25.12.2008 13:55
Jólastemmingin.
Það kemur óneitanlega upp gamla góða jólastemmingin þegar barnabörnin mæta í jólaskreytinguna og pakkahasarinn.

Þessi var nú ekki svona brött í skreytingunum í fyrra.

Þetta virðist vera eitthvað meðfætt og erfist örugglega ekki frá afa í Dalsmynni.

Þessir pakkar eiga víst að fara undir jólatréð.

Ég var nú bara að prófa stólinn hans Arons og lenti í smáógöngum.

Ég ætla nú að benda ykkur á að ég er hérna líka. Það gæti svo verið ágætt að fá sólgleraugu ef þessir blossar hætta ekki.

Hérna færð þú pakka Aron minn. Það þýðir ekkert að snúa uppá sig, þó hann sé mjúkur.

Svo er það frænku og jólakossinn. Og maður var orðinn dauðþreyttur þegar búið var að opna alla þessa pakka.
Skrifað af svanur
22.12.2008 23:16
Jólablogg fyrir yngri kynslóðina.
Þetta blogg er fyrir krakkana bæði í sveit og þéttbýli, sem eru duglegir að kíkja hér inn og skoða dýramyndirnar hjá mér.

Hér eru Dáð , Snilld og Vaskur

Dáð og Snilld eru mjög miklar vinkonar og geta leikið sér endalaust saman.

Ég heiti Táta og er í heimsókn í Dalsmynni um jólin.
Ég ætla að senda Ingu Dís og Róbert jólakveðjur. Einar og Inga fá auðvitað líka kveðju og Katrín og Diemut fá svo extra góðar kveðjur .

Nú eru allir hrútarnir komnir í heimsókn til kindanna og ætla að eyða jólunum hjá þeim.
Hér er lambhrúturinn hann Vökull Raftsson sem fékk 84,5 stig í skoðun í haust. Hann fær að vera með 6 veturgömlum í þetta sinn.

Nú er kominn hellingur af kálfum í sveitinni sem finnst ágætt þegar krakkar koma að heilsa upp á þá.

Og mömmurnar eru svo dálítið forvitnar eins og mömmur eru stundum .

Hér er mynd af honum Funa þegar hann var lítill. Það er búið að panta rauða hálfsystir hans í vor.
Mamman sperrir eyrun þegar hún er minnt á þetta og það er góðs viti.

Hér er Assa með got ársins í Dalsmynni. reyndar sjást bara 4 hér fyrir ofan, en hér koma þeir allir.

Og með þeim fá allir lesendur heimasíðunnar bestu jóla og nýársóskir frá Dalsmynni, með þökkum fyrir áhorfið og kommentin á árinu sem er að líða.
Skrifað af svanur
22.12.2008 08:41
Burðardýr og tónleikar.
Á laugardagskvöldið var kominn yfir 30 cm. jafnfallinn snjór hér og orðið virkilega jólalegt.
Vegna lognmála á Nesinu hefur jafnfallinn snjór löngum verið sjaldgæfur til lengdar og svo er enn.
Það hvessti reyndar ekki mikið aðfaranótt sunnudagsins sem samt fór þetta allt af stað og safnaðist í dyngjur. Hér á sunnanverðu nesinu er enginn ákveðinn með snjómokstur, heldur eru bílar ýmist að austan eða vestan sendir hér um. Það hafði greinilega gleymst að moka að nafla alheimsins hér, snjó dregið upp í hjólförin og skólavegurinn var býsna þungur á sunnudagsmorguninn þegar við renndum niðureftir um leið og farið var í bæinn, að loknum morgunmjöltum.
Og það var eins og við manninn mælt að um leið og keyrt var inná austurbakkann var þessi mikli og fallegi jólasnjór að mestu horfinn. Í mesta lagi svo 5 cm snjóþykkt enda óvíst að þeir þoli mikið meira þar.
Já, sunnudeginum var varið í borg óttans, að versla restina af jólagjöfunum. Það er skýr verkaskipting í þessari árlegu verslunarferð. Ég er burðardýrið og er eldsnöggur að játa öllu sem ég er spurður varðandi jólagjafir. Lengi hefur verði gælt við þá hugmynd að stofna stéttarfélag burðardýra til að ná fram ýmsum réttindamálum. Ég myndi leggja til í þeirri umræðu að burðardýr yrði nestað með a.m.k. einum Wískífleyg að morgni dags til að gera það jákvæðara og þjálla yfir daginn.
Þetta gekk samt óvanalega vel að þessu sinni þrátt fyrir óunnin réttindamál, enda fararstjórinn mjög vel skipulagður um innkaupin eftir að hafa sett upp nákvæman lista vikuna áður með ákaflega jákvæðum undirtektum undirritaðs við öllum hugmyndum.
Þessi eina jólagjöf sem ég ber hinsvegar ótakmarkaða ábyrgð á reyndist mér sama hrikalega vandamálið og vanalega. Eftir að hafa reynt til þrautar að koma því máli alfarið á yngri dótturina án árangurs, var gripið til þess ráðs að " týna " fararstjóranum í Kringlunni og taka síðan hring með dótturinni til að leysa málið..
Um kvöldið var síðan farið á jólatónleika Langholtskirkju og þetta var bara nokkuð gott hjá honum Jóni. Öðru hvoru sneri hann baki við kórunum og lét gestina þenja raddböndin til hins ýtrasta. Sem betur fer hafði stéttarfélag burðardýra ekki náð fram helsta baráttumáli sínu svo þetta var fínt hjá salnum.
Þó þarna væri hvert atriðið öðru betra toppaði hún Eivör þetta nú samt. (Fannst mér.)
Mikið var nú samt gott að komast aftur í snjóinn, á mörkum hins byggilega.

