28.02.2009 09:12
Föstudagsstemming á Góunni.
Það er ekki alltaf vont veður í sveitinni.
Og hvað heitir þetta fjallabýli hér fyrir neðan? Sá sem veit það, veit kannski líka hvað hóllinn vinstra megin við bæinn heitir.
Hér fyrir neðan hafa hraun úr sitt hvorri eldstöðinni búið til árfarveg. Það er vísu dálítið síðan.
Vestur og austurbakkinn. Ekki að spyrja að því hvoru megin hraunið er myndarlegra. Kannski tek ég svo mynd í sumar til að sýna hvoru megin grasið er grænna.
Þetta svæði sem ég er staddur á með myndavélina er kallað Gjáin.
Þegar ég fór hér fyrst um ríðandi fyrir alveg óralöngu fannst mér þetta alveg yfirþyrmandi flottur staður. Það sem sló mig mest sést reyndar alls ekki á þessum myndum.
Það voru 4 álftir í ósnum og aðeins norðar voru fleiri tugir af öndum. Þær voru varar um sig og leyfðu engar myndatökur á fornaldarmyndavél eins og ég var með.
Ég komst í svo gott skap við að setja þessar myndir inn, að ég hætti við að blogga um pólitíkina eins og ég ætlaði mér.
Þið eruð því heppin í dag.
27.02.2009 09:09
Hefðbundinn dagur í sveitinni.
Eftir að hafa nuddað stýrurnar er byrjað á að hleypa hundunum út. Þar fá þeir 10 -15 mín. áður en tveir þeirra koma aftur inn en hinir 3 fylgja með út í gegningarna. Það eru 5 hundar á bænum eins og er, en verða 4 fljótlega. Reyndar hefur ekki verið ákveðið hvort stefnt verði að goti á árinu.
Mjaltirnar hefjast svo rétt fyrir kl.7.
Eldri bóndinn byrjar mjaltirnar í gryfjunni en sá yngri smalar kúnum í biðplássið, snurfusar básana,sáldrar í þá spæni og mætir síðan í mjaltabásinn.
Það eru oftast mikil rólegheit í gangi í mjaltabásnum, bæði á bændum og kúm.
Akkúrat núna er engin lyfjameðhöndlun í gangi sem er alltof sjaldgæft og engin nýborin til að mjólka sér.
Og þar sem mjöltunarhæfileikar okkar ástkæra landnámsstofns er algjörlega laus við alla samræmingu njótum við bændurnir þess, að í hverju holli eru oftast kýr sem eru fastmjólka, mismjólkast eða eitthvað þessháttar.Nokkur hluti kúnna er semsagt eins og alvörukýr eiga að vera og mjólkast á nokkrum mínútum, meðan hinar þurfa allt uppí korter til að koma frá sér nytinni.
Þetta er náttúrulega í fínu lagi, því við hér á skerinu vitum að svona á þetta að vera og tíminn er afstæður.
Yngri bóndinn stingur síðan af þegar fer að líða á mjaltirnar til að gefa kálfum, tékka af kjarnfóðrið o.sv.frv.
Það fer síðan hlutfallslega mikill tími í að ganga frá og þrífa sem segir okkur að búið þurfi að vera talsvert stærra ef gæta á að hagkvæmninni.
Þó reynt sé að jafna framleiðslunni nokkuð á árið er framleiðslutoppurinn á þessum árstíma og dagsframleiðslan er að slá vel yfir 800 lítrana.
Mjöltunum er yfirleitt lokið uppúr hálfníu og þar með morgunverkum í fjósi ef eitthvað sérstakt er ekki í gangi.
Heyið er gefið í heilum rúllum, fjórum í senn. Sú gjöf er að duga í um 3 daga og er reynt að stilla heygjöfina á fyrripart dags. Það tekst ekki nærri alltaf.
Að loknum fjósverkum er gefið í gamla fjósið. Þar eru kvígur í uppeldi og lömb og veturgamlar ær í fyrrverandi fjóshlöðu.
