03.09.2008 20:28
Góður dagur í Byggsölunni.
Byggræktin er og verður alltaf dálítið mikið lotterí og það er sama hve tilkostnaðurinn er mikill, það er innflutta byggið sem ræður verðinu.
Til þess að dæmið gangi upp þarf lágmarksuppskeru á ha.. og þurrkunin þarf tiltekið magn í gegnum sig svo reksturinn á henni verði í lagi. Þetta hefur þýtt að öll vinna og kostnaður við sekkjun völsun og yfirhöfuð við afhendinguna hefur helst ekkert mátt kosta.
Það var því stór dagur í byggræktarsögu Eyhreppinga þegar fóðurflutningabíll birtist á hlaði þurrkunarinnar og dældi .þar í sig 14 tonnum af óvölsuðu (úrvals) byggi og ók því til væntanlegs stórkaupanda.
Ef við verðum síðan samkeppnisfærir í verði og gæðum má reikna með að samningar takist um sölu á öllu því byggi sem við verðum aflögufærir um ( 200 tonn +).
Þetta býður líka uppá það að byggræktendur í kringum okkur geta afsett umframbygg í gegnum þurrkunina með nokkru öryggi um ásættanlegt verð.
Horft inní móttökuna , en þarna er bygginu sturtað inn til þurrkunar. Þarna er það síðan valsað og sekkjað og í þessu tilviki sett aftur í móttökuþróna og dælt upp í bílinn.
Hann hlýtur að hafa séð fram í tímann, hobbýrollubóndinn á Hellissandi sem hringdi í mig í júlí, til að tryggja sér einn stórsekk af byggi fyrir sínar 30 kindur.
02.09.2008 21:10
Kýrnar og kvótaárið.

Eftir að vera búin að framleiða beingreiðslulausa mjólk í um 3 mán. er gott að vera komin inn í nýtt kvótaár. Nú fer maður að eiga aftur fyrir salti á grautinn sem var orðinn ansi bragðdaufur.
Þar sem kýrnar eru ekki látnar bera yfir sumarmánuðina stendur yfir dálítil burðartörn núna og næstu vikurnar. Þessar nýbornu fara ekki út meira, en haustbeitin er með skárra móti svo kúnum verður eitthvað beitt áfram ef tíðin verður skikkanleg.

Kálfarnir una hag sínum vel í hálminum en einungis kvígurnar eru settar á.

Já þetta er dálítið bragðlaust eins og grauturinn húsbóndans.
En þó gott sé að komast inn í nýtt kvótaár hefði maður nú alveg þolað miklu lengra sumar.

31.08.2008 20:59
Vestfirðir.
Viltu hætta að góna svona í kringum þig og horfa á veginn, sagði mín heittelskaða hvössum róm . Hún sagði þetta ekki einu sinni heldur oft.
Helgin var tekin í salíbunu um ákveðna hluta Vestfjarðakjálkans og þó vegirnir væru alveg rosalega góðir miðað við fyrstu kynni okkar af Vestfjörðum eru þeir ekki alveg orðnir fullkomnir enn.
Brjánslækur, Seftjörn og höfnin séð yfir Vatnsfjörðinn.
Það var rennt við á Brjánslæk til að heilsa uppá gamlan nemanda, Fiðlu frá Eyrarlandi.. Eftir kaffispjallið hjá Halldóru, þar sem tekið var á púlsinum á mannlífinu, fórum við Fiðla út á tún að rifja upp námið sem fór fram fyrir tæpum tveim árum. Er skemmst frá því að segja að heyrninni hjá henni hefur hrakað verulega og þyrfti hún að komast í heyrnarbótatíma hjá mér í nokkra daga.
Tvílemban hennar Estherar á Fossi var ekki mjög gáfuleg þar sem hún stóð í aðfallinu og jarmaði aumkunarlega nokkra tugi metra frá landi.
Gufudalur (nær) og fremri Gufudalur.
Svo var rennt við í Fremri Gufudal. Þar var tekin mynd af henni Rúnu Asadóttur frá Dýrfinnustöðum og farið yfir mannlífið í austursýslunni. Bændurnir á Brjánslæk og Fremri Gufudal eiga eftir að eyða 45- 50 dögum í smalamennskur í haust.(Hvor).
Miðhús .
Steinadalurinn í baksýn. Það er á svona svæðum sem sauðfjárræktin endar á íslandi.
Á Miðhúsum í Kollafirði er Kaðalsstaðarfjölskyldan að koma á laggirnar stóru fjárbúi.
Það kæmi mér ekki á óvart að efnileg Border Collie got eigi svo eftir að líta þar dagsins ljós.
Snartartunga í Bitrufirði.
Í Snartartungu hefur ferðaþjónustan aldrei gengið betur en í sumar. Þrátt fyrir að við "sleppitúragengið" hefðum svikið það að mæta þar ríðandi.
En það kemur aftur sumar á Íslandi ( ef guð lofar).
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334