Svona aðeins ýkt ástand.
Vegna lognmála á Nesinu hefur jafnfallinn snjór löngum verið sjaldgæfur til lengdar og svo er enn.
Það hvessti reyndar ekki mikið aðfaranótt sunnudagsins sem samt fór þetta allt af stað og safnaðist í dyngjur. Hér á sunnanverðu nesinu er enginn ákveðinn með snjómokstur, heldur eru bílar ýmist að austan eða vestan sendir hér um. Það hafði greinilega gleymst að moka að nafla alheimsins hér, snjó dregið upp í hjólförin og skólavegurinn var býsna þungur á sunnudagsmorguninn þegar við renndum niðureftir um leið og farið var í bæinn, að loknum morgunmjöltum.
Og það var eins og við manninn mælt að um leið og keyrt var inná austurbakkann var þessi mikli og fallegi jólasnjór að mestu horfinn. Í mesta lagi svo 5 cm snjóþykkt enda óvíst að þeir þoli mikið meira þar.
Já, sunnudeginum var varið í borg óttans, að versla restina af jólagjöfunum. Það er skýr verkaskipting í þessari árlegu verslunarferð. Ég er burðardýrið og er eldsnöggur að játa öllu sem ég er spurður varðandi jólagjafir. Lengi hefur verði gælt við þá hugmynd að stofna stéttarfélag burðardýra til að ná fram ýmsum réttindamálum. Ég myndi leggja til í þeirri umræðu að burðardýr yrði nestað með a.m.k. einum Wískífleyg að morgni dags til að gera það jákvæðara og þjálla yfir daginn.
Þetta gekk samt óvanalega vel að þessu sinni þrátt fyrir óunnin réttindamál, enda fararstjórinn mjög vel skipulagður um innkaupin eftir að hafa sett upp nákvæman lista vikuna áður með ákaflega jákvæðum undirtektum undirritaðs við öllum hugmyndum.
Þessi eina jólagjöf sem ég ber hinsvegar ótakmarkaða ábyrgð á reyndist mér sama hrikalega vandamálið og vanalega. Eftir að hafa reynt til þrautar að koma því máli alfarið á yngri dótturina án árangurs, var gripið til þess ráðs að " týna " fararstjóranum í Kringlunni og taka síðan hring með dótturinni til að leysa málið..
Um kvöldið var síðan farið á jólatónleika Langholtskirkju og þetta var bara nokkuð gott hjá honum Jóni. Öðru hvoru sneri hann baki við kórunum og lét gestina þenja raddböndin til hins ýtrasta. Sem betur fer hafði stéttarfélag burðardýra ekki náð fram helsta baráttumáli sínu svo þetta var fínt hjá salnum.
Þó þarna væri hvert atriðið öðru betra toppaði hún Eivör þetta nú samt. (Fannst mér.)
Mikið var nú samt gott að komast aftur í snjóinn, á mörkum hins byggilega.


Svona aðeins ýkt ástand.
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334