02.10.2015 22:32
Forystu Móra og áróðurstæknin
Smali var skilinn eftir heima í dag.
Ég veit ekki hvor okkar var ósáttari við það en það er erfiður dagur framundan hjá honum í Rauðamelsfjallinu á morgun.
Ég huggaði hann með því að hann fengi að koma með í sunnan og vestanvert Hafursfellið seinnipartinn í dag þar sem þyrfti að reka uppá kerru sem næðist.
En dagurinn byrjaði á að leita uppi 8 kinda hóp sem hafði komist í kletta í leitinni á dögunum.


Þær höfðu verið uppundir klettum í Seljadalnum og voru snöggar að forða sér yfir Núpinn þegar ég birtist á Þórarinsmúlanum norðanmegin í dalnum. Aldrei misst kindur þar yfir áður.

Nú kom ég upp dalinn að sunnanverðu og leist ekki meira en svo á þegar ég sá hvernig kindurnar dreifðust um dalinn .
Efst var einlemba, tvílemba talsvert neðar og enn neðar sást ofaná tvílembu en þar á milli var hæð svo þar gátu verið fleiri.
Korka sá ekki einlembuna sem lá og fór lítið fyrir henni. Hún var alltaf að horfa upp í klettana og vildi þangað þegar ég sendi hana af stað, minnug þess að hafa lent í fjörugu hreinsunarstarfi þar í fyrra.
Það var allur dalurinn milli okkar og kindanna og tvílemban var búin að átta sig á hvað var ´á seyði og lögð af stað . Korka sá hana og fór nú loks í rétta átt en of neðarlega fyrir einlembuna. Þegar hún var komin hæfilega langt var gefin stoppskipun og síðan skipun um að leita betur og nú sá hún einlembuna, fór uppfyrir hana en hélt svo áfram fyrir tvílembuna.
Framhaldið af því sést hér neðar.
Þarna átti ég von á mórauðri forystuá frá sveitunga mínum. Hún var búin að vera á svæðinu síðastliðin haust, hlýddi hundunum afar vel eins og er yfirleitt með forystu, hversu ruglaðar sem sumar þeirra eru að öðru leyti.
Gerði samt alltaf talsverðar tilraunir til að koma sér úr leitinni til að byrja með en þegar það tókst ekki voru engin vandamál lengur.
Þegar tekist hafði að ná þessu saman sem var á dalnum, var þetta orðið 10 kinda hópur og sú mórauða klár í að leiða okkur til byggða.
Það að taka upp myndband í smalamennsku er ekki líklegt til árangurs en þau brot sem maður nær, nýtast til heimilda og stundum sem áróður fyrir bættri smalahundamenningu
.

En hér eru brot úr myndbandinu góða
smella HÉR

Skrifað af svanur
27.09.2015 20:04
Styttist í lokatölur sauðfjárársins.
Nú er mesta fjáramstrið að baki.
Aðalleitum lokið en þar sem vantar enn 6 samstæðar tvílembur og 2 veturgamlar með lömbum verður eitthvað dólað um fjöllin þá daga sem gefur.

Þessar heimtur eru einstaklega slæmar og verður einmuna góðri tið og sprettustigi fjallanna kennt um.
Búið að taka frá líflömb og fara gróflega yfir sláturfé sem verður allt tekið 8 okt .
Það er alltaf smáspenningur í gangi við vigtun og ómskoðun í líflambavalinu .
Þá fara línurnar að skýrast um afkomuna þetta árið.
Vænleikinn var nú ekki eins og maður vonaði en samt skárri en í fyrra sem var vonandi svona botnár í framleiðslunni.
Við ásetninginn á gimbrunum er markið sett á að bakvöðvinn sé yfir 30 og lærin 18 + , vigtin yfir 37 kg. síðan er farið yfir ætternið áður en dæminu er lokað.

Allt á fullu við lambadómana.
Bakvöðvamarkmiðið er farið að nást nokkuð örugglega ( mætti hækka það ) en það stendur aðeins útaf borðinu með lærastigin En þar sem 18,5 og 19 stiga lærin eru mun fleiri en þau sem ekki ná nema 17.5 ber maður harm sinn í hljóði. Það verða svo væntanlega samþykkt afbrigði fyrir eina mislita sem er undirmáls í bæði baki og lærum, enda við harðskeytt barnabörn að etja þar.

Þarna er sú mislita , fjarska falleg .
Það náðust líka ásættanlegir ásetninghrútar þó maður sé nú aldrei ánægður með úrvalið á þeim.

Þessi, að vísu undan Ássyni sló sæðingana út.
Og eins og alltaf þegar uppskera sauðfjárársins fer að skýrast þá heitir maður sér því að standa sig nú betur næsta ár.

Skrifað af svanur
25.09.2015 22:00
Nákvæmnisvinnan í eftirleitarharkinu .
Upptíningur í Þverdalnum.
Það getur verið nákvæmnisverk að senda hunda langar leiðir eftir fé og láta þá koma því til manns, án þess að ganga fram af því eða klúðra einhverju, þannig að það verði að fara og aðstoða þá.

Þá er eitt af grundvallaratriðunum að þeir haldi sig frá því og gefi fénu kost á að koma sér áfram án of mikilla afskipta.
Þarna er byrjað á að taka þær frá gilinu til vinstri og síðan er þeim haldið frá því áleiðis niður.
Slóðin á nákvæmnisvinnuna . HÉR

Nú er bara að dóla heim .
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334