15.03.2008 23:35

Skjákortin.

 Já tölvuræfillinn konunnar minnar er með afbrigðum seinvirkur og erfiður þessa dagana og skjákortið hefur verið úrskurðað svo gott sem ónýtt. Búið er að fjárfesta í nýju og ekkert eftir nema koma því í. Ég velti því nú aðeins fyrir mér hvað sé að hjá mér þegar ég er altekinn þessum kvillum en kemst ekkert áfram í þeim vangaveltum. Það er allavega ekki eins einfalt mál og þetta með skjákortið. Nú líður hratt á veturinn og full þörf á að bóndinn taki sig á með tölvunni(með nýja skjákortinu) og fari að gera eitthvað annað en leika sér með hundana alla daga. Rétt að taka morgundaginn í að skipuleggja virku dagana í næstu viku. Fyrsta fermingarveislumætingin er svo á morgun sem er mjög ákveðin vísbending um endalok vetrarins.  Og það var verið að velta því fyrir sér við kvöldverðarborðið í gærkveldi hvað það kostaði þjóðarbúið að  láta háttvirtan utanríkisráðherra fá "tilfinningu" fyrir ástandinu í Afghanistan. Fimm sérsveitarmenn frá Birni búnir að vera í viku að kanna aðstæður og svo nauðsynlegt fylgdarlið o.sv.frv. Ekki von að fáfróður sveitamaðurinn nái upp í þetta.
Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803536
Samtals gestir: 65137
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:40:43
clockhere