 2012. fyrri leit.

 Féð var með flesta móti í Þverárrétt í dag en þar var réttað féð úr austurhluta gamla Eyjarhreppsinins eftir leitir á Svínafelli,  Y. Rauðamelsfjalli og víðar i gær.


 Úr leit á Rauðamelsfjalli.

 Það fé sem þarna kemur fyrir er að langmestu leiti frá vinum mínum á Austurbakkanum,
sem ýmist er upprekstrarleyfi fyrir eða kemur í eigin boði.



 Safngirðingin var sæmilega nýtt í þetta sinn og féð vel hvílt fyrir réttarharkið.
 


 Það þarf að reka safnið nokkur hundruð m.  frá girðingu í rétt og stundum hefur gengið á ýmsu en nú gekk allt eins og í sögu.



 Og Bjöggi mættur galvaskur í dráttinn.


 Hér er hringurinn farinn að þrengjast utanum síðustu kindurnar.


 Alltaf sami spenningurinn að reka í rétt en hér halda allir ró sinni.


 Sultuslakir með féð er að koma sér inn.


 Réttarveggirinir eru misjafnlega greiðgengir fyrir féð en þessi hluti réttarinnar er samt enn minna haldið við en öðrum hlutum hennar.



 Aron Sölvi  hélst vakandi í þetta sinn og hér er hann mjög hamingjusamur því Helga í Haukatungu hafði laumað einhverju í munn og báðar hendur á kappanum.



 Og hrossa,bygg og skógræktarbóndinn í Söðulsholti kom að sjálfsögðu ríðandi í réttina með fríðu föruneyti enda sérlegur aðdáandi sauðkindarinnar og óhefts frelsis hennar í lendum skógarbænda.


Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414825
Samtals gestir: 37306
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:42:33
clockhere