Í flatgryfju eru síðan fullorðnu ærnar að fá rúllu tvisvar til þrisvar í viku. Traktor er notaður til að koma henni í gjafagrind og skera hana þar.
Maður er því kominn í morgunkaffið og fréttirnar í tölvunni uppúr níu. Hinn endinn á deginum byrjar síðan í öfugri röð u.þ.b 15 mín. yfir kl 5. Gjafir í gamla fjósinu og síðan fjósverk sem oftast er lokið uppúr kl. 7. Burður, veikindi á kúm og ótalmargt uppáfallandi breytir þó þessum tímasetningum oft. Tíminn á milli mála er svo skipulagður með ýmsum hætti. Hann er þó opnastur fyrir ýmsum möguleikum yfir miðjan veturinn en vor, sumar og haust, er þessi tími sjaldnast nógu langur fyrir tilfallandi verkefni.
Þrátt fyrir að hér séu tvær fjölskyldur með reksturinn hefur ekki verið komið á ákveðnum skiptum á fríhelgum og frídögum. Þau mál eru leyst jafnóðum eftir þörfum og lítið spáð í hvort á einhvern hallar í þeim málaflokk.
Og Íslendingar og Norsarar eru svo farnir að skiptast á seðlabankastjórum af miklum móð.
Nú er það spurning um viðskiptajöfnuðinn.
25.02.2009 23:39
Átján bræður,- og allir eins!
Fyrir margt löngu, á þeim tíma sem maður velti tilverunni fyrir sér og trúði öllu sem eldri kynslóðin hélt að manni, var m.a. mikið spáð í öskudaginn og 18 bræðurnar.
Reyndar voru a.m.k. 2 kenningar uppi,önnur var sú að næstu 18 dagar við öskudaginn yrðu keimlíkir honum. Hin að 18 svipaðir kæmu fram að páskum.
Eftir margra ára þrotlausar vísindalegar tilraunir til að sanna aðra hvora kenninguna varð niðurstaðan sú að þetta stæðist ekki. Eftir á að hyggja hefði kannski verið rétt að taka með einhverja dagsetningu eftir páska til að auka líkurnar á að þessi ágæta þjóðtrú ætti við rök að styðjast. Í dag myndi ég leysa málið með þeim hætti.
Það viðraði ekki til hundatamninga í dag , en hér sést Týri frá Daðastöðum í léttri hægri sveiflu s.l. sumar. Blessuð sé minning hans.
Þessar vísindalegu niðurstöður mínar urðu til þess að ég tók veðrið í dag ekkert nærri mér . Hér var skafrenningsþvælingur lungann úr deginum og hundleiðinlegt veður þó allt væri vel fært og skítsæmilegt ferðaveður. Það viðraði t.d. hvorki til útreiða eða hundatamninga og fjórhjólaferðin til fjalla sem átti að fara eftir að frysti en áður en gerði nýja skafla náðist ekki, eftir afstaðna hláku.
Þrátt fyrir hárnákvæmar niðurstöður vísindanna, hefði svosem alveg mátt vera svona veður í dag.
Það var samt nóg að gera hjá bóndanum, sem sat ýmist með síma við eyrað eða stóð í þýðingarmiklum tölvusamskiptum í dag, því nú eru ýmsir hlutir í gangi, þrátt fyrir að öll hlutabréfaviðskipti og gjaldeyrisbrask liggi niðri í augnablikinu.
Niður í hestamiðstöð var síðan stuttur fundur um kaffileytið því nú þarf að fara að huga að stóðhestavali fyrir sumarið.
Það er t.d. ekki fullbókað undir þennan Parkersson hér, en ykkur að segja er þetta svipuð týpa og hálfbróðirinn sem tók Bautamótið um helgina.
Og ég veit sveimér ekki hvorum ég vorkenndi meira í kastljósþættinum í gærkveldi,
Dabba eða Sigmari.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334