11.06.2008 21:54
Sleppitúrinn 1. Svínhólabóndinn.

frá v. Dagný,Jón El.(bakvið,) Ásgeir, Svanur, Auðun,Gunni og kellingarvínið góða.
Leiðin austur með hestana er um 600 km.héðan en stærsti hluti hrossanna var þó fluttur úr bænum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um fólk sem flytur hross slíka vegalengd til þess að ríða út í nokkra daga, enda sleppi ég því af tillitsemi við okkur ferðalangana.Við Einar ásamt Katrínu, vorum á trailernum með 10 hross. Þau voru laus í tveim stíum og fer mjög vel um þau. Auðun og Stjáni voru með sína fjögurra hesta kerruna hvor og Jói og Ingibjörg voru með tveggja hesta kerru. Áður höfðu verið flutt 9 hross að Svínhólum Lóni. Þar hafði hringferðinni lokið fyrir 7 árum efir 18 tíma áfanga úr Snæfelli. Nú átti að loka þessari hringferð sem hófst á Kirkubæjarklaustri á síðustu öld.
Við vorum snögg að losa hrossin á afleggjarann áður en við hentum upp girðingu til að minnka girðingarhólfið fyrir þessa einu nótt. Ásgeir bóndi í Svínhólum var sóttur til að stjórna aðgerðum. Hann er eldsprækur öldungur kominn á níræðisaldur ,hvikur og léttur á fæti en stakk við eftir slit á hásin í fyrra. Hafði frá mörgu að segja og lá ekki á skoðunum sínum. Þegar Huntsmaðurinn í hópnum kom með púrtarann til að fagna þessum áfanga og ná endanlega úr sér hrollinum eftir 18 tíma áfangann fyrir 7 árum lét Ásgeir sér fátt um mjöðinn finnast en bragðið væri þó ágætt. Þar sem honum hafði verið bent á eina alvörubóndann í hópnum taldi undirritaður rétt að sækja Whiskíið.
Hafi Ásgeir verið í einhverjum vafa um hver væri aðalmaðurinn í hópnum var hann það ekki lengur og meðan við fórum yfir heimsmálin ásamt öllum hinum málunum þarna í vorblíðunni hélt meðalfólkið sig við "kellingarvínið." Þegar það upplýstist að hann væri nú með hjartagangráð og lifði á ómældum dagskammti af pillum og hefði ströng fyrirmæli um að neyta ekki áfengis leist mér ekki á blikuna og gerði mig líklegan til að loka fyrir veitingarnar. Þegar Ásgeir sá hvert stefndi fullvissaði hann mig um að hann væri löngu dauður ef hann hefði fylgt þessu læknisráði og tókum við þá óðara gleði okkar á ný.
Hann upplýsti okkur nú um það, að í hrossahópnum sem komið var með til hans helgina áður hefði sloppið hryssa inn á heimatúnið og síðan hefði sloppið veturgamall foli úr nærliggjandi girðingu til hennar . Yndu þau vel hag sínum á túninu og væru í svona smá keleríi öðruhvoru. Þegar hann sá að okkur brá nokkuð við þessi tíðindi fullvissaði hann okkur um að folinn mynd ekki gagnast merinni enda rétt um ársgamall. Ef eitthvað hefði gerst þyrftum við engu að kvíða. Þarna myndi þá verða til þvílíkt gæðingsefni að við fátt yrði jafnað. Folinn hefði borið svo af sláturfolöldunum að ekki hefði komið til greina að láta hann fara. Gríðarlega stór og fallegur,reistur og fótaburðurinn skemmdi nú ekki fyrir.
Þessar lýsingar vöktu umsvifalaust áhuga manna og stefndi nú óðara í hugsanleg viðskipti. Þó var talið rétt að geyma þau til morguns svo hægt væri að berja gripinn augum.
Hópurinn sem þegar þarna var komið taldi 12 manns hélt síðan til gistingar á Stafafelli. Þar stillti síðan söngfólkið saman raddirnar fyrir væntanlegan söngflutning fyrir Suðursveitunga og aðra höfðingja sem ráku á fjörur okkar í ferðinni.
Skrifað af svanur
09.06.2008 23:12
Höfuðlaus her eða þannig.
Heyrði í Svan áðan, hann hress í máli og hestaferð gengur vel. Heyrði ekki söng en tel víst að söngvatn sé nálægt.
