09.07.2013 21:25

Áfangar, tarnir og " gróðraskúrir".


Það gekk á ýmsu í Þessari stærstu heyskapartörn sumarsins.

Nú voru breyttir tímar í tíðarfari frá liðnum sumrum og sérstaklega á endasprettinum var treyst á að veðurfræðingarnir myndi nú klikka í tveggja daga spánum.

Sem Þeir og gerðu.

 Hér er reynt að ná lágmarksÞurrkun á allt hey og extra fyrir sauðféð.



 Þessum eðalgræjum var lagt til að byrja með vegna ótraust veðurfars og knosaravélin notuð til að stytta Þurrktímann.



 Reyndar var svo allt tekið til kostanna Þegar sást fyrir endann á Þurrkinum og sem betur fer gekk lottóið upp og nú er einungis óslegið af fyrri slætti, Það sem á að spretta hæfilega úr sér fyrir hross og fé.



 Einhverra hluta vegna fór frágangurinn á rúlluplastinu ekki eins rosalega í taugarnar á mér og oft áður, en Þetta er held ég í fyrsta sinn sem ég var í regngalla við verkið.

 Alls óvanur slíkum vinnufatnaði nema í haustleitum.



 Hér er aðstoðargengið fullskipað og guttinn farinn að telja árin Þar til hann yfirtekur Þetta " spennandi " starf af honum afa gamla, ásamt ýmsu fleiru í dótaflokknum.

 Eðaldýrin Þrjú á pallinum láta sér hinsvegar fátt um finnast og Korka lítur rannsakandi yfir nærliggjand akra.

 Kannski leyndist Þar skemmtilegt viðfangsefni af austurbakkanum?



 Þessi eðalgræja hér reyndi hinsvegar duglega á Þolrifin Þessa daga og Þegar hún stoppaði í fjórða sinn, síðasta daginn var gott að geta gengið að vinum okkar á austurbakkanum til að koma síðustu 60 rúllunum í plast.
.
 Þó heyskapinn taki fljótt af miðað við fyrri tíma er Þetta alltaf sami spretturinn og puðið.

Bara færri sólarhringar.

Og alltaf jafn skemmtilegt.
Flettingar í dag: 735
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423131
Samtals gestir: 38529
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 07:48:40
clockhere