16.07.2015 10:52
Hvolpur til sölu.
Hvolpur til sölu.



Einungis á fjárbú þar sem nóg verður að gera .

Af sérstökum ástæðum er til sölu tík úr þessu öfluga goti .
Henni fylgir skilaréttur / endurgreiðsla til 1 árs aldurs, mánaðartamning og dagsnámskeið fyrir eigandann með hana í framhaldinu.
Gert er ráð fyrir að hún gæti orðið til verulegs gagns í fjárragi haustsins 2016.

Móðirin er Korka frá Miðhrauni.

Faðirinn Dreki frá Húsatóftum.
Foreldrarnir eru báðir mjög öflugir fjárhundar. Sérstaklega ákveðnir og öruggir með sig, með frábært vinnulag og áhuginn í efri mörkunum.
Þegar vinnunni sleppir, sérstaklega skemmtilegir og þægilegir karakterar á heimili.
Tíkin verður loðin og væntanlega yfir meðallagi að stærð.
Hægt að velja úr 4 systrum.
Tilbúin til afhendingar þegar örmerkingu, ormahreinsun og bólusetningu er lokið.
Verð . 75.000 + vsk. við afhendingu.
75.000 + vsk. að lokinni tamningu og námskeiði.
S. 6948020. SELD .
Skrifað af svanur
14.07.2015 08:36
Dropi taminn .
Það koma stundum fyrirspurnir á borðið hjá mér um eitt og annað með hundatamninguna. Hér á eftir er myndband með stuttri kennslustund með rúmlega 7 mán. nemanda.
Þetta er tíundi dagurinn sem ég sýni honum kindur og þarna er ég farinn að kenna allar skipanirnar . Hægri , vinstri, nær og leggstu . Þarna sést hvernig ég byrja að senda hann fyrir hóp til að sækja. Örstutt fyrst en síðan lengt eftir getu hvolpsins.
Þarna stjórna ég öllu sem hundurinn gerir án þess að hann viti af því. Ég veit hvernig hann bregst við öllu sem kindurnar gera og með því að stjórna þeim læt ég hann fara til vinstri/hægri, koma með þær o.sv.frv.. Gef viðeigandi skipanir um leið og hann fer af stað.
Þarna vinnur hann með þeirri fjarlægð sem honum er í blóð borin og er að mínu mati ásættanleg fyrir það hlutverk sem bíður hans .
Þessi hundur er taminn til sölu og verður unninn með aðeins öðrum hætti en ef ég ætlaði mér að eiga hann sjálfur.
Stoppskipanirnar gef ég til að kenna honum að halda hæfilegri fjarlægð þegar hann kemur með kindurnar til mín. 5 - 10 m. er ágætt bil.
Þessi hvolpur er mjög áhugasamur með vinnuna sem hraðar tamningunni mjög og auðveldar hana. Ef áhuginn væri lítill væru t.d. trúlega engar stoppskipanir gefnar eða eitthvað gert sem honum fyndist íþyngjandi á þessum tíma.
Semsagt, það sem mér finnst henta þessum hvolpi í tamningunni þarf alls ekki að henta þeim næsta sem ég fer með út.
Það er svo óþarft að taka fram að það sem ég er að gera er alls ekki það eina rétta og ótal leiðir til þess að koma hundunum í skilning um hvað við erum að reyna að segja þeim.
Skrifað af svanur
22.05.2015 04:41
Tiltalið og ræktunin.
Stundum ( mjög sjaldan ) fæ ég tiltal fyrir að vera að tala niður BC ræktunina á skerinu.
Nema hjá mér náttúrulega
.

En þetta er auðvitað alrangt.

Reyndar impra ég einstaka sinnum á því að töluvert hlutfall BC hérlendis séu kannski ekki að slá í gegn sem fjárhundar.
Nefni kannski svona 30 - 40 % en tek undantekningarlítið fram að þetta sé nú tilfinning undirritaðs án nokkurrar vísindalegrar rannsóknar.
Og þetta hefur hvorki verið sannað né afsannað ( mér vitanlega )
.

Tek gjarnan fram líka að ræktendahópurinn sé nú breiður og notendahópurinn líka.
Hundur sem er þannig byggður að hann hefur kannski ekki við sæmilegri fjallafálu og er róleg geðprýðisskepna í samræmi við það, hentar efalaust þeim sem er ekki að leggja vinnu í hundatamningu og treystir á fjórhjólið eða nágrannana við það brýnasta í stússinu.
Ræktun er svo að öðru leyti alltaf söm við sig og niðurstaðan stundum alveg út í Hróa miðað við væntinguna sem vönduð pörun skapaði .
Stundum bendi ég á hrossaræktina til samanburðar.
Engin trygging þar fyrir gæðunum þó leiddir séu saman einhverjir fyrstu verðlauna foreldrar.
Svo verði aldrei litið framhjá því grundvallaratriði að ræktendurnir og ekki síður viðskiptavinir þeirra hafa mjög skiptar skoðanir á því hvað sé góður vinnuhundur.
Ekki svo sjaldgæft að rekast á slíka, hæstánægða með hundinn sinn, sem ég tæki ekki ótilneyddur með mér í smölun vegna skorts á hæfileikum eða tamningu.
Á dögunum hringdi einn í mig og kenndi mér um það að hann sæti uppi með rúmlega ársgamlan hvolp sem myndi trúlega aldrei virka sem fjárhundur.
Hann sagðist hafa lesið það á bloggi hjá mér að til að tryggja öryggið við hvolpakaup ætti að gæta þess að foreldrarnir væru " góðir vinnuhundar "
.

Ræktendurnir hefðu aðspurðir fullyrt það að foreldranir stæðu sig bæði vel í harkinu.
Jaaá sagði ég og hvað er þá að hvolpinum ?
Nú, hann er áhugalítill , kjarklaus og vinnur þröngt það sem hann gerir
.
Nú , spurðirðu ræktendurna um ákveðnina hjá foreldrunum, vinnu lagið og áhugann spurði ég, sem ætlaði ekki að sitja uppi sem sökudólgur í málinu.
Nú sló þögn á viðmælandann sem pakkaði í vörn.

Það var ekkert minnst á svona spurningar í blogginu, svaraði hann svo dræmt.
Ég var ekkert að segja honum það að ég þekkti til málanna og svarið sem hann hefði fengið væri það að foreldrarnir væru nú ekki mikið tamdir en "virkuðu ágætlega "
.

Þetta var reyndar ágætt dæmi um kaupanda sem þekkti og gerði kröfu um góða hunda og seljendur sem sættu sig við " öðruvísi " vinnudýr.
Já , ræktunin er alltaf lotterí og þegar ræktunamarkmiðin eru kannski óljós og kaupandinn er síðan ekki alveg viss um hvað hann er að leita eftir, ja þá
.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334