07.08.2008 08:55
Heyskapartíðin!!
Heiðskírt veður og hiti yfir meðallagi er það sem við á Nesinu þekkjum vel eftir sumarið.
Hér er verið að vinna í heyjum fyrir útiganginn. Þar eru trúlega fáar FE. í rúllunni.
Ég hef enga tölu á þurrviðrisdögum sumarsins, en hitt veit ég að aldrei áður hef ég upplifað sumar, þar sem bændurnir gátu stýrt slættinum eftir þroskastigi grasanna og samantekt heyjanna eftir þurrefnisstiginu í þessum endalausu þurrkum. Í ár var gott að búa við mýrartúnin sem spruttu ágætlega þrátt fyrir úrkomuleysið. Nú, þegar loksins slær á þurrkinn, er eftir að hreinsa af beitartúnunum, slá rýgresi (seinni slátt) og lítilsháttar há er samt gott að vita að sá heyskapur skiptir litlu, enda trúlega þegar slegin met í Dalsmynni í heyskaparmagni og gæðum.
Og bygguppskeran lítur mjög vel út, en þar er nú kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið.
Skrifað af svanur
05.08.2008 21:39
Túristadagurinn
Þar sem allir afkomendurnir voru staddir heima um helgina var ákveðið að leika túrista einn dag og fara kringum Jökul.
Rauðfeldsgjá. Afastelpan var hin ánægðasta með reiðskjótann en trúlega munu kröfurnar um betri fótaburð og meiri vilja, koma fyrr en varir.
Fyrsti stoppistaðurinn var Rauðfeldargjá. Það var slæmur dagur hjá bræðrunum Rauðfeldi og Sölva þegar þeir tóku sig til og settu Helgu Bárðardóttir út á ísjaka og ýttu frá landi. Jakann rak til hafs. Bárður (síðar Snæfellsás ) elti þá bræður uppi , varpaði Rauðfeldi í gjána en Sölvi hljóp fram af hömrum .(Sölvahamar).
Eru þetta hugsanlega fyrstu heimildir um einelti og hvernig brugðist var við þeim.
Helga og ísjakinn tóku hinsvegar land á Grænlandi eftir nokkra siglingu án þess að verða ísbjarna vör, enda kom mun hún hvorki hafa komið við á Hornströndum eða í Skagafirði.
Afastelpan komst svo á voða skrítið trampólín á Arnarstapa hjá Haddý og Geira sem eru að koma sér upp aðstöðu í ferðaþjónustunni.
Að sjálfsögðu var komið við í Fjöruhúsinu á Hellnum og fengið sér ýmiskonar góðgæti.
Reynt við hálfsterkan ( 100 kg.) Hvort skyldi hann nú hafa farið upp eða niður úr þessar stöðu?
Á Djúpalónssandi reyndu menn krafta sína eftir að aldursforsetinn í hópnum var búinn að lýsa fjálglega hversu léttilega hann hefði farið með þessar steinvölur fyrir svona 30 árum.
Já það var gífurleg ferðamannatraffík á Nesinu á laugardaginn
Skrifað af svanur
04.08.2008 11:37
Vegagerð.
Það lengist sífellt vegakerfið á búinu eftir því sem ökrunum fjölgar og bætist við ræktunina. Þar sem grafan mun væntanlega yfirgefa svæðið fljótlega og hverfa á vit eiganda síns var drifið í að bera ofaní milli heyanna í sl. viku.
Reyndar er allt þurrt og fínt núna í þessum endalausum þurrkum en það mun örugglega rigna á ný.
Já nú er bara að vanda sig.
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334