11.11.2008 23:07

Túnin lituð í svörtu!


  Við feðgarnir bitum á jaxlinn og bölvuðum bæði hátt og í hljóði rokinu í gær. Við létum okkur samt hafa það að dreifa mykjunni enda gert ráð fyrir nýtingarleysi á köfnunarefninu á þessum árstíma.  Austur á Selfossi stóð alvörudót til niðurfellingar á mykju sem hefði virkað vel og okkur stóð til boða,( hefði  kostað alveg fullt af tíuþúsund köllum) en það hefði orðið dálítið mikið fyrirtæki að koma því í kring. Miðað við áburðarverðið og toppnýtingu mykjunnar verður þetta samt áhugaverður kostur í framtíðnni.



  Við notuðum því gömlu aðferðina og keyrðum út með litla dreifaranum okkar
Jóns (5 t.) og leigugræjunni frá Magga í Ásgarði ( 15 tonna).

    Það er talsverður afkastamunur á þessum tækjum. Það er svo alveg ótrúlega magnað að 150 ha. vélin með 15.000 l. í tanknum fer betur með grasrótina á túnunum en sá 60 ha. með 5000 lítra mykjutankinn. Enda er fyrrnefnda samstæðan á stærstu dekkjum sem hægt er að troða undir hana.
  Í kvöld var svo komið á milli 5-600 tonn af dökku litarefni á megnið af túnunum og nú eru allar stórrigningar illa séðar í bráð.

   Túnflötin sem hentar fyrir fjárhundakeppnir var samt skilin eftir ólituð, ef Þóra skyldi skella á keppni næsta laugardag. 



  Og þarna erum við Vaskur að velta fyrir okkur hvernig eigi að landa íslandsmeistaranum 2007.
 
Flettingar í dag: 692
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419649
Samtals gestir: 38195
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 15:45:06
clockhere