09.01.2009 15:20
Mótmæli við Austurvöll , og allir saman nú.
Það á nú ekki að mæta með haugsugurnar í þetta sinn en upplagt að skreppa á útsölurnar.
Síðan væri fínt að hvíla sig á þeim um miðjan daginn og kæla sig niður á Austurvelli.
Allir lesendur heimasíðunnar minnar eru sérstaklega hvattir til að mæta á friðsamleg mótmæli við öllu ruglinu.
Fréttatilkynning
Bændur á baráttufund á Austurvelli nk. laugardag
Hópur bænda hefur komið sér saman um að mæta á stóra baráttufundinn sem haldinn verður á Austurvelli laugardaginn 10. jan kl. 15:00.
Nú hvetjum við alla bændur, starfsmenn afurðastöðva og allt landsbyggðarfólk að mæta á Austurvöll og sýna samstöðu gegn andvaraleysi ríkistjóranarinnar og spillingu í stjórnkerfinu.
Með baráttukveðju,
Baráttuhópur bænda
08.01.2009 23:09
Sleppitúrar og óhagstæður viðskiftajöfnuður??.
Það var komið svartamyrkur á Hrútafjarðarhálsinum á suðurleið. Þar byrjaði síðan að rigna og síðan bætti stöðugt í rigninguna þar til heim var náð. Ljósin virtust hverfa ofan í svartan veginn og bíllinn á undan okkur virkaði frekar ótraustvekjandi. Oftast á eðlilegum hraða en sló af þess á milli og stundum var hann kominn á öfugan veghelming.
Aldrei þessu vant var fjögurra hesta kerran tóm á leiðinni að norðan en hafði farið full norðuryfir.
Það er svo matsatriði hvort það er hagstætt eður ei á þessum viðsjárverðum tímum.
Reyndar höfðum við komið við hjá Ólafi á Sveinsstöðum og kíkt á 3 tamda hjá honum. Ég prófaði þann fyrsta sem hann sýndi okkur. Ágætur klár en ekki það sem við leituðum að.
Hinir tveir voru sýnu betri. Það urðu þó ekki viðskifti að sinni enda margt í boði og allur veturinn framundan.
Á Hvammstanga hittum við einn sem var í óðaönn að skipuleggja reiðtúr að norðan á Löngufjörur og til baka aftur. Ég á örugglega eftir að heyra í honum, áður en hann lokar ferðaáætluninni hjá sér.
Þetta kveikti hins vegar í okkur félögunum, sem búum við það að Sleppitúrinn okkar er í lausu lofti og komið framyfir áramót. Stöðugt fleiri sem melda sig í að fara með en arkitektar ferðarinnar láta ekkert sjást í tövupóstunum sem að öllu eðlilegu ættu að vera á fullu núna.
Eftir að hafa blásið út um þetta háttalag félaganna gátum við snúið okkur að vangaveltum um bændareið sumarsins 2009. Þær vangaveltur fóru hinsvegar fram í fullum trúnaði og munu ekki sjást hér , allavega ekki strax.
Það er svo óþarft að taka fram að við þessa umræðu okkar Einars, lýstist þokan , vegurinn og myrkrið verulega upp.
Og óöruggi bíllinn sem angraði mig á tímabili var hvergi sjánlegur.
07.01.2009 23:07
aukakílóin og kreppan.
Eftir óvanalegt annríki hjá mér í haust og vetur, var slakað á um jólin.
Reyndar fer ég í fjós flesta daga og ekki er féð svelt, en öllu öðru er haldið í lágmarki.
Aukakílóið + frá fyrri jólum náðist aldrei til baka og trúlega fer eins með það sem bættist við núna.
Og þó, kannski þau hverfi í kreppunni.
Það tekur svo alltaf góðan tíma að koma sér í gírinn aftur, en þó var drifið í því í dag að keyra út undan fénu í gömlu fjóshlöðunni. Það hafði verið ákveðið að fresta því í haust vegna lágrar stöðu taðgólfsins en nú horfði til vandræða hjá þeim veturgömlu.
Þetta er létt verk og löðurmannlegt eftir að Sjeffer hestamiðstöðvarinnar mætti til starfa í sveitinni, en hann læðist um allt án mikilla forfæringa á milligerðum.
Þetta skotgekk og ég minntist þess þegar maður bar taðið á sjálfum sér í gamla daga og munaði náttúrulega ekkert um það.
Þessi tekur samt aðeins meira í ferð og ótrúlegt hvað þetta kríli réði við.
Það rigndi svo alveg stanslaust í allan dag, og gerir enn. Það væri komið gott snjósleðafæri ef þessi úrkoma væri öll í föstu formi. Jörð er að verða klakalaus á ný og vélamaðurinn á bænum hyggur á skurðgröft á morgun og ýtuvinnu eftir helgina.
Ég mun hinsvegar bregða mér norður yfir heiðar á morgun með hestakerru meðan hálkuleysið varir.
Ætli sé eitthvað til sölu, af efnilegu á tamningaraldri í húnaþingi?
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334