15.03.2008 00:10

Afadagur.

 Um leið og ég kom inn úr fjósinu byrjaði ég á að fela snjóþotu dótturdótturinnar minnugur þess hvernig fór fyrir viku. Ég var líka eldsnöggur að fá mér kaffið og fara í fljótheitum yfir blöðin  í tölvunni enda stóðst það á endum að Vísir.is var upplesinn þegar uppáhalds afastelpan birtist(sú eina). Hún tekur daglegum framförum í þekkingu sinni á lífinu og tilverunni og  þegar við erum hér tvö í notalegheitum er hún fljót til svara aðspurð um það hver sé nú langbestur? Þegar mamman er viðstödd er niðurstaðan reyndar aðeins önnur. Og þar sem veðrið var fínt  ákváðum við að fara með ruslið á fjórhjólinu og tékka á rebbaslóðum í framhaldinu.Þegar því var lokið kom í ljós að það var skynsamleg fyrirhyggja að láta snjóþotuna hverfa, því litla manneskjan leitaði  um allt með einbeittum svip sem benti til þess að litið væri á það sem sjálfsagðan hlut, að afinn þendi sig út um allar koppagrundir með snjóþotu í eftirdragi.   Miðað við það hversu mikið skýrleiksbarn er þarna á ferðinni, áttar hún sig vonandi fljótt á því að mamman og amman standa fyrir fornaldargræjum eins og ferðlitlum snjóþotum meðan afinn ( sem er l.........) er allur í tækninni og alvörudótinu.
 En þetta tekur allt sinn tíma!
Flettingar í dag: 2678
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 650776
Samtals gestir: 57960
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:13:56
clockhere