15.05.2008 04:10
Vekjaraklukkur( rafknúnar eða innbyggðar)
Ég er ekki frá því að hafa legið láréttur í svona fimm til tíu sm. hæð yfir rúminu drykklanga stund áður en tekið var ofsafengið viðbragð til að slökkva á vekjaranum sem glumdi með gríðarlegum hávaða. Þetta er svona gamaldags vekjari sem gengur fyrir rafhlöðu, þar sem sem ekki tókst að finna upptrektan á sínum tíma. Þá hafði mér verið gert að henda fína rafmagnsútvarpsvekjaranum mínum eftir að
" rafeindasegulbylgjusérfræðingur" hafði dæmt hann sérlega lífshættulegan, mér og umhverfinu. Þessi ágæti vekjari er reyndar ekki notaður nema á .þessum árstíma því ég hef annars innbyggðan vekjara sem dugar mér vel við eðlilegar aðstæður en nýtur ekki fyllsta trausts á sauðburði af fenginni reynslu.
Rétt er að taka fram að vekjaraskiftin á sínum tíma voru svona friðþægingarfórn eftir að hafa þverneitað að fjárfesta í einhverri tugþúsunda græju til að halda öllum óæskilegum rafsegulbylgjum frá heimilinu. En vaktin var semsé að byrja og þarsem mín heittelskað lá steinsofandi við hliðina á mér( umlaði ekku einu sinni við hávaðann) var ljóst að fyrir svosem 20 - 40 mín. var ekki " neitt að gerast" í sauðburðinum. Trúlega hafa viðbrögðin sem lýst er í upphafi verið með með kröftugra móti vegna þess að "klipið" hafði verið framanaf af svefntímanum vegna vélaviðgerðar um kvöldið/nóttinar. Það er eins gott að sauðfjárbændur og búalið búa ekki við sama reglugerðarparagraffið og vöru og flutningaökuþórar þessa lands hvað hvíldartíma snertir.
Og sauðburðurinn sem hefur verið afar rólegur undanfarið er nú að komast af stað og þegar heimasætan kemur um helgina eftir að hafa " skellt aftur" skólahurðum og skruddum þennan veturinn, verður hún enn velkomnari en vanalega því við þessi " gömlu" höfum staðið vaktina, svona með öðru daglegu rísli, þar sem Atli hefur alveg verið í jarðyrkjunni , fyrst í flagvinnu og síðan á sáðvélinni en vonandi lýkur aðaltörninni þar í vikunni eða um helgina.
Það verður síðan að viðurkennast að þessi maítörn verður alltaf pínu erfiðari með hverju árinu(og kílóinu) sem bætist við og þegar akuryrkjan færist yfir á sauðburðinn þá!!
" rafeindasegulbylgjusérfræðingur" hafði dæmt hann sérlega lífshættulegan, mér og umhverfinu. Þessi ágæti vekjari er reyndar ekki notaður nema á .þessum árstíma því ég hef annars innbyggðan vekjara sem dugar mér vel við eðlilegar aðstæður en nýtur ekki fyllsta trausts á sauðburði af fenginni reynslu.
Rétt er að taka fram að vekjaraskiftin á sínum tíma voru svona friðþægingarfórn eftir að hafa þverneitað að fjárfesta í einhverri tugþúsunda græju til að halda öllum óæskilegum rafsegulbylgjum frá heimilinu. En vaktin var semsé að byrja og þarsem mín heittelskað lá steinsofandi við hliðina á mér( umlaði ekku einu sinni við hávaðann) var ljóst að fyrir svosem 20 - 40 mín. var ekki " neitt að gerast" í sauðburðinum. Trúlega hafa viðbrögðin sem lýst er í upphafi verið með með kröftugra móti vegna þess að "klipið" hafði verið framanaf af svefntímanum vegna vélaviðgerðar um kvöldið/nóttinar. Það er eins gott að sauðfjárbændur og búalið búa ekki við sama reglugerðarparagraffið og vöru og flutningaökuþórar þessa lands hvað hvíldartíma snertir.
Og sauðburðurinn sem hefur verið afar rólegur undanfarið er nú að komast af stað og þegar heimasætan kemur um helgina eftir að hafa " skellt aftur" skólahurðum og skruddum þennan veturinn, verður hún enn velkomnari en vanalega því við þessi " gömlu" höfum staðið vaktina, svona með öðru daglegu rísli, þar sem Atli hefur alveg verið í jarðyrkjunni , fyrst í flagvinnu og síðan á sáðvélinni en vonandi lýkur aðaltörninni þar í vikunni eða um helgina.
Það verður síðan að viðurkennast að þessi maítörn verður alltaf pínu erfiðari með hverju árinu(og kílóinu) sem bætist við og þegar akuryrkjan færist yfir á sauðburðinn þá!!