Hér gengur allt vel þrátt fyrir fjarveru bóndans (nú eða vegna fjarveru bóndans). Ég útskrifaðist úr Grænni skóga náminu á laugardag. Þá var lokadagur, allir áttu að gera grein fyrir lokaritgerðinni sinni og svara spurningum úr henni. Þetta var feykilega skemmtilegt, ótrúlega ólíkar ritgerðir og sumar mjög spennandi. Sérstaklega var ég hrifin af ritgerð sem hét Hrossabeit í skógrækt og er um beit hrossa til að halda niðri sinu í skógi. Ég skrifaði um Sauðfjárrækt og skógrækt og reyndi að komast að því hvort sauðkindin sé þessi skelfilegi vágestur í skógi sem sumir telja eða hvort hægt sé að stunda þetta saman. Eftir ritgerðaflutning var svo farið að Fitjum í Skorradal og grillað og trallað.
Atli var orðinn afar þreyttur á kindum á túni svo við höfum verið að koma þeim upp í fjall í gær og dag. Núna eru bara 3 þrílembur og annað eins af lappaveikum/ljótum ám heima og ætli þær fái ekki að vera niðri á Eyrum fram eftir sumri. Mér sýndust lömbin bara nokkuð bústin svona flest. Einn gemlingur var búinn að týna lambi og það trúlega dautt því ekkert móðurlaust lamb hefur sést. Síðasta ærin bar svo á sunnudaginn og ætli hún og gemlingurinn sem bar á fimmtudag fari ekki út á morgun. Vonandi tekst mér að marka lömbin rétt. Ég hef lítið gert af því síðan ég víxlaði milli eyrna markinu okkar fyrir mörgum árum. Kannski ég láti duga að skella númeri í þau og sleppi því að marka. Annað eins hefur nú gerst.
Annars er ég í því að labba þessa dagana svona til að undirbúa gönguferðina sem styttist óðfluga í. Passa mig að nota ekki fjórhjólið þegar verið er að sækja féð. Búin að fara einu sinni upp á Dalsmynnisfjall og síðan er gönguhópurinn með fyrsta labbið á þriðjudagskvöldið. Þá á að ganga frá Snorrastöðum í Snorrastaðavinina.
Síðan stefnir allt í slátt og er viðbúið að þegar endurnærður húsbóndinn birtist á svæðinu að hann býsnist yfir framtaksleysi okkar hinna að vera ekki löngu farin að slá.
Hér gengur allt vel þrátt fyrir fjarveru bóndans (nú eða vegna fjarveru bóndans). Ég útskrifaðist úr Grænni skóga náminu á laugardag. Þá var lokadagur, allir áttu að gera grein fyrir lokaritgerðinni sinni og svara spurningum úr henni. Þetta var feykilega skemmtilegt, ótrúlega ólíkar ritgerðir og sumar mjög spennandi. Sérstaklega var ég hrifin af ritgerð sem hét Hrossabeit í skógrækt og er um beit hrossa til að halda niðri sinu í skógi. Ég skrifaði um Sauðfjárrækt og skógrækt og reyndi að komast að því hvort sauðkindin sé þessi skelfilegi vágestur í skógi sem sumir telja eða hvort hægt sé að stunda þetta saman. Eftir ritgerðaflutning var svo farið að Fitjum í Skorradal og grillað og trallað.
Atli var orðinn afar þreyttur á kindum á túni svo við höfum verið að koma þeim upp í fjall í gær og dag. Núna eru bara 3 þrílembur og annað eins af lappaveikum/ljótum ám heima og ætli þær fái ekki að vera niðri á Eyrum fram eftir sumri. Mér sýndust lömbin bara nokkuð bústin svona flest. Einn gemlingur var búinn að týna lambi og það trúlega dautt því ekkert móðurlaust lamb hefur sést. Síðasta ærin bar svo á sunnudaginn og ætli hún og gemlingurinn sem bar á fimmtudag fari ekki út á morgun. Vonandi tekst mér að marka lömbin rétt. Ég hef lítið gert af því síðan ég víxlaði milli eyrna markinu okkar fyrir mörgum árum. Kannski ég láti duga að skella númeri í þau og sleppi því að marka. Annað eins hefur nú gerst.

Annars er ég í því að labba þessa dagana svona til að undirbúa gönguferðina sem styttist óðfluga í. Passa mig að nota ekki fjórhjólið þegar verið er að sækja féð. Búin að fara einu sinni upp á Dalsmynnisfjall og síðan er gönguhópurinn með fyrsta labbið á þriðjudagskvöldið. Þá á að ganga frá Snorrastöðum í Snorrastaðavinina.
Síðan stefnir allt í slátt og er viðbúið að þegar endurnærður húsbóndinn birtist á svæðinu að hann býsnist yfir framtaksleysi okkar hinna að vera ekki löngu farin að slá.
Skrifað af halla
04.06.2008 20:05
Bangsi. Þokan, grimmd eða heilbrigð skynsemi??
