17.03.2009 20:11

Hrossaræktin og hann Sindri frá Keldudal.

 Já, þú ert kominn á kaf í hrossaræktina, sagði kunningi minn sem hringdi í mig fyrir nokkru.

Ég játaði því glaðhlakkalega og með nokkurri sjálfsánægju og bætti síðan við að ég ætti meir að segja einn og hálfan stóðhest. Einn á þriðja vetur og hálfan á fjórða.

  Áttu þá hóp af hryssum spurði kunninginn með vantrúarhreim , því hann vissi að ég hafði verið hættur öllu hrossastússi á tímabili.

  Nei sagði ég enn glaðhlakkalegri, ég á nú bara eina hryssu.

Hvað ert þú þá að gera með stóðhesta spurði kunninginn?

Ég svaraði þeirri spurningu nú aldrei.



  Sindri frá Keldudal er á fjórða vetur undan Hágang frá Narfastöðum og Ísold frá Keldudal.



 Móðirin, amman og langamman hafa allar hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.



  Þegar ég spurði tengdasoninn hvort ætti að fara að panta dýralæknirinn fyrir vorið, glotti hann og sagði.  Þetta er allavega gott sæti.

  Já nú fer að styttast í vorið.

16.03.2009 09:21

Allt í voða!



    Nú sem aldrei fyrr, er brýnt fyrir landnámskúasinna að snúa bökum saman og verjast áhlaupinu.

Norska innrásin          ( Vinstrismella)





15.03.2009 21:25

Hátæknihesthúsið.

 
  Þeim fjölgar sífellt sem setjast að í sveitinni án þess að vera að baslast með rollur eða hinar litfögru landnámskýr.

  Þó að sumir finni nóg til að rísla við verða þeir oft að hafa lifibrauðið einhversstaðr fjarri sveitasælunni og í versta falli dvelja hluta af vinnuvikunni þar.

  Ég kom í hesthúsið hjá einum slíkum nýlega. Hann er að ljúka við að setja upp stíur með sjálfóðrunarbúnaði sem hugsar um hrossin af mikilli natni meðan bóndinn sinnir brauðstritinu nokkra daga í viku á malbikinu.

   Rafdrifinn tjakkur sér um að velta jötunum innfyrir milligerðina á ákveðnum tímum.Hér eru tvær utanvið en ein inni. Tölvuboxin og tjakkarnir sjást hér við hliðina á jötunum.

  Þetta fyrrverandi fjárhús er ansi breytt og hér sjást stíurnar með útveggnum. Jöturnar eru tölvustýrðar og tímastillir sér um að skammta hrossunum ákveðinn áttíma á sólarhring.



   Jöturnar eru fylltar af heyi og með myndavélum  getur bóndinn fylgst með hrossunum hvaðan sem er gegnum tölvuskjá. Gjafatímanum getur hann einnig breytt hvaðan sem er svo fremi sem nettenging sé fyrir hendi.


 Í gólfi hverrar stíu er rist, opnanleg með raftjakk. Þar er öllu mokað reglulega niður. Notaður er hálmur í undirburð.

   Hér er verið að leggja lokahönd á aðra útfærslu. 4 stíur umhverfis ferhyrning . Þar verður sett heyrúlla og tölvustýrðir hlerar skammta hrossunum áttímann.



  Hér sjáum við yfir stíurnar 4 og rúlluferninginn í miðjunni.



  Þessi ungi maður var í heimsókn í sveitinni og hjálpaði afa sínum að klára rúlluvagninn.



   Bóndinn og nágranninn voru bara nokkuð sáttir við framkvæmdina og Kolla horfði ánægð á þá.
Hún var líka í heimsókn í sveitinni og mátti gera allt sem hana langaði til án þess að eigandinn væri að siða hana.

  Nei, nei , þetta er ekkert bilun. Þetta er algjör snilld.emoticon



 

Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803536
Samtals gestir: 65137
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:40:43
clockhere