09.01.2015 20:05

Langtímadílar og hundabrask..

 Stundum er ég spurður að því hvað sé eðlilegt verð á " tömdum " hundi.

 Það vafðist fyrir mér að svara þessu . 

Enda engir tveir tamdir hundar eins og himinn og haf milli skoðana manna  og náttúrlega kvenna á því hvað sé " taminn " hundur. 

 Nú svara ég þessu greiðlega með því að rétta verðið sé það sem bæði kaupandi og seljandi telja ásættanlegt. 

Allavega meðan hundurinn stendur undir væntingum emoticon . 

 Þetta er samt ekki allskostar rétt svar hjá mér, en þó rétt svo langt sem það nær.. 

 Staðreyndin er sú að framboðið af tömdum hundum er sáralítið.  

 Þó er til alveg fullt af bændum og lausamönnum sem geta prýðilega tamið hund.   Og þrátt fyrir að ég halda því fram í tíma og ótíma að " nokkurt " hlutfall ræktunarinnar sé einskis virði í smalavinnu er samt ekkert mál að verða sér útum gott eintak til tamningar.

  Annaðhvort hjá öðrum, eða með að rækta það sjálfur. 

  Skýringin á því að ekki er meira framboð af tömdum hundum er að sjálfsögðu það að verðið sem hinn almenni bóndi er tilbúinn að borga er of lágt. 

   Með öðrum orðum hið almenna söluverð á tömdum góðum hundum er ekki rétt emoticon  .

 Mér sýnist að þau verð sem menn þola nokkuð vel að sjá séu svona uppundir 300 kallinn. 

 Nú er þörf manna fyrir góðan hund misjöfn og þó þeim fari fækkandi, er samt nokkur hópur bænda sem áttar sig ekki á því sem góður hundur getur.

   Ég hef haft dálítið að gera í símanum undanfarna daga og kvarta alls ekki undan því.emoticon
  
 Sum samtölin eru samt skemmtilegri en önnur. 

 Einn bóndinn sagði mér að hann hefði aldrei átt B C hund. Hefði alltaf verið með þessa " íslensku " . 

  Hefði hinsvegar alltaf sagt það, að þegar hann færi að eldast tæki Borderinn við. Nú færi að koma að þeim tímamótum hjá honum.  

  En þá vildi hann kaupa sér fulltaminn góðan hund. Gæti ég útvegað honum hann ?  
 Ég játaði því afdráttarlaust, en það myndi hvorki gerast í dag eða á morgun. 

  Ég fór svo yfir það hvað svona hundur ætti að geta og þyrfti að hafa til brunns að bera til að ráða við þetta. 
 Við værum svo að tala um tvö ár plús eða mínus eitthvað í verkefnið. 

 Það hentaði bóndanum ágætlega.

. Þá sagði ég gætilega að þetta kostaði dálítið  emoticon . 

   Bóndinn vissi allt um það . 

Hann væri aðeins í hestasölu og þekkti allan pakkann. Ræktunina, uppeldið, tamninguna o.sv.frv.

 Síðast en ekki síst hefði hann verið að kaupa hvolpana ( þá íslensku) á 200 kall.  
 Lítið mál að tvö eða þrefalda þá upphæð, nú eða meira fyrir góðan hund.

 Já það var óþarft að hafa fleiri orð um þennan díl. emoticon .

 Og biðlistinn minn var færður upp og viðmælandinn settur í annað sætið.emoticon
Flettingar í dag: 404
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424881
Samtals gestir: 38844
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 11:43:37
clockhere