Dýraverndin er inni í dag sem er gott mál. Í þessari bangsaumræðu allri þótti mér áhugavert viðtalið í dag, við ráðgjafa umhverfisstofnunar ,dýralækninn sem upplýsti það að reyndar væri til viðbragðsáætlun við komu bjarndýra hingað. Ekki frágengin en gengi einfaldlega út á það að aflífa dýrið. Hann rökstuddi þetta ágætlega,m.a. með því að takmarkaðar veiðar væru leyfðar og verslun með kjötið leyfð o.sv.frv.. Ekki væri verjandi af öryggisástæðum að nálgast dýrið með deyfibyssu nema úr lofti o.sv.frv.
Kolleki hans á austfjörðum sem mér skyldist að hefði einn ísl. sótt námskeið í notkun deyfibyssa, átti eina slíka og svæfingalyf sem hefðu dugað í verkið sá hins vegar enga annmarka á því að nálgast Bangsa kallinn uppi á fjöllum og svæfa hann í rólegheitum. Fréttamaðurinn spurði hann ekki að því hversu stutt/langt færi hann þyrfti til að hitta og því síður hversu fljótur hann væri að hlaupa ef hann hitti ekki, en mér fannst nú þessar spurningar, sérstaklega sú seinni, vera grundvallaratriði í málinu. Ég er ekki frá því að þetta sé kannski sami dýralæknirinn sem sá ásæðu til að leita uppi fréttamenn til að tjá sig um minkasíuna .
Það er minkagildra sem liggur í kafi í vatni,minkarnir fara inní hana, komast ekki út og drukkna. Þetta þótti honum grimmdarlegur dauðdagi og ekki mönnum sæmandi.
Mér varð hugsað til hundaveiðanna þar sem eltingaleikurinn með uppgreftri og allskonar uppákomur taka oft einhverja klukkutíma með tilheyrandi skelfingum fyrir veiðidýrið. Ég tala nú ekki um fótbogana sem ótrúlega margir nota enn þrátt fyrir að komnar séu gildrur sem steindrepa dýrið fljótt og örugglega( glefsurnar). Kaffielítan (eins og einhver ágætur útvarpshlustandi komst að orði) lítur að sjálfsögðu framhjá
öllum smáatriðum þegar þarf að tjá sig um dýravernd og almenna umgengni um náttúruna.
Já, svo er sleppitúrinn að bresta á, en um hádegi á morgun verða hestaflutningatækin lestuð og lagt af stað að Stafafelli í Lóni. Og það er óvíst að verði kveikt á símanum ef hann verður þá tekinn með??. Hafið það svo gott á meðan og framvegis.
Kolleki hans á austfjörðum sem mér skyldist að hefði einn ísl. sótt námskeið í notkun deyfibyssa, átti eina slíka og svæfingalyf sem hefðu dugað í verkið sá hins vegar enga annmarka á því að nálgast Bangsa kallinn uppi á fjöllum og svæfa hann í rólegheitum. Fréttamaðurinn spurði hann ekki að því hversu stutt/langt færi hann þyrfti til að hitta og því síður hversu fljótur hann væri að hlaupa ef hann hitti ekki, en mér fannst nú þessar spurningar, sérstaklega sú seinni, vera grundvallaratriði í málinu. Ég er ekki frá því að þetta sé kannski sami dýralæknirinn sem sá ásæðu til að leita uppi fréttamenn til að tjá sig um minkasíuna .
Það er minkagildra sem liggur í kafi í vatni,minkarnir fara inní hana, komast ekki út og drukkna. Þetta þótti honum grimmdarlegur dauðdagi og ekki mönnum sæmandi.
Mér varð hugsað til hundaveiðanna þar sem eltingaleikurinn með uppgreftri og allskonar uppákomur taka oft einhverja klukkutíma með tilheyrandi skelfingum fyrir veiðidýrið. Ég tala nú ekki um fótbogana sem ótrúlega margir nota enn þrátt fyrir að komnar séu gildrur sem steindrepa dýrið fljótt og örugglega( glefsurnar). Kaffielítan (eins og einhver ágætur útvarpshlustandi komst að orði) lítur að sjálfsögðu framhjá
öllum smáatriðum þegar þarf að tjá sig um dýravernd og almenna umgengni um náttúruna.
Já, svo er sleppitúrinn að bresta á, en um hádegi á morgun verða hestaflutningatækin lestuð og lagt af stað að Stafafelli í Lóni. Og það er óvíst að verði kveikt á símanum ef hann verður þá tekinn með??. Hafið það svo gott á meðan og framvegis.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334