Skrifað af svanur
13.05.2008 03:43
Akuryrkjan er lottó.
Því verður seint breytt að akuryrkja hér á skerinu verður alltaf áhættusöm. Þegar verið er að samnýta sérhæfð tæki sem gert er ráð fyrir að komist yfir tiltekinn hektarafjölda í úthaldinu geta komið upp vandræði ef dagarnir verða of fáir haust og vor sem hægt er að vinna við sáningar og uppskerustörfin. Upphafið að hrellingum okkar byggræktenda í Eyjarhreppnum sáluga voru miklar rigningar allt síðastliðið haust. Þær urðu til þess að ekki náðist að plægja akrana fyrir veturinn. Þetta hefði vel sloppið á góðu vori eins og átti að koma núna. Góða vorið hvað akuryrkju varðar kom hinsvegar ekki og kemur ekki héðanaf . Þetta er í fyrsta sinn síðan byggræktin varð alvöru hjá okkur sem við erum að berjast við klaka í ökrunum vel fram í maí. Við hefðum tekið sénsinn á að sá bygginu þrátt fyrir frost í jörð ef plægingin hefði verið fyrir hendi og náð að ljúka sáningunni á ásættanlegum tíma. En það eru ekki alltaf jólin og nú er róinn lífróður við að ljúka vinnslu og sáningu og sést ekki til lands enn. Þó rigningin sé góð og nauðsynleg á þessum árstíma, sérstaklega ef hún er í hófi, virkar hún ekki vel á akrana við þessar aðstæður.
Það liggur því fyrir að fara verður tvær umferðir(sáð í allt sem fært er ) um svæðið við sáninguna vegna bleytu og ásamt því að við erum þegar orðnir 10 dögum seinni en hollt er, verður ljóst að uppskerumetið verður ekki slegið þetta árið. Að þessum skelfingum slepptum lítur ágætlega út með vorið ,allt að grænka en kalið kom aðeins við sérstaklega í nýræktunum þar sem allar lægðir sem vatn náði að sitja í lungann af vetrinum munu ekki skila uppskeru.
Það liggur svo við að maður fari að vorkenna sér við að lesa þetta yfir.

Skrifað af svanur
12.05.2008 04:27
Að loknu orlofi.

Nú er dótturdóttirin mætt úr orlofinu, kotrosknari sem aldrei fyrr og hefur lært fullt af nýjungum sem sumar hverjar munu auka vandræði afans og var þó ekki á bætandi.
Það kom strax í ljós þegar afinn fór að þvo sér um hendurnar fyrir matinn að nú voru breyttir tíma. Sú litla gætir þess að missa ekki af handaþvottinum og var vön því að fá svona tvær salíbunur með puttana undir kranann og síðan þurrkuðum við okkur vandlega. Nú brá svo við að þegar ljúka átti hefðbundnum handþvotti með hraði, því afinn orðinn svangur og steikin komin á borðið, að þetta dugði ekki lengur. Nú var seilst í sápuna og handaþvotturinn framkvæmdur af mikilli alvöru og ljóst að þetta hafði verið gert að mikilli helgiathöfn hjá ömmu í Snartartungu. Þar sem bakið á afanum hefur sín takmörk er ljóst að nú verður að hafa meðferðis stól næst þegar dömunni dettur handaþvottur í hug.
Ekki fer heldur milli mála að dansæfingarnar hafa verið stundaðar grimmt í fríinu því það eru komin ný spor í gagnið og sýnileg hraðaaukning á steppinu. Þarna hafa líka aukist vandamálin, því nú dugar ekki að slökkva á útvarpinu að áliðnum fréttunum. Það hefur nefnilega einhver kennt dömunni það, að nóg er að grípa einhvern nálægan , draga hann að útvarpinu og benda á starttakkann. Þegar gripið var til þess neyðarúrræðis að stilla á gömlu gufuna svo minna yrði úr dansmússikinni tók ekki betra við. Þá kom nefnilega á daginn að útvarpið var ekkert nausynlegt lengur þegar taka þurfti nokkur spor. Norður í Bitrufirði syngja menn bara "dansi dansi dúkkan mín" með dansinum og fljótlega varð öllum ljóst að það myndi verða raunin í Dalsmynni líka.
Og enn og aftur er afinn í vondum málum því það er alls ekki fyrr en á tíunda glasi sem hann reynir sönglistina og verður ekki farið nánar út í þá listviðburði hér.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334