15.12.2008 20:07
Game over.
Þegar að ráðherrarnir okkar stigu á stokk og lofuðu að tryggja innistæður landsmanna, og síðar þegar búið var að snúa upp á puttana á Geir og erlenda svikamyllan bættist við, varð mörgum ljóst að nú var illt í efni. Hafi bjartsýnisfólkinu tekist að líta fram hjá staðreyndunum þá ættu fréttir af
" lagfæringum" á fjárlagafrumvarpinu að koma þeim niður á jörðina.
Það sem snýr sérstaklega að okkur sveitapakkinu er auðvitað verðtryggingin, sem tekin er að mestu leyti úr sambandi á búvörusamningunum. Niðurskurðurinn á skógræktarverkefninu sem er svona vinnuaflsfrekt verkefni kemur eitthvað við marga. Niðurskurðurinn á húshitunarstyrknum sem var efldur eftir að Valgerður klúðraði raforkusölunni, er vondur og það að setja vegaframkvæmdirnar í afturábak er vont mál o.sv. frv. Margradda kórinn sem segir "ekki ég " er svo bara rétt að byrja.
Þrengingarnar líka.
Það sem mér finnst verst fyrir okkur í sveitinni til lengri tíma litið er þó viðsnúningurinn í evrópumálunum. Nú liggja allra leiðir þangað, hvort sem Þorgerður Katrín er á harðahlaupum eða bara á fetinu.
Það eru óskaplega margir sammála um það að krónan okkar sé búin að syngja sitt síðasta.
Menn tengja hana verðtryggingunni, örum gengisbreytingum, háum vöxtum og síðast en ekki síst yfirstandandi skelfingum. Og fjölmargir andstæðingar ESB telja einu leiðina til að losna út úr því rugli öllu, sé evrópusambandsaðild.
Takist ekki að benda á trúverðuga tengingu við nothæfan gjaldmiðil, nú eða að skipta um gjaldmiðil, um það er hæfilegur styrkur hefur náðst á krónuræfilinn sýnist morgunljóst hvert stefnir.
Þá held ég að dugi ekki fyrir sveitapakkið að biðja guð að hjálpa sér.

14.12.2008 00:15
Sól og tungl.
Ég er frekar slakur aðdáandi skammdegisins. Reyndar er ég að bíða eftir því allt haustið, að dag taki að lengja á ný og minn tími er þegar er bjart allan sólarhringinn.
Nú er fullt tungl og skellibjart allan sólarhringinn þó það birti í raun og veru aldrei almennilega.
Það væru kjöraðstæður til að liggja við æti fyrir lágfótu en þar sem hún er ekki farin að ganga í, eru litlar líkur á því að maður skjálfi mikið við það, þetta tunglið.
Þegar leið að hádegi í dag var tunglið enn á lofti í norðurátt.
Og í suðri var sólin að kíkja upp fyrir sjóndeildarhringinn svona rétt til að sýna sig og sjá aðra.
Já nú styttist óðum í það að daginn taki að lengja.
12.12.2008 22:12
Betri bú og dótabúð.
Þessi strangi dagur byrjaði nokkuð vel, því að loknum morgunverkum mættu hér tvær blómarósir frá Búvest. Dalsmynni sf. er orðinn þáttakandi í verkefninu " betri bú " og þær voru að koma með fóðuráætlanir og rekstraryfirlit yfir búreksturinn.
Við látum tölvuna um að stjórna kjarnfóðurgjöfinni. Henni eru gefnar skipanir um ákveðið gjafakerfi fyrir og fyrst eftir burð og síðan skammtar hún bygg og fóðurblöndu eftir nythæðinni.

Kjarnfóðurbásinn er tveggja hólfa og talvan sér um að skipta byggi og
fóðurblöndu milli kúnna.
Af sparnaðarástæðum var skipt um kjarnfóður í haust,hætt við háprótinblönduna og farið í DK 20 .
Eftir að Lena var búin að rýna í þetta fram og til baka og setja áætlunina upp með mestu mögulegu byggfóðrun, kom í ljós að þetta var rétta blandan. Kýrnar sem fara hæst um og yfir 40 l. á dag eiga þó að fá tiltölulega lítið bygg í fóðrinu en byggið verður aðalkjarnfóðrið upp í um 30 kg . dagsnyt. Ef þessi áætlun verður látin virka hér er þó ljóst að kjarnfóðurgjöfin mun minnka talsvert í heildina. Þar sem það sem af er vetri hefur verið algjörlega súrdoðalaus verður fróðlegt að sjá hvað skeður ef fóðurstjórnandinn fer að fóðra samkvæmt þessu.
Og úttekin á rekstrinum varð svo ekki til að skemma góða skapið.
Það var hinsvegar farið að slá verulega á það þegar ég var búinn að aka austur á Selfoss í þvílíku saltslabbi langleiðina að það hálfa hefði verið nóg..
Þegar betri helmingurinn er ekki með til að viðra skoðaninr sínar á dótafíklum, er alltaf kíkt við í
dótabúðinni á Selfossi, þó ekki sé til annars en láta sölumennina ljúga einhverju að manni.
Þegar ég kom inn í sjoppuna var það fyrsta sem ég sá, tölvuskjár sem stóð á afgreiðsluborðinu og sýndi stanslaust flettimyndir af allskonar dóti. Eftir að hafa horft hugfanginn á hvert glæsidótið á fætur öðru, fannst mér, ég eitthvað kannast við hlutina. Allt í einu rann upp fyrir mér að þarna var innihald myndaalbúmsins míns af "vélum og tækjum," af heimasíðunni minni ljóslifandi komið.
Nú er bara að láta jólin líða og jafna sig eftir þau, áður en lögfræðingurinn minn verður tekinn með austur fyrir fjall, til að sýna mönnum þar, hvar Davíð keypti ölið (eða Bermúdaskálina).

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334