22.03.2008 21:12
Rúningurinn.
Það var ekki lengur undan því vikist að fara að ná snoðinu af rollunum þrátt fyrir einlægan brotavilja bændanna að draga það sem lengst. Í dag rúðum við yngstu árgangana tvo og hæfilegan fjölda til viðbótar svo hægt væri að klára rest á einum degi. Rúningnum fylgja ýmsar sermoníur því einungis yngsta féð er alrúið. Á hinum er skilið aðeins eftir til að tryggja þær fram á sumarið. Þó ég haldi því alltaf afdráttarlaust fram að vorið verði gott segir reynslan mér það að yfir 90 % líkur eru á kuldakasti í maí/júní.Þá er það er síðan spurning um lengd og rakastig. Þó snoðið sé einskis virði er það dýrmætt þá dagana ef það er á réttum stað. Það liggja síðan miklar spekúlasjónir á bak við það, að skilja það þannig eftir á ánum að sem mest fari af yfir sumarið. Niðurstaðan er sú að vinnan við að hreinsa féð að haustinu er sáralítil og fljótunnin. Það er alltaf jafn dj. erfitt og leiðinlegt að standa í rúningnum. Nú var það sérstaklega erfitt fyrir féð líka og ákveðið að svelta restina hæfilega fyrir rúninginn sem verður strax eftir páskana.
Það ætti kannski að ganga yfir bóndann líka.
Það ætti kannski að ganga yfir bóndann líka.

21.03.2008 23:22
Fullt tungl
Ekkert páskahret í dag, ekta veður til útivistar. Atli Sveinn var að þvælast allan daginn uppi Jökli og á fjallgarðinum með Grundfirðingum, nota sleðafærið áður en það hverfur. Hann gætti þess að mæta ekki á svæðið fyrr en eftir mjaltir og passlega í kvöldmat. Hér voru allir í Hrossholti líka í mat svo borðið var þéttsetið. Sett var frétt inn á Söðulsholt með Kolbrúnu Költu í útreiðartúr með pabba sínum. Það styttist örugglega í að hún neiti að vera með öðrum á hestbaki og vilji sjálf. Mamma hennar var ekki gömul þegar afi hennar var farinn að teyma undir henni, mig minnir að það hafi verið Glói sem var barnahesturinn í þá daga.
Svanur bjó sig svo til útivistar, það er fullt tungl og hann ætlar að vera í Rebbabúð í nótt. Mér verður bara kalt við tilhugsunina að vera þar hreyfingarlaus til morguns. Má ég þá heldur biðja um rúmið mitt og þykka sæng.
Svanur bjó sig svo til útivistar, það er fullt tungl og hann ætlar að vera í Rebbabúð í nótt. Mér verður bara kalt við tilhugsunina að vera þar hreyfingarlaus til morguns. Má ég þá heldur biðja um rúmið mitt og þykka sæng.
20.03.2008 23:56
Páskahret?
Páskahretið klikkaði aldrei í gamla daga og þegar var búið að spá roki og hugsanlegri snjókomu varð maður hálfpartinn fyrir vonbrigðum þegar að hélst fínt veður í allan dag. Það var ekki fyrr en í kvöld sem fór aðeins að blása en rúningurinn sem átti að framkvæmast í dag var frestað vegna " veðurs". Alltaf gott að eiga inni næg verkefni! Mjaltabásinn var tekinn og spúlaður í staðinn því það er mikið að gerast framundan og þá eru stóru þrifin á honum stundum geymd aðeins. Nú er verið að skoða tankamálin því mjólkurtankurinn er endanlega sprunginn og dugar ekki fyrir fimm mjaltir lengur því dagsframleiðslan nálgast 1000 l. markið hægt og örugglega. Á morgun verður svo athugað hvort gefi til snjósleðaiðkunar áður en vorið hellist yfir með stillum hlýindum og blíððviðri. Sjö níu þrettán.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334