13.08.2008 21:00
Heyskap lokið.
Loksins fór síðasta hey sumarsins í plast í dag. Það urðu um 130 rúllur ( alvöru rúllur 140 cm ) mest há en einnig rýgresi. Síðan var það hreinsunin af beitartúnunum sem er reyndar ekki alvörufóður og endar á borðum útigangsins.Það er að vísu fyrirvari með "síðasta" því rýgresið á eftir að ná einni sprettu enn og verður ákveðið á síðari stigum hvort það verður beitt eða slegið. Þær eru orðnar eitthvað á annað þúsundið rúllurnar í Dalsmynni og hestamiðstöðinni og þó þetta sé sitthvort dæmið þjást menn hvor með öðrum ef illa gengur, en eru hamingjusamir saman á góðu sumri eins og þessu.
Þó litlu munaði að rigndi ofaní múgana í dag slapp það til, og eins og áður hefur komið fram, hefur svona sumar ekki komið, svo lengi sem elstu menn muna.
Þeir sem búa við .þurrlendari tún eða voru seinir til með áburðargjöfina hafa farið illa útúr þurrkunum og spurning hvort mela/sandatún heiðgul af þurrkbruna muni ná sér aftur á strik.
En nú er farið að rigna.
11.08.2008 19:46
Byggþurrkun og gamlar syndir.
Það var árið 2005 sem við félagarnir sem stóðu að Yrkjum ehf. réðust í það að koma upp vandaðri byggþurrkun og skemmu við hana. Þetta hafðist um sumarið og uppskeran var þurrkuð með stæl um haustið.
Þegar þessum áfanga var náð voru menn orðnir dauðþreyttir á framkvæmdinni og hvor öðrum og nefndu það bara. Svo það var ekki fyrr en nú um helgina sem drifið var í að taka til á lóðinni og ganga frá henni (fyrir skjólbeltin). Þetta tók sem sagt Einar ekki nema 3 ár að tuða í okkur að byrja nú á þessu. Seigur hann Einar.
Atli mokaði á vagnana (nokkur hundruð) hjá Einari og Auðun.
Ég er gjarnan settur í skítverkin (það þykir engum vænt um mig,) og neyddist til að hristast á ýtunni þessa tvo daga. Hinir dótafíklarnir voru hinsvegar hinir kátustu að koma dótinu í vinnu.
Tveir félaganna voru í löglegum forföllum , annar á íslendingadögum í Kanada, trúlega rallhálfur en hinn öldungis ódrukkinn í heyskap.
Þessari " tiltekt" var svo slúttað með mikilli grillveislu á laugardagskvöldið. Hafi verið einhver áform um að fínpússa verkið á sunnudeginum varð ekki af því . Trúlega vegna ofáts á grilluðu lærunum sem voru hreint afbragð.
Það lítur svo vel út með uppskeruna( Vaskur er ekki lítill,) og fyrr en varir verður farið að þreskja og þurrka.
10.08.2008 00:29
Sú mórauða og skógræktarféð.
Við Vaskur vorum að dúlla við einhverjar austurbakkarollur í skógræktinni hjá einum sveitunganum þegar bráðatófuútkall barst. Það var yngri bóndinn, aðaltófuskyttan sem horfði vanmáttugur og byssulaus á eina mórauða á röltinu um níuleytið í morgun á holtunum við ......... Ég sem er vanur að setja allar slíkar upplýsingar á harða diskinn og láta það duga, brást hart við innkallaði Vask og keyrði á óupplýstum hraða heim ,þar sem skipt var á Vask og rifflinum. Þegar á hólminn var komið var aðalskyttan send heim eftir vopnum og sjónauka en undirritaður rölti af stað út á holt og mýrar að reyna að komast í nánari tengsl við lágfótu.
Þessi tangarsókn gekk upp áður en lauk en það er óvanalegt í þessum bransa.

Fyrir áhugamenn um skotvopn er þarna ,Sako 243 með þungu hlaupi. Sjónaukinn er
Zeiss 2.5- 10x 50 með upplýsanlegum krossi.
Þarna laut í gras mórauð læða, trúlega gelddýr og gamli maðurinnn sem er löngu hættur að labba langtímum saman á rebbaveiðum, þó það hafi stundum gefið vel, varð afmóður um leið og dýrið féll.
Austurbakkarollurnar sluppu þó ekki.

En þær sluppu þó lifandi í þetta sinn.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334