09.06.2013 20:44

Stofnhrun og rigningarsumar?

 Bókstaflega allt að gerast bara.

Ef  ég væri ekki orðinn nokkuð heyrnaskertur myndi ég örugglega heyra grasið vaxa Þessa dagana, en Þó sjónin sé nú náttúrlega líka farin að daprast verulega sé ég Þetta gerast, - alveg greinilega.

Eða Þannig.

 
 Hér er undanfarahópur sendur að kanna beitarskilyrði til fjalla. Komi hann ekki til baka næstu dagana er Því slegið á föstu að nú sé í óhætt að senda restina á eftir í hæfilegum skömmtum.
 Komi hann hinsvegar til baka er skýringin á Því náttúrulega sú, að í Þessum hópi er samansafn af ásæknustu túnrollunum, svo Þær verða auðvitað bara sendar til baka ásamt rest.

 Í hæfilegum skömmtum.



 Enda er Það hjartað efst í hlíðinni ofan við bæinn sem segir til um Það hvenær túnrollurnar fá reisupassann. Þegar Það er orðið almennilega grænt er sumarið komið. 
  Bara fara með smá áburð Þarna upp ef sumarið er seint á ferðinni.

 Grenjavinnslan er svo brostin á og nú er illt í efni.

Sá illi grunur sem læðst hefur að glöggum fagmönnum refabana á svæðinu að nú væri stofn sveitarfélagsins í sögulegu lágmarki virðist eiga við rök að styðjast.

 Þetta eru hörmuleg tíðindi fyrir Þá sem hafa ornað sér vetrarlangt við villtustu drauma um grenjalegur í norðanroki og drullukulda, nú eða Þoku og rigningu.
 Refavinafélagið og aðrir velunnarar Þessa útsmogna blóðÞyrsta landnámsdýrs munu að sjálfsögðu líka taka Þessi tíðindi ákaflega nærri sér ef Þeir frétta Þau, en kannski á aðeins öðrum forsendum.



 Á svæðinu sem ég fór um í gær Þar sem var tékkað á 10 galtómum grenjum kunni fuglinn sér hinsvegar ekki læti . Aldrei séð jafn fjölmenna flóruna af honum fyrr á Þessu víðfeðma strand og flóasvæði.

 Vonandi Þeirra vegna að blóðÞyrstir veiðimenn og skammsýnir tófuvinir Þurfi að lifa við sem mestan tófuskort sem lengst.

 Rigningarnar sem hafa vökvað Þetta landsvæði með mismiklum vatnsskömmtum síðan um miðjan maí hafa sett alla akuryrkju sem ekki var lokið fyrir Þann tíma í nokkurt uppnám.

  Þeir sem tóku hálfan sólarhringinn í svefn á Þeim tíma sem sáningarhæft var, orðnir vanir skikkanlegu tíðarfari síðustu ára klóra sér í höfðinu yfir Þessari óáran.

 Ég myndi svo hafa nokkrar áhyggjur af hvernig Þeirri kynslóð sem ekki hefur kynnst alvöru rigningartíð á heyskapartíma, myndi standa sig í heyskap sem Þyrfti að stökkva í svona milli skúra, eins og í Þá gömlu góðu.

  Þ.e.a.s ef ég væri ekki löngu hættur að stressa mig á slíku.


Og tíkurnar tvær sem verða útskrifaðar annað kvöld eftir viku nám, hafa sannfært mig um að ég sé snillingur.

 Bara svona hlutlaus hugleiðing.emoticon 
 
Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414806
Samtals gestir: 37302
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:44:15
clockhere