10.01.2009 22:38
Og hvað svo??
Já, hverjir eiga svo að taka við ef allir hætta , spurði tengdapabbi kankvís, þegar ég droppaði hrollkaldur í kaffi til tengdaforeldranna eftir að hafa tekið púlsinn á Austurvellinum.

Ég sem hafði nú velt þessari spurningu fyrir mér í talsverðan tíma, verð sífellt harðari á því að það eigi að skipta út talsverðum hópi pólitíkusa og embættismanna á árinu.
Fyrir þó nokkrum árum var lagt upp í ævintýri sem átti að leiða okkur skerbúana til breyttri og betri tíma. Ég er í engum vafa um að flestir þeir sem leiddu þá för gerðu það í góðri trú og eins og allir góðir foreldrar, litið fram hjá brestunum sem fóru að droppa upp hjá afkvæminu.
Nú þegar allt er komið á hliðina, kemur í ljós að þeir eiga erfitt með að koma auga á það sem miður fór í uppeldinu og allra síst að þeir eigi þar nokkra sök.
Og guðfaðirinn sjálfur situr í Seðlabankanum og segir bara " taka tvö".
Þess vegna held ég að það sé mjög brýnt að fá nýja menn sem geta leyft sér að líta gagnrýnum augum til baka og vinni úr mistökunum. Það þarf trúlega að yngja dálítið verklega upp til að slíta á hagsmunartengslin sem áttu talsverðan hlut í óförunum.
Guðni á Guðnastöðum blés svo í baráttulúðra og skoraði á bændur að láta til sín taka í þessu andófi og mæta á völlinn.

Þeir mættu léttvopnaðir sunnlendingarnir í dag, enda verður það séraðgerð þegar vélaflotinn verður leystur úr læðingi og haldin alvöru dótasýning á götum höfuðborgarinnar.

Það féll vel í kramið hjá tilvonandi ásatrúarmanni að þeir mættu með hauskúpu af hrossi á níðstöng og rétt að taka allsherjargoðann með á næsta fund.

Já það þarf svo að koma stíganda í þetta með hækkandi sól.

09.01.2009 15:20
Mótmæli við Austurvöll , og allir saman nú.
Það á nú ekki að mæta með haugsugurnar í þetta sinn en upplagt að skreppa á útsölurnar.
Síðan væri fínt að hvíla sig á þeim um miðjan daginn og kæla sig niður á Austurvelli.
Allir lesendur heimasíðunnar minnar eru sérstaklega hvattir til að mæta á friðsamleg mótmæli við öllu ruglinu.
Fréttatilkynning
Bændur á baráttufund á Austurvelli nk. laugardag
Hópur bænda hefur komið sér saman um að mæta á stóra baráttufundinn sem haldinn verður á Austurvelli laugardaginn 10. jan kl. 15:00.
Nú hvetjum við alla bændur, starfsmenn afurðastöðva og allt landsbyggðarfólk að mæta á Austurvöll og sýna samstöðu gegn andvaraleysi ríkistjóranarinnar og spillingu í stjórnkerfinu.
Með baráttukveðju,
Baráttuhópur bænda
08.01.2009 23:09
Sleppitúrar og óhagstæður viðskiftajöfnuður??.
Það var komið svartamyrkur á Hrútafjarðarhálsinum á suðurleið. Þar byrjaði síðan að rigna og síðan bætti stöðugt í rigninguna þar til heim var náð. Ljósin virtust hverfa ofan í svartan veginn og bíllinn á undan okkur virkaði frekar ótraustvekjandi. Oftast á eðlilegum hraða en sló af þess á milli og stundum var hann kominn á öfugan veghelming.
Aldrei þessu vant var fjögurra hesta kerran tóm á leiðinni að norðan en hafði farið full norðuryfir.
Það er svo matsatriði hvort það er hagstætt eður ei á þessum viðsjárverðum tímum.
Reyndar höfðum við komið við hjá Ólafi á Sveinsstöðum og kíkt á 3 tamda hjá honum. Ég prófaði þann fyrsta sem hann sýndi okkur. Ágætur klár en ekki það sem við leituðum að.
Hinir tveir voru sýnu betri. Það urðu þó ekki viðskifti að sinni enda margt í boði og allur veturinn framundan.
Á Hvammstanga hittum við einn sem var í óðaönn að skipuleggja reiðtúr að norðan á Löngufjörur og til baka aftur. Ég á örugglega eftir að heyra í honum, áður en hann lokar ferðaáætluninni hjá sér.
Þetta kveikti hins vegar í okkur félögunum, sem búum við það að Sleppitúrinn okkar er í lausu lofti og komið framyfir áramót. Stöðugt fleiri sem melda sig í að fara með en arkitektar ferðarinnar láta ekkert sjást í tövupóstunum sem að öllu eðlilegu ættu að vera á fullu núna.
Eftir að hafa blásið út um þetta háttalag félaganna gátum við snúið okkur að vangaveltum um bændareið sumarsins 2009. Þær vangaveltur fóru hinsvegar fram í fullum trúnaði og munu ekki sjást hér , allavega ekki strax.
Það er svo óþarft að taka fram að við þessa umræðu okkar Einars, lýstist þokan , vegurinn og myrkrið verulega upp.
Og óöruggi bíllinn sem angraði mig á tímabili var hvergi sjánlegur.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334