21.01.2014 08:04
Hundatamningarnar og áfangarnir.
Ég er stundum spurður að því hvað taki langan tíma að temja eitt st. hund ?
Það fer eftir viðmælandanum og því hvernig liggur á mér hvert svarið verður.
Oftast skauta ég yfir málið með því að segja að þetta sé svona svipaður tími eins og að temja hest.
Sem segir auðvitað ekkert.
Eftir að ég fór í hlutastarf við að temja fjárhunda gerist það sjálfkrafa með bættri aðstöðu, að skipulagningin verði önnur en í dundinu áður.
Skæruliðahólfið var nú ekki notað svona, nema einu sinni.
Nú skipti ég tamningunni í áfanga og þó skilin milli þeirra sé kannski ekki mjög skýr finnst mér það henta því vel sem ég er að gera.
Nú er fyrsta áfanga lokið með systkinahópinn sem ég byrjaði með fyrir rúmri viku.
Ég hef aldrei áður verið með svona systkinahóp tekinn inn sama daginn .
Hér eru systkinin á frídegi eftir vikutörn. Frökk litla t. h. sem er yngri og ekki alveg tilbúin fær samt að spreyta sig öðru hvoru sem aukanemandi.
Og þar sem ég er ræktandinn að hópnum finnst mér aldeilis frábært að geta spáð í útkomuna og fengið að vinna úr henni. Einn í hópnum er nánast alveg copy - paste af móður sinni en hinir eru blandaðri.
Þau eru þó það lík að ég útskrifaði þau öll úr áfanga eitt, á sama tíma . Það er ekki hefðbundið hjá mér með fjögurra hvolpa hóp sem kemur sitt úr hverri áttinni.
Neró er alveg með þetta í genunum.
Til að byrja áfanga 2 þurfa nemendurnir að vera orðnir mjög öruggir í að halda hópnum að mér.
Ég vil geta stoppað þá af hvar sem er, helst án þess að þurfa að hækka röddina.
Hægri og vinstri skipanirnar eiga að koma þeim af stað úr kyrrstöðu þó það sé langt í land með að þeir séu öruggir á áttunum.
Og síðast en ekki síst eiga þeir að yfirgefa kindurnar og koma til mín við skipun.
Ég mæli hiklaust með því að þeir sem eiga efnilegan hvolp og langar að temja hann sjálfir, en hafa kannski ekki aðstöðu eða kindur í það, kaupi þennan áfanga hjá einhverjum tamningarmanni nálægt sér.
Það flýtir ótrúlega fyrir og auðveldar eftirleikinn.
Tamningamönnunum fjölgar sem betur fer hægt og örugglega.
Eftir áfanga 1. vil ég komast í meira rými með kennsluna, helst út á stórt tún laus við girðingar og skurði.
Hér er afi hvolpanna , Tinni frá Staðarhúsum kominn vel af stað í áfanga 2.
Þá er farið í að senda hundinn lengra frá sér eftir hópnum og sett aðeins meiri pressa á hliðarskipanir.
Þarna er ákveðið hvaða form ég held að henti eigandanum og hvort eitthvað þarf að breyta vinnulagi hundsins í því sambandi. Stundum þarf að víkka úthlaup eða þrengja. Ákveða hvort hann eigi að koma viðstöðulaust með hópinn eða stoppa þegar komið er fyrir hann o.sv.frv.
Ef það eru ákveði tímamörk á því hvað ég hef hvolpinn lengi forgangsraða ég áherslunum eins og ég held að henti best í hverju tilviki.
Það er sjaldgæft að menn splæsi í áfanga 3, en þá er farið í alvöru vinnu með óvanar kindur og kennt ýmislegt bráðnauðsynlegt .
En það komast nú ótrúlega margir hundaeigendur ágætlega af án þeirrar kunnáttu hundanna sinna.
Það er svo kannski rétt að upplýsa það að hvolpur sem er ekki gott efni eða kemur skemmdur úr uppeldinu getur stoppað býsna lengi í áfanga 1 .
15.01.2014 20:52
Dráttarvélasalan 2013
Það var búið að spá líflegrum sölukipp í dráttarvélum á síðasta ári.
Það gekk ekki eftir og samkvæmt meðfylgjandi töflu stendur innflutningurinn nánast í stað.
Það var Fegginn sem toppaði þetta árið.
Þó hafa verið tilfærslur milli merkja og ljóst að Zetorinn er hástökkvari ársins.
Fréttinni stal ég af heimasíðu Jötunn Véla.
Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu var heildarsala nýrra dráttarvéla hérlendis í fyrra 107 vélar í samanburði við 108 vélar árið 2012. Til viðbótar voru fluttar inn 17 notaðar vélar á árinu af ýmsum merkjum samanborið við 14 árið 2012.
Hér fyrir neðan má sjá töflu sem sýnir fjölda seldra véla og markaðshlutdeild söluhæstu framleiðenda hérlendis árið 2013. Sölutölur fyrir árið 2012 eru til hliðsjónar fyrir aftan í skyggðum reitum.
Alltaf gaman að spá í innflutningstölurnar.
13.01.2014 20:34
ábyrgðir og endurheimtur .
Maður verður nú að hafa trú á því sem verið er að gera sagði ég borubrattur.
En færðu þá bara ekki alla í hausinn aftur, þegar þeir stækka og verða leiðinlegir spurði viðmælandinn með efasemdarhreim í röddinni.
Jú svaraði ég glottuleitur, - ef eigendurnir vilja ekki eiga þá lengur.
Hann hafði spurt mig hvort ég væri virkilega að selja BC hvolpa með ársábyrgð, sem ég játti greiðlega.
En ef þeim er rústað í uppeldinu spurði hann , reynslubolti sem vissi hvar hættan lá þegar fjárhundsefni er annarsvegar.
Mér fannst þetta ekki áhugavert umræðuefni, sagðist velja kaupendur af mikilli kostgæfni og sneri umræðunni að heimtum og smalamennskum.
Nú eru tamningarnar að komast á fullt hjá mér og byrjunin er býsna skemmtileg því gotið hennar Korku sem er 10 mán. er mætt til móðurhúsanna í tamningu.
Og það er ljóst að þar verður engu skilað.
Það er alltaf skemmtilegt að sjá hvað svona endurheimtur kannast vel við allt en þó aðeins séu 8 mán. síðan þessir yfirgáfu æskustöðvarnar, ætla ég ekki að halda því fram að þeir þekki mig eða móðurina aftur. En þeir þekkja kallflautið og ótalmargt annað situr í undirvitundinni hjá þeim.
Bræðurnir voru með ýfingar þegar þeir hittust allir sama daginn en gamall reynslubolti veit að ekkert er betra en láta þá mæðast saman í góðum fjórhjólaskver. Sama lögmálið og að svita hross úr öllum áttum saman í góðri ferð í gamla daga.
Nú er þriðji námsdagurinn liðinn og þó útlitið á systkinahópnum sé ekki mjög líkt og þetta séu fjórir mismunandi karakterar, er margt sláandi líkt þegar kemur í vinnuna.
Trúlega hægt að gera eitthvað nothæft úr þeim í rólegheitunum.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334